Kaupin á Nokia önnur stærstu fyrirtækjakaup Microsoft Haraldur Guðmundsson. skrifar 3. september 2013 17:48 Steven A. Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft, fjallaði um kaupin á blaðamannafundi í Finnlandi í morgun. MYND/AFP Kaup bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft á tækja- og þjónustudeild finnska farsímaframleiðandans Nokia fyrir 7,2 milljarða dala, um 870 milljarða króna, eru önnur stærstu fyrirtækjakaupin í sögu fyrirtækisins. Stærstu kaup fyrirtækisins voru þegar það keypti netsímafyrirtækið Skype fyrir 8,5 milljarða dala, um eitt þúsund milljarða króna, árið 2011. Kaupin eru einnig merkileg í ljósi þess að farsímafyrirtækin Nokia, Motorola og Ericsson, upprunalegu brautryðjendurnir á farsímamarkaðinum, hafa nú öll hætt sjálfstæðri framleiðslu á farsímum. Þau marka nýja tíma hjá Microsoft sem ætlar nú að bæta framleiðslu á farsímum við sölu á stýrikerfum fyrir farsíma. Nokia var áður risi á farsímamarkaðinum en hefur undanfarin ár dregist aftur úr í kjölfar aukinnar samkeppni í sölu á snjallsímum frá fyrirtækjum eins og Samsung og Apple. Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hátækni, umboðsaðila Nokia á Íslandi, segir fréttir um sölu Nokia hafa komið sér nokkuð á óvart þar sem fyrirtækið hafi að hans sögn aukið við sig markaðshlutdeild að undanförnu, en bætir því við að hann hafi lengi heyrt orðróm þess efnis að viðræður væru í gangi á milli fyrirtækjanna. Hann segir breytingarnar að öllum líkindum eiga eftir að hafa jákvæð áhrif á stöðu íslenska umboðsaðilans. „Þarna eru tvö öflug fyrirtæki að fara undir merki Microsoft og ég geri ekki ráð fyrir öðru en að þetta efli vöruþróun og vöruframboð Microsoft. Við höfum fengið þær upplýsingar að Microsoft ætli sér að nýta áfram söluleiðir Nokia og á ég því ekki von á að þetta raski okkar starfsemi.“ Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kaup bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft á tækja- og þjónustudeild finnska farsímaframleiðandans Nokia fyrir 7,2 milljarða dala, um 870 milljarða króna, eru önnur stærstu fyrirtækjakaupin í sögu fyrirtækisins. Stærstu kaup fyrirtækisins voru þegar það keypti netsímafyrirtækið Skype fyrir 8,5 milljarða dala, um eitt þúsund milljarða króna, árið 2011. Kaupin eru einnig merkileg í ljósi þess að farsímafyrirtækin Nokia, Motorola og Ericsson, upprunalegu brautryðjendurnir á farsímamarkaðinum, hafa nú öll hætt sjálfstæðri framleiðslu á farsímum. Þau marka nýja tíma hjá Microsoft sem ætlar nú að bæta framleiðslu á farsímum við sölu á stýrikerfum fyrir farsíma. Nokia var áður risi á farsímamarkaðinum en hefur undanfarin ár dregist aftur úr í kjölfar aukinnar samkeppni í sölu á snjallsímum frá fyrirtækjum eins og Samsung og Apple. Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hátækni, umboðsaðila Nokia á Íslandi, segir fréttir um sölu Nokia hafa komið sér nokkuð á óvart þar sem fyrirtækið hafi að hans sögn aukið við sig markaðshlutdeild að undanförnu, en bætir því við að hann hafi lengi heyrt orðróm þess efnis að viðræður væru í gangi á milli fyrirtækjanna. Hann segir breytingarnar að öllum líkindum eiga eftir að hafa jákvæð áhrif á stöðu íslenska umboðsaðilans. „Þarna eru tvö öflug fyrirtæki að fara undir merki Microsoft og ég geri ekki ráð fyrir öðru en að þetta efli vöruþróun og vöruframboð Microsoft. Við höfum fengið þær upplýsingar að Microsoft ætli sér að nýta áfram söluleiðir Nokia og á ég því ekki von á að þetta raski okkar starfsemi.“
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent