Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, er ekki ánægður með ummælin sem Sepp Blatter, forseta FIFA, lét falla á döðgunum um Cristiano Ronaldo. Blattar var þá meðal annars að tjá sig um framkomu Ronaldo inn á vellinum.
Hinn 77 ára gamli Sepp Blatter sagði Ronaldo vera eins og skipherra á vellinum og grínaðist með að hann eyddi meiri pening í hárið en Lionel Messi hjá Barcelona. Blatter lét hafa þetta eftir sér þegar hann hitti nema í Oxford-háskóla á dögunum.
Ancelotti staðfesti jafnframt að Florentino Perez, forseti Real Madrid, væri búinn að senda kvörtunarbréf til FIFA sem krafðist þess að Blatter tæki orð sín til baka.
"Þetta er dæmi um skort af virðingu að mínu mati. Ég hef ekki rætt þetta við Cristiano en hann æfði mjög vel í dag eins og hann gerir alltaf," sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi fyrir deildarleik liðsins á morgun.
Cristiano Ronaldo hefur skorað 15 mörk í 13 leikjum með Real Madrid á tímabilinu þar af sjö mörk í aðeins þremur Meistaradeildarleikjum sínum.
Ancelotti segir Blatter hafa sýnt Ronaldo óvirðingu

Mest lesið

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn
Íslenski boltinn

Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United
Enski boltinn

Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti
Enski boltinn






Bayern varð sófameistari
Fótbolti