Handbolti

Gróttustelpur unnu endurkomusigur á ÍBV

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íris Björk Símonardóttir markvörður Gróttu.
Íris Björk Símonardóttir markvörður Gróttu. Mynd/Vilhelm
Grótta heldur áfram að gera góða hluti í Olís-deild kvenna í handbolta en liðið vann tveggja marka sigur á ÍBV í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í dag. Þetta var þriðji sigur Gróttu í röð og liðið fylgir toppliðunum eftir.

Nýi landsliðshornamaðurinn Unnur Ómarsdóttir var markahæst hjá Gróttu með sjö mörk en Anett Köbli skoraði sex mörk. Eyjakonur voru 13-11 yfir í hálfleik en Gróttuliðið snéri leiknum sér í vil í seinni hálfleiknum.

Ragnheiður Ragnarsdóttir, Viktoria Valdimarsdóttir, Gunnhildur Pétursdóttir og Marija Gedroit voru allar með fimm mörk eða fleiri í öruggum sigri Hauka á botnliði Aftureldingar. Haukaliðið var að vinna sinn annan leik í röð.

Úrslit og markaskorarar í leikjum Olís-deildar kvenna:

Grótta - ÍBV 26-24 (11-13)

Mörk Gróttu: Unnur Ómarsdóttir 7, Anett Köbli 6, Sóley Arnarsdóttir 4, Þórunn Friðriksdóttir 3, Lene Burmo 3, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 1, Sunna María Einarsdóttir 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1.

Mörk ÍBV: Vera Lopes 6, Drífa Þorvaldsdóttir 6, Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Ester Óskarsdóttir 5, Telma Amado 1.



Haukar - Afturelding  32-18 (20-7)

Mörk Hauka: Ragnheiður Ragnarsdóttir 6, Viktoria Valdimarsdóttir 5, Gunnhildur Pétursdóttir 5, Marija Gedroit 5, Karen Helga Díönudóttir 3, Silja Ísberg 3, Agnes Ósk Egilsdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Sjöfn Ragnarsdóttir 1, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 1.

Mörk Aftureldingar: Hekla Ingunn Daðadóttir 9, Ingibjörg B. Jóhannesdóttir 3, Nora Csakovics 2, Monika Budai 1, Telma Rut Frímannsdóttir 1, Sara Kristjánsdóttir 1, Dagný Huld Birgisdóttir 1.



HK - Fylkir 24-23 (11-12)

Mörk HK: Guðrún Erla Bjarnadóttir 12, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 5, Anna María Guðmundsdóttir 2, Gerður Arinbjarnar 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Þórhildur Braga Þórðardóttir 1.

Mörk Fylkis: Thea Imani Sturludóttir 7, Hildur Karen Jóhannsdóttir 6, Patricia Szölözi 4, Díana Kristín Sigmarsdóttir 3, Karen Þorsteinsdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×