Sigrar hjá ÍR og Haukum í Olís-deildinni 28. september 2013 17:29 Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka. Tveir leikir fóru fram í Olís-deild karla í dag. ÍR lagði þá Akureyri á meðan Haukar unnu í Eyjum. ÍR vann Akureyri 27-23 eftir að hafa leitt með einu marki í hálfleik, 14-13. Kristófer Fannar Guðmundsson átti flottan leik í marki ÍR og frammistaða hans vóg þungt í lokin. Eyjamenn tóku á móti Haukum í dag í annarri umferð Olís-deildar karla en liðin mættust í gamla salnum í Vestmannaeyjum Haukarnir unnu leikinn með 12 marka mun en þeir geta þakkað frábærum seinni hálfleik fyrir það. Haukarnir byrjuðu leikinn mun betur og komust meðal annars í 1-4 eftir um það bil 10 mínútna leik en þá tóku Eyjamenn við sér og jöfnuðu í 10-10. Eftir það skiptust liðin á að skora og staðan í hálfleik 10-10 og allt stefndi í hörkuleik. Í seinni hálfleik byrjuðu Eyjamenn á því að skora og komust í 11-10 en eftir það sáu þeir aldrei til sólar því þegar 20 mínútur voru eftir voru Haukarnir komnir í fimm marka forskot, 13-18. Markmaður Hauka hann Giedrius Morkunas átti stórleik í markinu en hann varði um 20 skot í leiknum Á 50. mínútu fékk Sindri Haraldsson rautt spjald fyrir það að fara full harkalega í Sigurberg Sveinsson leikmann Hauka. Eftir að hann fékk rautt spjald datt leikur Eyjamanna algjörlega niður og þá gjörsamlega keyrðu Haukarnir yfir Eyjamenn og unnu loks leikinn með 12 mörkum eða 18-30. Sigurbergur Sveinsson var potturinn og pannan í öllum leik Hauka og skoraði 11 mörk í leiknum. Bæði lið eru því með 2 stig í deildinni eftir leiki dagsins en Eyjamenn sóttu sigur í Austurberg í seinustu umferð á meðan að lærisveinar Ólafs Stefánssonar sigruðu Hauka í Vodafone-höllinni.Patrekur Jóhannesson: Ánægður með seinni hálfleikinn „Þetta var jafnt í byrjum, við leiddum yfirleitt með tveimur mörkum í fyrri hálfleik en svo komu þeir og jöfnuðu. Seinni hálfleikurinn var góður og við náðum að leysa þeirra vörn nokkuð vel og ég er mjög ánægður með það“ sagði Patrekur Jóhannesson eftir sigur sinna manna í Haukum á nýliðum Eyjamanna í Íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum. „Ég tek á mig tapið gegn Val, ég var ekki nógu klókur að nota alla þessa góðu menn sem að ég er með og var fastur í sömu mönnunum. Ég var betri í dag og strákarnir líka,“ bætti Patrekur við en hann var gríðarlega sáttur með sína stráka í seinni hálfleiknum en þeir spiluðu nánast óaðfinnanlegan handbolta. Haukarnir taka á móti FH-ingum í svokölluðum „derby-slag“ í næstu umferð. Patrekur er mjög spenntur fyrir því og segir þennan leik hafa verið góðan undirbúning.Gunnar Magnússon: Skelfilegur seinni hálfleikur „Seinni hálfleikurinn var skelfilegur, við brotnum alveg niður. Vörnin var léleg og engin markvarsla og svo förum við að slútta snemma í sókninni,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Eyjamanna eftir fyrsta tapleik sinn með liðið en þetta er einungis annar leikur hans með liðið. „Ég vil hrósa Haukunum, þeir voru betri en við í dag á öllum sviðum. Markmaðurinn var frábær og Beggi var heitur í seinni hálfleik,“ bætti Gunnar við. Eyjamenn voru einnig undir í hálfleik gegn ÍR en náðu að snúa þeim leik sér í vil en það sama var ekki uppi á teningnum í dag. „Við fengum þarna smá mótlæti í byrjun seinni hálfleiks, í Austurbergi þá komum við til baka en við brotnum í dag.“Úrslit:ÍR-Akureyri 27-23 Mörk ÍR: Björgvin Hólmgeirsson 9, Sturla Ásgeirsson 6, Arnar Birkir Hálfdánsson 5, Jón Heiðar Gunnarsson 4, Sigurjón Björnsson 2, Guðni Kristinsson 1. Mörk Akureyrar: Valþór Atli Guðrúnarson 6, Kristján Orri Jóhannsson 6, Bjarni Fritzson 4, Þrándur Gíslason Roth 4, Sigþór Árni Heimisson 2, Gunnar Malmquist 1.ÍBV-Haukar 18-30 Mörk ÍBV: Andri Heimir Friðriksson 4, Filip Scepanovic 3, Grétar Eyþórsson 2, Agnar Smári Jónsson 2, Theodór Sigurbjörnsson 2, Matjaz Mlakar 2, Magnús Stefánsson 1, Guðni Ingvarsson 1. Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 11, Þórður Rafn Guðmundsson 4, Elías Már Halldórsson 4, Árni Steinn Steinþórsson 4, Tjörvi Þorgeirsson 3, Jón Þorbjörn Jóhannsson 2, Brynjólfur Brynjólfsson 1, Einar Pétursson 1. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í Olís-deild karla í dag. ÍR lagði þá Akureyri á meðan Haukar unnu í Eyjum. ÍR vann Akureyri 27-23 eftir að hafa leitt með einu marki í hálfleik, 14-13. Kristófer Fannar Guðmundsson átti flottan leik í marki ÍR og frammistaða hans vóg þungt í lokin. Eyjamenn tóku á móti Haukum í dag í annarri umferð Olís-deildar karla en liðin mættust í gamla salnum í Vestmannaeyjum Haukarnir unnu leikinn með 12 marka mun en þeir geta þakkað frábærum seinni hálfleik fyrir það. Haukarnir byrjuðu leikinn mun betur og komust meðal annars í 1-4 eftir um það bil 10 mínútna leik en þá tóku Eyjamenn við sér og jöfnuðu í 10-10. Eftir það skiptust liðin á að skora og staðan í hálfleik 10-10 og allt stefndi í hörkuleik. Í seinni hálfleik byrjuðu Eyjamenn á því að skora og komust í 11-10 en eftir það sáu þeir aldrei til sólar því þegar 20 mínútur voru eftir voru Haukarnir komnir í fimm marka forskot, 13-18. Markmaður Hauka hann Giedrius Morkunas átti stórleik í markinu en hann varði um 20 skot í leiknum Á 50. mínútu fékk Sindri Haraldsson rautt spjald fyrir það að fara full harkalega í Sigurberg Sveinsson leikmann Hauka. Eftir að hann fékk rautt spjald datt leikur Eyjamanna algjörlega niður og þá gjörsamlega keyrðu Haukarnir yfir Eyjamenn og unnu loks leikinn með 12 mörkum eða 18-30. Sigurbergur Sveinsson var potturinn og pannan í öllum leik Hauka og skoraði 11 mörk í leiknum. Bæði lið eru því með 2 stig í deildinni eftir leiki dagsins en Eyjamenn sóttu sigur í Austurberg í seinustu umferð á meðan að lærisveinar Ólafs Stefánssonar sigruðu Hauka í Vodafone-höllinni.Patrekur Jóhannesson: Ánægður með seinni hálfleikinn „Þetta var jafnt í byrjum, við leiddum yfirleitt með tveimur mörkum í fyrri hálfleik en svo komu þeir og jöfnuðu. Seinni hálfleikurinn var góður og við náðum að leysa þeirra vörn nokkuð vel og ég er mjög ánægður með það“ sagði Patrekur Jóhannesson eftir sigur sinna manna í Haukum á nýliðum Eyjamanna í Íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum. „Ég tek á mig tapið gegn Val, ég var ekki nógu klókur að nota alla þessa góðu menn sem að ég er með og var fastur í sömu mönnunum. Ég var betri í dag og strákarnir líka,“ bætti Patrekur við en hann var gríðarlega sáttur með sína stráka í seinni hálfleiknum en þeir spiluðu nánast óaðfinnanlegan handbolta. Haukarnir taka á móti FH-ingum í svokölluðum „derby-slag“ í næstu umferð. Patrekur er mjög spenntur fyrir því og segir þennan leik hafa verið góðan undirbúning.Gunnar Magnússon: Skelfilegur seinni hálfleikur „Seinni hálfleikurinn var skelfilegur, við brotnum alveg niður. Vörnin var léleg og engin markvarsla og svo förum við að slútta snemma í sókninni,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Eyjamanna eftir fyrsta tapleik sinn með liðið en þetta er einungis annar leikur hans með liðið. „Ég vil hrósa Haukunum, þeir voru betri en við í dag á öllum sviðum. Markmaðurinn var frábær og Beggi var heitur í seinni hálfleik,“ bætti Gunnar við. Eyjamenn voru einnig undir í hálfleik gegn ÍR en náðu að snúa þeim leik sér í vil en það sama var ekki uppi á teningnum í dag. „Við fengum þarna smá mótlæti í byrjun seinni hálfleiks, í Austurbergi þá komum við til baka en við brotnum í dag.“Úrslit:ÍR-Akureyri 27-23 Mörk ÍR: Björgvin Hólmgeirsson 9, Sturla Ásgeirsson 6, Arnar Birkir Hálfdánsson 5, Jón Heiðar Gunnarsson 4, Sigurjón Björnsson 2, Guðni Kristinsson 1. Mörk Akureyrar: Valþór Atli Guðrúnarson 6, Kristján Orri Jóhannsson 6, Bjarni Fritzson 4, Þrándur Gíslason Roth 4, Sigþór Árni Heimisson 2, Gunnar Malmquist 1.ÍBV-Haukar 18-30 Mörk ÍBV: Andri Heimir Friðriksson 4, Filip Scepanovic 3, Grétar Eyþórsson 2, Agnar Smári Jónsson 2, Theodór Sigurbjörnsson 2, Matjaz Mlakar 2, Magnús Stefánsson 1, Guðni Ingvarsson 1. Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 11, Þórður Rafn Guðmundsson 4, Elías Már Halldórsson 4, Árni Steinn Steinþórsson 4, Tjörvi Þorgeirsson 3, Jón Þorbjörn Jóhannsson 2, Brynjólfur Brynjólfsson 1, Einar Pétursson 1.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira