Körfubolti

Jón Arnór og félagar töpuðu naumlega í Berlín

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Daníel
Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska liðinu CAI Zaragoza töpuðu með þremur stigum á útivelli á móti þýska liðinu Alba Berlin, 68-71, í Berlín í Evrópukeppninni í kvöld.  CAI Zaragoza tekur þátt í Eurocup á þessu tímabili.

Alba Berlin hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í D-riðlinum en þetta var fyrsta tapið hjá CAI Zaragoza eftir sigur á Belfius Mons Hainaut í fyrstu umferð.

Jón Arnór skoraði 8 stig á 21 mínútu í kvöld en hann hitti úr 3 af 5 skotum sínum og nýtti eina vítið sitt. Jón var einnig með 2 fráköst, 1 stoðsendingu og 1 stolinn bolta.

„Þýsk lið spila alltaf vel og þá sérstaklega Alba. Þeir eru með frábæra höll og æðislega stuðningsmenn. Mér fannst við spila vel en okkur vantaði bara meiri einbeitingu á lokasprettinum," sagði Jón Arnór í viðtali við heimasíðu keppninnar.

CAI Zaragoza var tveimur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann 57-55 og einu stigi yfir í hálfleik, 37-36.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×