The Boston Globe, eitt mest metna blaðið í Bandaríkjunum, hefur verið selt á verði sem er aðeins lítill hluti af virði þess fyrir tuttugu árum. Frá þessu greinir á BBC.
Fyrirtækið New York Times keypti The Boston Globe árið 1993 á 1,1 milljarð bandaríkjadala en hefur nú ákveðið að selja það John W. Henry, eiganda Boston Red Sox og Liverpool, á 70 milljónir dollara. Í tilkynningu sem birtist í Globe hældi Henry blaðinu. „Margverðlaun blaðamennska The Boston Globe og rík saga þess hefur gert blaðið að einu mest virta fjölmiðlafyrirtæki landsins.“
Blaðið seldist árið 1990 í hálfri milljón eintaka á hverjum degi en missti fjölda lesenda í kjölfar þess að fjölmiðlun færðist á internetið. Lesendahópur þess hefur þó stækkað að undanförnu þökk sé netáskriftum.
Boston Globe selt á einn tíunda af kaupverði
Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar

Mest lesið

Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Ráðinn markaðsstjóri Bónuss
Viðskipti innlent

Af og frá að slakað sé á aðhaldi
Viðskipti innlent

Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta
Viðskipti innlent

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili
Viðskipti innlent