Handbolti

Anett Köbli aftur komin í Gróttubúninginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anett Köbli í leik með Fram.
Anett Köbli í leik með Fram. Mynd/Stefán
Anett Köbli hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild Gróttu og mun spila með liðinu í N1 deild kvenna í vetur. Hún er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað flestar stöður fyrir utan.

Köbli hefur verið hér á landi í fjölmörg ár og hefur leikið með Fram og Val en einnig með Gróttu til skamms tíma árið 2008. Áður en hún kom til Íslands lék hún með hinu geysisterka liði Györi frá Ungverjalandi.

Anett kemur með mikla reynslu og þekkingu til Gróttu en hún er orðin 36 ára gömul. Kári Garðarsson þjálfari Gróttuliðsins er gríðaránægður með komu Anettar til Gróttu í samtali við heimasíðu Gróttu.

„Með komu Anett Köbli í liðið má segja að Gróttuliðið sé fullmannað á næsta tímabili. Anett er frábær íþróttamaður og karakter" sagði Kári sem vonar að gæði æfinganna muni aukast. „Ég vænti þess að hún eigi eftir að hjálpa yngri leikmönnum liðsins til frekari framfara," sagði Kári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×