Körfubolti

Vonbrigðatímabil Lakers kórónað með himinháum reikningi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lakers mun spara sér háar upphæðir hverfi Metta World Peace af braut.
Lakers mun spara sér háar upphæðir hverfi Metta World Peace af braut. Nordicphotos/Getty
Körfuknattleiksliðið Los Angeles Lakers varði háum upphæðum á síðustu leiktíð. Liðið skreið í úrslitakeppni NBA þar sem það var niðurlægt af San Antonio Spurs.

Vefsíða ESPN greinir frá því að Lakers hafi fengið langhæsta refsiskattinn í deildinni fyrir að kljúfa launaþak deildarinnar. Félagið þarf að greiða tæplega 30 milljónir dollara eða sem nemur tæplega fjórum milljörðum íslenskra króna.

Samanlagður skattur meistara Miami Heat og Brooklyn Nets, þeirra tveggja liða sem skulda mest að frátöldu liði Lakers, er töluvert lægri en skattur Kaliforníuliðsins eða um 26 milljónir dollara.

Launakostnaður Lakers er talinn munu batna til muna eftir brottför Dwight Howard til Houston Rockets. Sömuleiðis er reiknað með því að Metta World Peace yfirgefi félagið.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×