Bygging Apple-„geimskipsins“ endanlega samþykkt Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. október 2013 11:34 Byggingin er kölluð Geimskipið, þar sem lögun þess minnir á geimskip úr vísindaskáldsögu. Tölvurisinn Apple hefur birt ljósmyndir af líkani af nýjum höfuðstöðvum fyrirtækisins sem eru í byggingu. Steve Jobs, stofnandi Apple, kynnti byggingaráformin fyrir borgarráði Cupertino-borgar í Kaliforníu nokkrum mánuðum fyrir dauða sinn árið 2011. Í gær var kosið endanlega um bygginguna og samþykkti borgarráðið hana eftir sex klukkustunda umræður. Höfuðstöðvarnar ganga undir nafninu Apple Campus 2, en byggingin er einnig kölluð Geimskipið, þar sem lögun þess minnir á geimskip úr vísindaskáldsögu. Verkefnið er komið langt yfir kostnaðaráætlun og er áætlaður heildarkostnaður við bygginguna talinn verða rúmir sex hundruð milljarðar þegar upp er staðið. Hin rúmlega 250 þúsund fermetra bygging mun hýsa skrifstofur Apple, fyrirlestrarsal fyrir eitt þúsund manns, líkamsræktarstöð og bílastæðahús, svo eitthvað sé nefnt. Alls munu um tólf þúsund manns starfa í byggingunni. Þá verður ekki eina einustu sléttu rúðu að finna í byggingunni. Þýskur glerframleiðandi hefur þróað gler sem aldrei hefur verið framleitt áður en um sex kílómetrar af bognu gleri verða notaðir í bygginguna.Alls munu um tólf þúsund manns starfa í byggingunni.Um sex kílómetrar af bognu gleri verða notaðir í bygginguna.Áætlaður heildarkostnaður við bygginguna er talinn verða rúmir tæpir sex hundruð milljarðar þegar upp er staðið.Byggingin mun hýsa skrifstofur Apple, fyrirlestrarsal fyrir eitt þúsund manns, líkamsræktarstöð og bílastæðahús, svo eitthvað sé nefnt. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tölvurisinn Apple hefur birt ljósmyndir af líkani af nýjum höfuðstöðvum fyrirtækisins sem eru í byggingu. Steve Jobs, stofnandi Apple, kynnti byggingaráformin fyrir borgarráði Cupertino-borgar í Kaliforníu nokkrum mánuðum fyrir dauða sinn árið 2011. Í gær var kosið endanlega um bygginguna og samþykkti borgarráðið hana eftir sex klukkustunda umræður. Höfuðstöðvarnar ganga undir nafninu Apple Campus 2, en byggingin er einnig kölluð Geimskipið, þar sem lögun þess minnir á geimskip úr vísindaskáldsögu. Verkefnið er komið langt yfir kostnaðaráætlun og er áætlaður heildarkostnaður við bygginguna talinn verða rúmir sex hundruð milljarðar þegar upp er staðið. Hin rúmlega 250 þúsund fermetra bygging mun hýsa skrifstofur Apple, fyrirlestrarsal fyrir eitt þúsund manns, líkamsræktarstöð og bílastæðahús, svo eitthvað sé nefnt. Alls munu um tólf þúsund manns starfa í byggingunni. Þá verður ekki eina einustu sléttu rúðu að finna í byggingunni. Þýskur glerframleiðandi hefur þróað gler sem aldrei hefur verið framleitt áður en um sex kílómetrar af bognu gleri verða notaðir í bygginguna.Alls munu um tólf þúsund manns starfa í byggingunni.Um sex kílómetrar af bognu gleri verða notaðir í bygginguna.Áætlaður heildarkostnaður við bygginguna er talinn verða rúmir tæpir sex hundruð milljarðar þegar upp er staðið.Byggingin mun hýsa skrifstofur Apple, fyrirlestrarsal fyrir eitt þúsund manns, líkamsræktarstöð og bílastæðahús, svo eitthvað sé nefnt.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira