Körfubolti

21 stig frá Kobba dugðu ekki til

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Heimasíða Sundsvall
Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson stóðu fyrir sínu en það dugði ekki til í tapi Sundsvall Dragons gegn Södertälje Kings.

Leikurinn var í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta og reiknað með hörkuleik. Liðin mættust í úrslitaleiknum um sænska titilinn í vor þar sem Kóngarnir höfðu betur.

Jafnt var á meðan liðunum fram í lokafjórðunginn. Gestirnir frá Sundsvall leiddu 23-22 eftir fyrsta fjórðung og áfram með einu stigi 38-37 í hálfleik.

Kóngarnir höfðu eins stigs forskot fyrir lokafjórðunginn þar sem þeir sigu fram úr og unnu 84-77 sigur.

Jakob Örn skoraði 21 stig fyrir Drekana en átti erfitt uppdráttar fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hitti aðeins úr tveimur af níu skotum fyrir utan.

Hlynur skoraði níu stig tók auk þess 13 fráköst. Ægir Þór Steinarsson spilaði sinn fyrsta keppnisleik með Drekunum og skoraði tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×