Handbolti

Heiðdís Rún heim í Hafnarfjörðinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heiðdís í búningi FH á árlegu strandhandboltamóti í Nauthólsvík sumarið 2011.
Heiðdís í búningi FH á árlegu strandhandboltamóti í Nauthólsvík sumarið 2011. Mynd/Facebook
„Mér fannst ég þurfa að spila meira til þess að koma mér upp úr þessum meiðslum," segir Heiðdís Rún Guðmundsdóttir nýjasti liðsmaður FH í handbolta.

Heiðdís Rún, sem er uppalin hjá fimleikafélaginu, var á mála hjá Val á síðustu leiktíð. Vinstri skyttan hefur hins vegar átt í erfiðleikum vegna þrálátra meiðsla. Þannig fór hún í aðgerð vegna krossbandaslita í mars 2012 og svo vegna meiðsla á hásin í september í fyrra.

„Það eru bara alltof góðir leikmenn hjá Val til þess að ég fengi tíma til þess að spila  þar. Þess vegna datt mér í hug að fara bara heim," segir Heiðdís sem skrifaði undir tveggja ára samning í gær.

Heiðdís er annar leikmaðurinn sem gengur í raðir FH á skömmum tíma. Markvörðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir samdi við félagið á dögunum. Guðrún, sem áður var í röðum Fram, spilaði ekkert í vetur þar sem hún var í barneignarleyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×