Handbolti

Tveir sigrar í röð hjá HK-konum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórhildur Braga Þórðardóttir.
Þórhildur Braga Þórðardóttir. Mynd/Valli
HK-stelpur sóttu tvö stig í Kaplakrika í kvöld þegar þær unnu 18-15 sigur á FH í fyrsta leiknum í þriðju umferð Olísdeildar kvenna i handbolta.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók þessar skemmtilegu myndir hér fyrir ofan.

HK-liðið tapaði fyrsta leiknum sínum á tímabilinu en hefur unnið bæði Hafnarfjarðarliðin í síðustu tveimur leikjum sínum.

FH byrjaði betur og var 8-6 yfir í hálfleik en HK snéri leiknum við í seinni hálfleiknum sem liðið vann 12-7. FH-liðið klikkaði á 5 af 8 vítum sínum í leiknum sem reyndist liðinu dýrkeypt.

Sigríður Hauksdóttir skoraði fimm mörk fyrir HK og Guðrún Erla Bjarnadóttir var með fjögur mörk.

Berglind Ósk Björgvinsdóttir og Steinunn Snorradóttir voru markahæstar hjá FH-liðinu með fjögur mörk hvor.

Anna María Guðmundsdóttir, leikmaður HK, fékk rautt spjald í leiknum eftir að hafa verið rekin þrisvar sinnum útaf í tvær mínútur.



FH - HK  15-18 (8-6)

Mörk FH: Berglind Ósk Björgvinsdóttir 4, Steinunn Snorradóttir 4, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 3, Aníta Mjöll Ægisdóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 2.

Mörk HK: Sigríður Hauksdóttir 5, Guðrún Erla Bjarnadóttir 4, Nataly Sæunn Valencia 3, Gerður Arinbjarnar 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Þórhildur Braga Þórðardóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×