BlackBerry er á barmi gjaldþrots samkvæmt frétt frá New York Magazine.
Í fréttinni segir að kanadíski framleiðandinn hafi tilkynnt í dag að framkvæmdastjóraskipi hafi átt sér stað stað hjá félaginu til að snúa stöðu þess við. Thorstein Heins sem hefur verið framkvæmdastjóri síðan í janúar á síðasta ári er sagður hafa verið í ómögulegri stöðu. Hann hafi staðið frammi fyrir dvínandi menningarlegu mikilvægi BlackBerry á markaði, þar sem heimurinn hafi fært sig yfir í Iphone og Android tæki.
Í apríl lét hann hafa eftir sér að hann sæi BlackBerry fyrir sér sem leiðtoga á markaðnum eftir fimm ár.
Í grein New York Magazine er það tekið fram að það hafi í rauninni verið lítið sem Heins hafi getað gert öðruvísi til að koma í veg fyrir hnignun fyrirtækisins, að taka yfir BlackBerry á árinu 2012 hafi verið eins og að taka yfir hestvagnafélag á sjötta áratug síðustu aldar.
Nýr framkvæmdastjóri er John Chen, sem hefur reynslu í að snúa vonlausri stöðu fyrirtækja sér í hag, en greinarhöfundar New York Magazine telur það litlu skipta í þeirri stöðu sem BlackBerry er komið í.
BlackBerry á barmi gjaldþrots
Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Mest lesið

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent


Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent


Þórdís til dómsmálaráðuneytisins
Viðskipti innlent

Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO
Viðskipti innlent

Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent


Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“
Viðskipti innlent
