Ferrari þénar mest á hvern seldan bíl Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2013 10:47 Ferrari að gera góða hluti. nordicphotos/getty Bílaframleiðandinn Ferrari fær mest fyrir hvern bíl sem fyrirtækið selur af öllum bílaframleiðendum í heiminum. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var við háskólann í Duisborg í Þýskalandi á dögunum. Gríðarlegur munur er á tekjum fyrirtækja sem framleiða færri gæðabíla og þeirra sem fjöldaframleiða ökutæki. Háskólinn í Þýskalandi rannsakaði fyrstu þrjá ársfjórðunga bílaframleiðenda og niðurstaðan var sú að Ferrari og Porsche þéna mest allra framleiðenda á hverjum seldum bíl. Ferrari hefur framleitt 13.000 bíla það sem af er ársins 2013 en meðalverð þeirra er 194.227 evrur eða rúmlega 32 milljónir íslenskra króna. Hagnaður fyrirtækisins er því tæplega fjórar milljónir íslenskra króna á hverjum seldum bíl. Porsche hefur selt um 115.000 bíla en meðalverð á þeim er 90.600 evrur eða tæplega fimmtán milljónir íslenskra króna. Hagnaður fyrirtækisins á hverjum seldum bíl er því um 2,7 milljónir íslenskra króna. Bílaframleiðendurnir BMW, Audi og Mercedes Benz þéna allir í kringum hálfa milljón íslenskra króna á hverjum bíl. Toyota stendur best að vígi þeirra bílaframleiðenda sem fjöldaframleiða sína vöru en fyrirtækið þénar um 250.000 íslenskra króna á hverjum bíl sem fyrirtækið selur. Það er því himinn og haf á milli Toyota og Ferrari. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bílaframleiðandinn Ferrari fær mest fyrir hvern bíl sem fyrirtækið selur af öllum bílaframleiðendum í heiminum. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var við háskólann í Duisborg í Þýskalandi á dögunum. Gríðarlegur munur er á tekjum fyrirtækja sem framleiða færri gæðabíla og þeirra sem fjöldaframleiða ökutæki. Háskólinn í Þýskalandi rannsakaði fyrstu þrjá ársfjórðunga bílaframleiðenda og niðurstaðan var sú að Ferrari og Porsche þéna mest allra framleiðenda á hverjum seldum bíl. Ferrari hefur framleitt 13.000 bíla það sem af er ársins 2013 en meðalverð þeirra er 194.227 evrur eða rúmlega 32 milljónir íslenskra króna. Hagnaður fyrirtækisins er því tæplega fjórar milljónir íslenskra króna á hverjum seldum bíl. Porsche hefur selt um 115.000 bíla en meðalverð á þeim er 90.600 evrur eða tæplega fimmtán milljónir íslenskra króna. Hagnaður fyrirtækisins á hverjum seldum bíl er því um 2,7 milljónir íslenskra króna. Bílaframleiðendurnir BMW, Audi og Mercedes Benz þéna allir í kringum hálfa milljón íslenskra króna á hverjum bíl. Toyota stendur best að vígi þeirra bílaframleiðenda sem fjöldaframleiða sína vöru en fyrirtækið þénar um 250.000 íslenskra króna á hverjum bíl sem fyrirtækið selur. Það er því himinn og haf á milli Toyota og Ferrari.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira