Körfubolti

Shaw tekur við Denver Nuggets

Brian Shaw.
Brian Shaw.
Það vakti eðlilega athygli þegar NBA-liðið Denver Nuggets ákvað að reka þjálfara sinn, George Karl, skömmu eftir að búið var að velja hann þjálfara ársins í NBA-deildinni.

Nuggets er nú búið að finna arftaka hans. Það er Brian Shaw sem fékk starfið. Þetta verður hans fyrsta starf sem aðalþjálfari en hann hefur verið aðstoðarþjálfari í tíu ár.

Hann var aðstoðarmaður Phil Jackson í sex ár hjá LA Lakers og síðustu tvö ár hefur hann verið aðstoðarþjálfari hjá Indiana Pacers.

Mörg lið hafa verið að horfa til Shaw og augljóst að menn hafa trú á honum. Hann var líka orðaður við störfin hjá Nets og Clippers í sumar.

Shaw spilaði í 14 ár í deildinni og síðustu fjögur árin hjá Lakers þar sem liið vann þrjá titla í röð.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×