Samsung hefur gefið út fimm forrit sem hjálpa notendum að búa til svokölluð „öpp“ fyrir farsíma. Jafnvel ætlar fyrirtækið að gera forrit sem deilir efni á milli síma, spjaldtölva og sjónvarpa. Frá þessu er sagt á vef BBC.
Fyrirtækið sem hefur selt mest af tækjum sem nýta Android stýrikerfið, kynnti þetta á þróunarráðstefnu í San Francisco. Samsung vill verja sölustöðu sína með því að tryggja að nýr hugbúnaður taki mið af notkunarmöguleikum tækjanna.
„Neytendur vilja bestu reynsluna og því er hluti af okkar starfi að gera forritara spennta fyrir því að nýta notkunarmöguleika okkar tækja. Við vonum að nýsköpun eigi sér stað utan veggja fyrirtækisins. Þess vegna erum við með forritara frá 33 löndum,“ segir Curtis Sasaki frá Samsung í samtali við BBC.
Samsung gerir gerð "appa“ auðveldari
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið


Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa
Atvinnulíf

Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


X-ið hans Musk virðist liggja niðri
Viðskipti erlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump
Viðskipti erlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent