Spillingin blómstrar í fyrirtækjum á nýmarkaðssvæðum Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. október 2013 11:00 Framkvæmdir í Kína. Nordicphotos/AFP Samkvæmt könnun Transparency International á þeim hundrað fyrirtækjum sem vaxið hafa hraðast á nýmarkaðssvæðum er spilling og leyndarhyggja ríkjandi í þeim flestum. Þrjú af hverjum fjórum þessara hundrað fyrirtækja fengu minna en fimm stig á gegnsæiskvarðanum, þar sem 10 táknar mest gegnsæi. Kannað var meðal annars hve miklar upplýsingar þessi fyrirtæki veita um eignir sínar og til hvaða ráðstafana þau hafa gripið til að vinna á móti spillingu. Í ljós kom að 60 prósent þeirra veita engar upplýsingar um pólitísk framlög til þeirra. Verst er ástandið í Kína, þar sem útkoman var tvö stig af 10, en best var hún á Indlandi þar sem meðalútkoman var 5,4. Brasilía, Rússland og Suður-Afríka koma þar á milli, en þessi fimm lönd eru stærstu nýmarkaðssvæði heims. Útkoma einstakra fyrirtækja var ekki alltaf í samræmi við meðaltal landsins. Þannig kom flugfélagið Emirates Airlines, sem rekið er í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, mjög vel út og fékk 100 stig þegar spurt var um gegnsæi í fyrirtækjum. Kínverska fyrirtækið Huawei Technologies fékk hins vegar núll stig, og sama niðurstaðan fékkst hjá tíu öðrum fyrirtækjum. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkvæmt könnun Transparency International á þeim hundrað fyrirtækjum sem vaxið hafa hraðast á nýmarkaðssvæðum er spilling og leyndarhyggja ríkjandi í þeim flestum. Þrjú af hverjum fjórum þessara hundrað fyrirtækja fengu minna en fimm stig á gegnsæiskvarðanum, þar sem 10 táknar mest gegnsæi. Kannað var meðal annars hve miklar upplýsingar þessi fyrirtæki veita um eignir sínar og til hvaða ráðstafana þau hafa gripið til að vinna á móti spillingu. Í ljós kom að 60 prósent þeirra veita engar upplýsingar um pólitísk framlög til þeirra. Verst er ástandið í Kína, þar sem útkoman var tvö stig af 10, en best var hún á Indlandi þar sem meðalútkoman var 5,4. Brasilía, Rússland og Suður-Afríka koma þar á milli, en þessi fimm lönd eru stærstu nýmarkaðssvæði heims. Útkoma einstakra fyrirtækja var ekki alltaf í samræmi við meðaltal landsins. Þannig kom flugfélagið Emirates Airlines, sem rekið er í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, mjög vel út og fékk 100 stig þegar spurt var um gegnsæi í fyrirtækjum. Kínverska fyrirtækið Huawei Technologies fékk hins vegar núll stig, og sama niðurstaðan fékkst hjá tíu öðrum fyrirtækjum.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira