Körfubolti

LeBron spilar með svitabandið í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/AP
Körfuboltaáhugamenn hafa sýnt svitabandi LeBron James mikinn áhuga eftir að hann týndi því undir lok síðasta leik lokaúrslitanna í NBA-deildinni.

James skoraði þrefalda tvennu í naumum sigri Miami á San Antonio en meistararnir jöfnuðu þar með rimmuna, 3-3. Oddaleikurin um titilinn fer fram í kvöld.

En hann spilaði án svitabandsins sem hann er alltaf síðustu mínútur leiksins eftir að hafa týnt því. Það vakti mikla athygli og var fljótlega byrjað um leikinn sem „No Headband Game“ á samskiptasíðunni Twitter.

„Ég hef ekki séð hann spila án svitabandsins í mjög langan tíma. Ekki síðan hann var nýliði,“ sagði liðsfélagi hans, Dwayne Wade. „Hann var gríðarlega einbeittur í leiknum og gaf allt sem hann átti. Fjórði leikhlutinn hjá honum var ótrúlegur.“

James sagði svo sjálfur að hann hafi síðast spilað án svitabands á undirbúningstímabilinu fyrir hans fyrsta NBA-tímabil.

„Ég held að við vorum að spila í Detroit. Ég spilaði ekki vel og kunni ekki við þetta. Ég mun því líklega byrja með svitabandið í leiknum.“

„Þetta er smá hjátrú. Ef ég missi það af hausnum þurfum við að ræða vel saman um mögulega endurkomu þess.“

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×