Gas fannst á Svalbarða Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2013 10:12 Frá Longyearbyen, stærsta bæ Svalbarða. Jarðgas hefur óvænt fundist á Svalbarða, og það án þess að ætlunin hafi verið að leita að gasi. Olíu- og námafélagið Store Norske skoðar nú þann möguleika að hefja þar gasvinnslu, að því er fram kemur í blaðinu Nordlys í Tromsö. Félagið var að bora könnunarholur í Aðventudal skammt frá Longyearbyen vegna tilraunaverkefnis norskra stjórnvalda um að geyma koltvísýring í jarðlögum neðanjarðar á Svalbarða. Átta holur voru boraðar en öllum að óvörum fór ein þeirra að blása gasi þegar komið var niður á 700 metra dýpi. „Gasfundurinn er í sjálfu sér stórmerkilegur og við munum nú íhuga hvort það geti verið arðbært að nýta það," segir Morten Often, jarðfræðingur hjá Store Norske, í viðtali við Nordlys. Store Norske hyggst nú bora fleiri holur til að kanna hversu stór gaslindin er. Jarðgas er víða mikilvægur orkugjafi, svo sem í Bandaríkjunum. Kolanámur eru á Svalbarða og eru kolin notuð til kyndingar og raforkuframleiðslu á eynni. Jarðgas þykir hins vegar umhverfisvænni orkugjafi. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Jarðgas hefur óvænt fundist á Svalbarða, og það án þess að ætlunin hafi verið að leita að gasi. Olíu- og námafélagið Store Norske skoðar nú þann möguleika að hefja þar gasvinnslu, að því er fram kemur í blaðinu Nordlys í Tromsö. Félagið var að bora könnunarholur í Aðventudal skammt frá Longyearbyen vegna tilraunaverkefnis norskra stjórnvalda um að geyma koltvísýring í jarðlögum neðanjarðar á Svalbarða. Átta holur voru boraðar en öllum að óvörum fór ein þeirra að blása gasi þegar komið var niður á 700 metra dýpi. „Gasfundurinn er í sjálfu sér stórmerkilegur og við munum nú íhuga hvort það geti verið arðbært að nýta það," segir Morten Often, jarðfræðingur hjá Store Norske, í viðtali við Nordlys. Store Norske hyggst nú bora fleiri holur til að kanna hversu stór gaslindin er. Jarðgas er víða mikilvægur orkugjafi, svo sem í Bandaríkjunum. Kolanámur eru á Svalbarða og eru kolin notuð til kyndingar og raforkuframleiðslu á eynni. Jarðgas þykir hins vegar umhverfisvænni orkugjafi.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira