Körfubolti

Breyting á fyrirkomulagi úrslitaeinvígisins í NBA

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lebron James fór alla leið með Miami Heat á síðasta tímabili.
Lebron James fór alla leið með Miami Heat á síðasta tímabili. mynd / getty images
Líklega mun NBA-deildin breyta fyrirkomulagi sínu á úrslitakeppninni á næstu dögum eða réttara sagt aðeins á úrslitaeinvíginu sjálfu.

Það hefur þekkst undanfarin ár að liðið með besta vinningshlutfallið fái tvö fyrstu leiki úrslitaeinvígisins og því næst eru leiknir þrír leikir á heimavelli hins liðsins.

Ef til þess kemur fara síðan tveir síðustu leikirnir fram á heimavelli liðsins með betra vinningshlutfallið eftir deildarkeppnina.

Nú verður líklega breyting á og mun NBA-deildin sennilega taka upp á ný fyrirkomulag sem kallast 2-2-1-1-1. Þá fá liðin til að byrja með bæði tvö heimaleiki og skiptast síðan á einn leik í einu.

2-3-2 fyrirkomulagið hefur verið í NBA-deildinni síðan árið 1985 en ferðalög liðanna voru orðin of tímafrek en í dag er raunhæft að breyta til.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×