Handbolti

Hafnarfjarðarstelpurnar á sigurbraut

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marija Gedroit.
Marija Gedroit. Mynd/Stefán
Hafnarfjarðarliðin unnu bæði sína leiki á fyrsta kvöldi UMSK-móts kvenna í handbolta sem fer fram í Digranesi um helgina. Konurnar byrjuðu í kvöld en karlarnir hefja síðan leik á morgun. Handboltinn er að byrja aftur eftir sumarfrí og er þetta eitt af undirbúningsmótunum.

FH vann sextán marka sigur á Aftureldingu, 32-16, þar sem þær Heiðdís Rún Guðmundsdóttir og Rakel Sigurðardóttir voru markahæstar hjá FH-liðinu með sex mörk hvor. Hekla Daðadóttir skoraði mest fyrir Mosfellsliðið eða fjögur mörk.

Haukar unnu nauman eins marks sigur á gestgjöfum HK í hinum leiknum, 20-19. Viktoria Valdimarsdóttir og Maria Gedroit skoruðu báðar fjögur mörk fyrir Hauka en Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir var atkvæðamest hjá heimastúlkum með sex mörk.  



FH - Afturelding 32-16 (19-7)

Mörk FH: Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 6, Rakel Sigurðardóttir 6, Steinunn Snorradóttir 5, Ingibjörg Pálmadóttir 4, Aníta Mjöll Ægisdóttir 3, Berglind Bjögvinsdóttir 3, Steinunn Guðjónsdóttir 2, Elín Jóhannsdóttir 1, Hulda Bryndis Triggvadóttir 1, Helga Sigríður Magnúsdóttir 1.

Mörk Aftureldingar: Hekla Daðadóttir 4, Nóra Csákouics 3, Sigrún Másdóttir 2, Vigdís Brandsdóttir 2, Sara Kristjánsd. 2, Þórhildur Hafsteinsd. 1, Mónka Budai 1, Salvör Davíðsd. 1.



HK-Haukar 19-20 (8-11)

Mörk HK: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 6, Sigríður Hauksdóttir 4, Fanney Þóra Þórsdóttir 3, Þórhildur Braga Þórðardóttir 3, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Sóley Ívarsdóttir 1.

Mörk Hauka: Viktoria Valdimarsdóttir 4, Maria Gedroit 4, Agnes Ósk Egilsdóttir    3, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Silja Isberg 1, Kolbrún Gigja Einarsdóttir 1, Gunnhildur Pétursdóttir 1, Karen Helga Diönudóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×