Auk umspilsleikjanna um laus sæti á HM í Brasilíu þá fóru í kvöld fram nokkrir vináttulandsleikir. Það vakti þar mikla athygli að Spánverjar töpuðu fyrir Suður-Afríku og Þjóðverjar unnu Englendinga á Wembley.
Per Mertesacker, miðvörður Arsenal, tryggði Þjóðverjum 1-0 sigur á Englandi á Wembley þegar hann skoraði með skalla á 39. mínútu eftir hornspyrnu frá Toni Kroos.
Enska landsliðið tapaði þar með í annað skiptið á heimavelli á fjórum dögum því liðið lá 0-2 fyrir Síle á föstudaginn. Það var líka púað á lærisveina Roy Hodgson eftir leik.
Spánverjar töpuðu 0-1 í Suður-Afríku og Aron Jóhannsson og félagar í bandaríska landsliðinu töpuðu 0-1 á móti Austurríki.
Hér fyrir neðan má sjá úrslit og markaskorara úr vináttulandsleikjum kvöldsins.
Úrslit og markaskorarar í nokkrum vináttuleikjum í kvöld:
Argentína - Bosnía 2-0
1-0 Sergio Agüero (40.), 2-0 Sergio Agüero (66.)
Ástralía - Kosta Ríka 1-0
1-0 Tim Cahill (69.)
Rússland - Suður-Kórea 2-1
0-1 Kim Shin-Wook (6.), 1-1 Fyodor Smolov (9.), 2-1 Dmitriy Tarasov (59.)
Slóvenía - Kanada 1-0
1-0 Valter Birsa (53.)
Malta - Færeyjar 3-2
1-0 Ryan Fenech (12.), 2-0 Michael Mifsud (19.), 3-0 Jonathan Caruana (41.), 3-1 Hállur Hánsson (80.), 3-2 Rógvi Baldvinsson (87.)
Noregur - Skotland 0-1
0-1 Scott Brown (61.)
Tyrkland - Hvíta-Rússland 2-1
1-0 Umut Bulut (4.), 1-1 Vitaliy Rodionov (10.), 2-1 Burak Yilmaz (89.)
Suður-Afríka - Spánn 1-0
1-0 Bernard Parker (56.)
Holland - Kólumbía 0-0
Austurríki - Bandaríkin 1-0
1-0 Marc Janko (33.). Aron Jóhannsson var í byrjunarliðinu og lék fyrstu 56 mínútur leiksins.
Pólland - Írland 0-0
England - Þýskaland 0-1
0-1 Per Mertesacker (39.)
Belgía - Japan 2-3
1-0 Kevin Mirallas (16.), 1-1Yoichiro Kakitani (37.), 1-2 Keisuke Honda (53.), 1-3 Shinji Okazaki (63.), 2-3 Toby Alderweireld (79.).
Mertesacker tryggði Þjóðverjum sigur á Wembley
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti


Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti

Mesta rúst í sögu NBA
Körfubolti

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn


Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu
Íslenski boltinn