Körfubolti

Metta World Peace: Lakers-liðið fer alla leið í úrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Metta World Peace.
Metta World Peace. Mynd/NordicPhotos/Getty
Metta World Peace, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og núverandi leikmaður New York Knicks, hefur trú á sínum gömlu félögum þótt að liðið hafi misst mikið í sumar. Hann spáir því að Lakers vinni Vesturdeildina.

Körfuboltaspekingar hafa ekki sömu trú á Lakers-liðinu og flestir efast um að liðið komist hreinlega í úrslitakeppnina. Mörg lið í vesturdeildinni mæta sterkari til leiks og lið eins og New Orleans Pelicans og Minnesota Timberwolves eru komin með miklu meiri reynslu.

„Lakers-liðið fer alla leið í úrslitin," sagði Metta World Peace í viðtali á ESPN í New York. „Kobe Bryant verður heill og þeir verða líka með Pau [Gasol]. Svo mun Lakers tryggja sér annan góðan leikmenn eins og þeir gera alltaf," sagði Metta World Peace.

„Ég hef mikla trú á þessu Lakers-liði. Kobe mun spila fyrir liðið og Pau mun spila vel," sagði Metta World Peace sem spilaði í fjögur tímabil með Los Angeles Lakers áður en félagið lét hann fara í sumar. Hann varð NBA-meistari með Lakers 2010.

Mikil óvissa er í kringum lið Los Angeles Lakers ekki síst þar sem að Kobe Bryant er að koma til baka eftir hásinarslit og þá er liðið enn að jafna sig á því að Dwight Howard stakk af til Houston í sumar.

Metta World Peace ætlar sér sjálfur stóra hluti með New York. „Ég hef verið byrjunarliðsmaður í fimmtán ár. Ég hefði getað farið í annað lið ef það skipti öllu fyrir mig að byrja leikina. Ég heyrði frá liðum eins Oklahoma (City) og Clippers en ég er kominn hingað til New York til að verða meistari," sagði Metta World Peace.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×