Jarðgas hefur óvænt fundist á Svalbarða, og það án þess að ætlunin hafi verið að leita að gasi. Olíu- og námafélagið Store Norske skoðar nú þann möguleika að hefja þar gasvinnslu, að því er fram kemur í blaðinu Nordlys í Tromsö.
Félagið var að bora könnunarholur í Aðventudal skammt frá Longyearbyen vegna tilraunaverkefnis norskra stjórnvalda um að geyma koltvísýring í jarðlögum neðanjarðar á Svalbarða. Átta holur voru boraðar en öllum að óvörum fór ein þeirra að blása gasi þegar komið var niður á 700 metra dýpi.
„Gasfundurinn er í sjálfu sér stórmerkilegur og við munum nú íhuga hvort það geti verið arðbært að nýta það," segir Morten Often, jarðfræðingur hjá Store Norske, í viðtali við Nordlys. Store Norske hyggst nú bora fleiri holur til að kanna hversu stór gaslindin er.
Jarðgas er víða mikilvægur orkugjafi, svo sem í Bandaríkjunum. Kolanámur eru á Svalbarða og eru kolin notuð til kyndingar og raforkuframleiðslu á eynni. Jarðgas þykir hins vegar umhverfisvænni orkugjafi.
Gas fannst á Svalbarða
Kristján Már Unnarsson skrifar

Mest lesið



Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent


Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent

Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum
Viðskipti erlent

Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent