Körfubolti

Rodman dreymir um að vinna friðarverðlaun Nóbels

Rodman ætlar í frí með leiðtoga Norður-Kóreu.
Rodman ætlar í frí með leiðtoga Norður-Kóreu.
Ein furðulegasta frétt síðari ára var þegar Dennis Rodman, fyrrum NBA-stjarna, fór til Norður-Kóreu með Harlem Globetrotters. Þar skemmti hann sér með Kim Jong-un, leiðtoga landsins.

Eftir ferðina talaði Rodman mikið um það hversu mikill toppmaður Kim væri og þau ummæli féllu víða í grýttan jarðveg enda er ekki farið sérstaklega vel með þegna landsins.

"Hann hefur ekki sprengt neitt og fólk segir að hann sé versti gaur í heimi. Eina sem ég veit er að hann vill ekki fara í stríð við Bandaríkin. Hann langar að tala um körfubolta við Obama en Obama vill ekki hringja í hann. Ég spyr Obama hvað sé að því að rífa upp símann? Það eru breyttir tímar. Koma svo, Obama. Réttu út höndina og heyrðu í Kim," segir Rodman í viðtali við Sports Illustrated.

Rodman ætlar sér aftur til Norður-Kóreu í næsta mánuði.

"Ég ætla bara að slappa af, spila körfubolta og kannski fara í frí með Kim og fjölskyldu."

Rodman hefur þegar beðið Kim um að sleppa bandarískum fanga í landinu og hann ætlar að beita sér frekar í málum Norður-Kóreu og Bandaríkjanna.

"Mitt markmið er að brjóta ísinn í samskiptum ríkjanna. Ég veit ekki hvernig staðan varð sú að ég, af öllum mönnum, þarf að standa í því. Það er ekki beint mitt starf að sjá til þess að Bandaríkjamenn séu öruggir.

"Það er svarti maðurinn, Obama, sem á að sjá til þess. Ég get samt sagt ykkur það að ef ég verð ekki á topp þrjú listanum næst þegar gefin verða friðarverðlaun Nóbels þá er eitthvað mikið að."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×