Gengi hlutabréfa í Nokia fór upp um 40% í kauphöllinni í Helsinki í morgun eftir að greint var frá kaupum Microsoft á tækja- og þjónustudeild Nokia.
Verð hlutabréfa í Nokia er nú 4,2 evrur á hlut.
Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur Microsoft keypt tækja- og þjónustudeild finnska farsímaframleiðandans fyrir 7,2 milljarða dala, eða um 865 milljarða íslenskra króna. Með kaupunum fær Microsoft einkaleyfi á framleiðslu á farsíma- og snalltækjahluta Nokia.
Um er að ræða önnur stærstu fyrirtækjakaupin í sögu Microsoft.
32 þúsund starfsmenn Nokia munu flytja sig til og gerast starfsmenn Microsoft. Forstjóri Nokia, Stephen Elop, mun hins vegar láta af störfum, en hann var ráðinn til Nokia frá Microsoft árið 2010.
Hlutabréf í Nokia hækka um 40%
Haraldur Guðmundsson skrifar

Mest lesið

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent


Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Viðskipti innlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís
Viðskipti innlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent

Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar
Viðskipti innlent