Twitter slær í gegn á Wall Street Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 7. nóvember 2013 15:53 Eftirspurnin eftir hlutabréfum í Twitter er 30 sinnum meiri en framboðið. mynd/AFP Verið er að skrá samfélagsmiðilinn Twitter á markað í kauphöllinni í New York í þessum skrifuðu orðum. Um er að ræða stærstu skráningu á netfyrirtækis á markað síðan Facebook var skráð í maí á síðasta ári. Það stefnir í að þetta verði jafnvel stærri skráning en þegar Google fór á markað árið 2004. Um 70 milljónir hlutabréfa eru í boði. Upphaflegt verð var 23 dollarar en sökum gríðarlegrar eftirspurnar var verðið komið upp í 45,1 dollar þegar kauphöllin opnaði. Sögðu miðlar vestanhafs frá því að eftirspurn hefði verið 30 sinnum meiri en framboðið strax í morgun. Miðað við eftirspurnina má búast við því að verðið haldi áfram að rjúka upp. Þegar Facebook fór á markað í fyrra hækkaði verðið á hlutabréfum í fyrirtækinu gríðarlega fyrstu vikurnar. Þróunin snérist þó við nokkrum vikum seinna og verðið hrundi. Facebook hefur þó verið á stöðugri uppsiglingu síðan og hafa verð á bréfum í fyrirtækinu hækkað um 100 prósent síðustu þrjá mánuði. Mikill áhugi er á skráningunni víða um heim enda er Twitter ein af tíu stærstu vefsíðum í heimi og með um 230 milljónir notenda um allan heim. Hægt er að fylgjast með þróun mála á vef Telegraph.#Ring!— Twitter (@twitter) November 7, 2013 We just priced our IPO. pic.twitter.com/NWXaO4Myq0— Twitter (@twitter) November 6, 2013 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verið er að skrá samfélagsmiðilinn Twitter á markað í kauphöllinni í New York í þessum skrifuðu orðum. Um er að ræða stærstu skráningu á netfyrirtækis á markað síðan Facebook var skráð í maí á síðasta ári. Það stefnir í að þetta verði jafnvel stærri skráning en þegar Google fór á markað árið 2004. Um 70 milljónir hlutabréfa eru í boði. Upphaflegt verð var 23 dollarar en sökum gríðarlegrar eftirspurnar var verðið komið upp í 45,1 dollar þegar kauphöllin opnaði. Sögðu miðlar vestanhafs frá því að eftirspurn hefði verið 30 sinnum meiri en framboðið strax í morgun. Miðað við eftirspurnina má búast við því að verðið haldi áfram að rjúka upp. Þegar Facebook fór á markað í fyrra hækkaði verðið á hlutabréfum í fyrirtækinu gríðarlega fyrstu vikurnar. Þróunin snérist þó við nokkrum vikum seinna og verðið hrundi. Facebook hefur þó verið á stöðugri uppsiglingu síðan og hafa verð á bréfum í fyrirtækinu hækkað um 100 prósent síðustu þrjá mánuði. Mikill áhugi er á skráningunni víða um heim enda er Twitter ein af tíu stærstu vefsíðum í heimi og með um 230 milljónir notenda um allan heim. Hægt er að fylgjast með þróun mála á vef Telegraph.#Ring!— Twitter (@twitter) November 7, 2013 We just priced our IPO. pic.twitter.com/NWXaO4Myq0— Twitter (@twitter) November 6, 2013
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira