Fegurðardrottning missti 20 kg Ellý Ármanns skrifar 17. september 2013 11:15 Sóley Auður Mímisdóttir, 22 ára, sem tók þátt í Ungfrú Ísland á laugardaginn var kíkti í spegil eitt kvöldið og ákvað að breyta um lífsstíl. Hún fór á átaksnámskeið hjá JSB þar sem hún fékk stuðning og fræðslu og viti menn - Sóley léttist um 20 kg á 18 vikum. Skráði sig á átaksnámskeið „Ég kíkti í spegil eitt kvöldið eftir að hafa hakkað í mig pizzu og fullt af nammi og fékk bara ógeð af sjálfri mér og fór strax í málið að finna mér góða líkamsræktarstöð. Þá varð JSB fyrir valinu. Mamma hafði verið að æfa þar og skráði mig í átaksnámskeið sem heitir TT3,“ segir Sóley en TT3 stendur fyrir „Taktu þér tak" og er fyrir konur 14 - 25 ára. „Mamma mætti með mér í fyrsta skipti sem ég kom í JSB og talaði við afgreiðslukonuna. Ég var eitthvað að forvitnast um námskeiðið og sagði að ég þyrfti nú ekkert að léttast um 20 kíló en hvort það væri samt ekki eitthvað fyrir mig. Svo leið á namskeiðið og kílóin láku af mér og áður en ég vissi af var ég búin að missa 20 kíló," útskýrir Sóley.Sóley ásamt fegurðardrottningunum á laugardaginn var.Lifði á ruslmat „Áður en ég byrjaði í JSB var ég rosalega óörugg með sjálfa mig, borðaði bara ruslmat og vissi ekki neitt um næringu eða hversu þung ég átti að vera í raun. Var orkulaus og óánægð í eigin líkama. Ég var ótrúlega kvíðin og félagsfælin en það er ótrúlegt hvað hreyfing og rétt matarræði getur gert fyrir mann.“ Næringarráðgjöfin kom til bjargar„Það sem bjargaði mér er að við fengum næringarráðgjöf plús matarplan. Það eru fundir einu sinni í viku þar sem við fengum allskonar nytsamlegar upplýsingar um hvað er gott að borða og af hverju. Ráðleggja okkur að gera þetta og hitt og peppa okkur upp í leiðinni. Alltaf þegar ég labbaði út af fundum var ég með jákvætt hugarfar og tilbúin að takast á við næstu viku.“Með vinkonunum.Léttist um 10 kg á níu vikum „Það er klárt mál að það skiptir máli að vera með hugann við þetta 100% og mæta á fundina og allar æfingar. Það var oft sem ég nennti ekkert sérstaklega að fara á æfingu en fór samt og var alltaf glöð eftir á að ég hafi náð að koma mér af stað. Það sem hvatti mig líka til þess að mæta var bara að hitta allar hinar stelpurnar sem voru á námskeiðinu." „Við vorum allar þarna á sömu forsendum, að bæta lífsgæðin og komast í gott form. Við hvöttum hvor aðra áfram, hrósuðum og skiptumst á góðum hugmyndum. Eftir níu vikna námskeið hafði ég lést um 10 kíló og kennarinn fékk allan salinn til að klappa fyrir þessum árangri sem var frekar skemmtilegt.“Skellti sér beint á annað námskeið hjá JSB „Ég ákvað að stoppa ekki þarna heldur skellti mér beint á annað námskeið TT3 og missti þar önnur rúm 10 kíló. Allar stelpurnar göptu yfir þessum flotta árangri og ég ekkert smá ánægð auðvitað."Galdurinn að gera þetta að lífsstíl „Eftir þessi 20 kíló héldu margir í kringum mig að ég myndi bara þyngjast strax aftur því þetta gerðist allt frekar fljótt. En galdurinn er bara að gera þetta að lífsstíl. Borða allt í hófi, mæta í ræktina, drekka vatn. Ég er bara búin að læra inná sjálfa mig hversu mikið ég má borða í samræmi við hreyfingu og get í rauninni leyft mér allt. Ég hafði alltaf verið frekar þybbin eða sterklega byggð og oft kölluð feit þegar ég var yngri og var ótrúlega viðkvæm fyrir því. Það tók mig frekar langan tíma fyrir mig að fatta að ég var ekki lengur feit.“Kjúklingabringa í staðinn fyrir bland í pokaHvað ráðleggur þú konum sem vilja komast í líkamlega gott form að gera? „Í fyrsta lagi fara á átaksnámskeið hjá Báru auðvitað. Það bjargaði mér. Það sem virkaði sem hvatning fyrir mig var að ef ég sá konur í flottu formi þá hugsaði ég: „Ókei ég vil vera svona - ég ætla að verða svona“ og ef maður er að fara að detta í pizzu-pakkann eða bland í poka-pakkann þá er bara að hugsa um þessa flottu konu sem þú vilt verða og þá hættir þú við og færð þér bara kjúklingabringu og salat í staðinn. Drekka vatn, alltaf að vera með brúsa hvert sem þú ferð. Taka lýsi+omega3, borða hreina fæðu eins og kjuklingabringu, fisk, grænmeti, ávexti, hafragraut. Alltaf á föstudögum þá fékk ég mér eina brauðsneið með lax og sósu og smákökusneið." „Á laugardögum leyfði ég mér Subway en annars köttaði ég út allt brauð eins og ég gat. Hreyfing að minnsta kosti þrisvar i viku en það er ótrúlegt hvað hreyfingin vinnur mikið gegn kvíða og streitu."Sóley á laugardaginn var.FegurðarsamkeppninEn ef við tölum aðeins um fegurðarsamkeppnina síðasta laugardag - hvernig kom það til að þú ákvaðst að taka þátt? „Það er mjög fyndið að ég hafi verið að taka þátt því ég hef svo oft fylgst með þessum keppnum og hugsað: „Shit ég gæti aldrei verið upp á sviði og hvernig þora þær þessu?“. Ég hef hafnað svo mörgum góðum tækifærum í lífinu vegna þess að ég hef ekki haft trú á mér eða ekki þorað - vegna kvíða - en ég er búin að vera að vinna mikið í sjálfri mér og ákvað fyrir stuttu að hætta að segja nei við tækifærum í lífinu. Svo ég sagði já við keppninni og sé alls ekki eftir því." „Þar er ég búin að kynnast svo mikið af yndislegum stelpum og eignast margar góðar vinkonur – ég veit að þetta er klisja, allar stelpurnar sem taka þátt hafa sagt þetta en þetta er svo satt. Mórallinn er góður og bara gleði í hópnum. Ég er búin að koma fram og labba uppá sviði, það er eitthvað sem ég hefði ekki getað séð fyrir mér að myndi gerast einhverntíman í lífinu. Ég vonaði bara að ég myndi ekki detta ekki upp á sviði eða að það myndi líða yfir mig.“Mælir 100% með JSB „En ég mæli 100% með JSB fyrir þær sem vilja taka sig á. JSB virkaði fyrir mig því mér leið ekki vel þar sem voru strákar að æfa. Þarna eru bara konur sem eru allar að vinna í því sama; að vera með heilbrigðan líkama og sál. Ég vona að þetta hvetji einhverjar til þess að prufa JSB. Aldrei að vita nema ég kíki á einn fund og spjalli eitthvað við þær sem koma en ég hef alveg bullandi áhuga á að hjálpa konum að komast í gott form aldrei að vita nema ég fari bara í einkaþjálfarann eða eitthvað,“ segir Sóley að lokum.JSB.IS Heilsa Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Sóley Auður Mímisdóttir, 22 ára, sem tók þátt í Ungfrú Ísland á laugardaginn var kíkti í spegil eitt kvöldið og ákvað að breyta um lífsstíl. Hún fór á átaksnámskeið hjá JSB þar sem hún fékk stuðning og fræðslu og viti menn - Sóley léttist um 20 kg á 18 vikum. Skráði sig á átaksnámskeið „Ég kíkti í spegil eitt kvöldið eftir að hafa hakkað í mig pizzu og fullt af nammi og fékk bara ógeð af sjálfri mér og fór strax í málið að finna mér góða líkamsræktarstöð. Þá varð JSB fyrir valinu. Mamma hafði verið að æfa þar og skráði mig í átaksnámskeið sem heitir TT3,“ segir Sóley en TT3 stendur fyrir „Taktu þér tak" og er fyrir konur 14 - 25 ára. „Mamma mætti með mér í fyrsta skipti sem ég kom í JSB og talaði við afgreiðslukonuna. Ég var eitthvað að forvitnast um námskeiðið og sagði að ég þyrfti nú ekkert að léttast um 20 kíló en hvort það væri samt ekki eitthvað fyrir mig. Svo leið á namskeiðið og kílóin láku af mér og áður en ég vissi af var ég búin að missa 20 kíló," útskýrir Sóley.Sóley ásamt fegurðardrottningunum á laugardaginn var.Lifði á ruslmat „Áður en ég byrjaði í JSB var ég rosalega óörugg með sjálfa mig, borðaði bara ruslmat og vissi ekki neitt um næringu eða hversu þung ég átti að vera í raun. Var orkulaus og óánægð í eigin líkama. Ég var ótrúlega kvíðin og félagsfælin en það er ótrúlegt hvað hreyfing og rétt matarræði getur gert fyrir mann.“ Næringarráðgjöfin kom til bjargar„Það sem bjargaði mér er að við fengum næringarráðgjöf plús matarplan. Það eru fundir einu sinni í viku þar sem við fengum allskonar nytsamlegar upplýsingar um hvað er gott að borða og af hverju. Ráðleggja okkur að gera þetta og hitt og peppa okkur upp í leiðinni. Alltaf þegar ég labbaði út af fundum var ég með jákvætt hugarfar og tilbúin að takast á við næstu viku.“Með vinkonunum.Léttist um 10 kg á níu vikum „Það er klárt mál að það skiptir máli að vera með hugann við þetta 100% og mæta á fundina og allar æfingar. Það var oft sem ég nennti ekkert sérstaklega að fara á æfingu en fór samt og var alltaf glöð eftir á að ég hafi náð að koma mér af stað. Það sem hvatti mig líka til þess að mæta var bara að hitta allar hinar stelpurnar sem voru á námskeiðinu." „Við vorum allar þarna á sömu forsendum, að bæta lífsgæðin og komast í gott form. Við hvöttum hvor aðra áfram, hrósuðum og skiptumst á góðum hugmyndum. Eftir níu vikna námskeið hafði ég lést um 10 kíló og kennarinn fékk allan salinn til að klappa fyrir þessum árangri sem var frekar skemmtilegt.“Skellti sér beint á annað námskeið hjá JSB „Ég ákvað að stoppa ekki þarna heldur skellti mér beint á annað námskeið TT3 og missti þar önnur rúm 10 kíló. Allar stelpurnar göptu yfir þessum flotta árangri og ég ekkert smá ánægð auðvitað."Galdurinn að gera þetta að lífsstíl „Eftir þessi 20 kíló héldu margir í kringum mig að ég myndi bara þyngjast strax aftur því þetta gerðist allt frekar fljótt. En galdurinn er bara að gera þetta að lífsstíl. Borða allt í hófi, mæta í ræktina, drekka vatn. Ég er bara búin að læra inná sjálfa mig hversu mikið ég má borða í samræmi við hreyfingu og get í rauninni leyft mér allt. Ég hafði alltaf verið frekar þybbin eða sterklega byggð og oft kölluð feit þegar ég var yngri og var ótrúlega viðkvæm fyrir því. Það tók mig frekar langan tíma fyrir mig að fatta að ég var ekki lengur feit.“Kjúklingabringa í staðinn fyrir bland í pokaHvað ráðleggur þú konum sem vilja komast í líkamlega gott form að gera? „Í fyrsta lagi fara á átaksnámskeið hjá Báru auðvitað. Það bjargaði mér. Það sem virkaði sem hvatning fyrir mig var að ef ég sá konur í flottu formi þá hugsaði ég: „Ókei ég vil vera svona - ég ætla að verða svona“ og ef maður er að fara að detta í pizzu-pakkann eða bland í poka-pakkann þá er bara að hugsa um þessa flottu konu sem þú vilt verða og þá hættir þú við og færð þér bara kjúklingabringu og salat í staðinn. Drekka vatn, alltaf að vera með brúsa hvert sem þú ferð. Taka lýsi+omega3, borða hreina fæðu eins og kjuklingabringu, fisk, grænmeti, ávexti, hafragraut. Alltaf á föstudögum þá fékk ég mér eina brauðsneið með lax og sósu og smákökusneið." „Á laugardögum leyfði ég mér Subway en annars köttaði ég út allt brauð eins og ég gat. Hreyfing að minnsta kosti þrisvar i viku en það er ótrúlegt hvað hreyfingin vinnur mikið gegn kvíða og streitu."Sóley á laugardaginn var.FegurðarsamkeppninEn ef við tölum aðeins um fegurðarsamkeppnina síðasta laugardag - hvernig kom það til að þú ákvaðst að taka þátt? „Það er mjög fyndið að ég hafi verið að taka þátt því ég hef svo oft fylgst með þessum keppnum og hugsað: „Shit ég gæti aldrei verið upp á sviði og hvernig þora þær þessu?“. Ég hef hafnað svo mörgum góðum tækifærum í lífinu vegna þess að ég hef ekki haft trú á mér eða ekki þorað - vegna kvíða - en ég er búin að vera að vinna mikið í sjálfri mér og ákvað fyrir stuttu að hætta að segja nei við tækifærum í lífinu. Svo ég sagði já við keppninni og sé alls ekki eftir því." „Þar er ég búin að kynnast svo mikið af yndislegum stelpum og eignast margar góðar vinkonur – ég veit að þetta er klisja, allar stelpurnar sem taka þátt hafa sagt þetta en þetta er svo satt. Mórallinn er góður og bara gleði í hópnum. Ég er búin að koma fram og labba uppá sviði, það er eitthvað sem ég hefði ekki getað séð fyrir mér að myndi gerast einhverntíman í lífinu. Ég vonaði bara að ég myndi ekki detta ekki upp á sviði eða að það myndi líða yfir mig.“Mælir 100% með JSB „En ég mæli 100% með JSB fyrir þær sem vilja taka sig á. JSB virkaði fyrir mig því mér leið ekki vel þar sem voru strákar að æfa. Þarna eru bara konur sem eru allar að vinna í því sama; að vera með heilbrigðan líkama og sál. Ég vona að þetta hvetji einhverjar til þess að prufa JSB. Aldrei að vita nema ég kíki á einn fund og spjalli eitthvað við þær sem koma en ég hef alveg bullandi áhuga á að hjálpa konum að komast í gott form aldrei að vita nema ég fari bara í einkaþjálfarann eða eitthvað,“ segir Sóley að lokum.JSB.IS
Heilsa Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira