23 prósent unglinga telja Facebook mikilvægasta miðilinn, en á sama tíma í fyrra var sú tala í 42 prósentum. Úrtakið var 8.640 unglingar en þrátt fyrir að þeir segi Facebook minna mikilvægt en áður virðist sem vefurinn sé enn sá mest notaði í aldurshópnum.
Twitter trónir á toppnum, en 26 prósent þeirra sem svöruðu telja vefinn þann mikilvægasta. Það er þó fjórum prósentustigum lægra en á sama tíma í fyrra. Í öðru sæti er Instagram. 23 prósent telja hann mikilvægastan, en 17 prósent voru á sama máli í fyrra.
