Körfubolti

Skórnir úr flensuleiknum 1997 til sölu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Einn af frægustu körfuboltaleikjum allra tíma er fimmti leikur í NBA úrslitunum 1997 þegar Michael Jordan spilaði þrátt fyrir að vera fárveikur og skoraði 38 stig í leiknum.

Chicago Bulls mætti Utah Jazz í úrslitum það ár þar sem Jordan og Pippen mættu póstmanninum Karl Malone og John Stockton. Jordan sem var í engu ástandi til að spila körfuboltaleik barðist í gegnum veikindi sín í gegnum leikinn. Í fjórða leikhluta skoraði hann fimmtán stig, þar af þrist sem að lokum skildi liðin að.

Í lok leiks féll hann í arma Scottie Pippen, liðsfélaga síns enda að niðurlotum kominn. Á leiðinni út af vellinum gaf hann einum af boltastrákunum skónna sína sem hefur haldið í þá í sextán ár.

Nú er hinsvegar komið að því, skórnir verða boðnir upp á uppboði og gera má ráð fyrir að drengurinn muni hagnast vel á þeim. Uppboðið fer fram 18 nóvember.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×