Handbolti

Öruggt hjá toppliðunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Arnþór
Stjarnan endurheimti toppsæti Olísdeildar kvenna nú síðdegis eftir að Valur hafði skotist í efsta sætið um stundarkorn.

Stjarnan vann stórsigur á Selfyssingum, 32-18, en Valskonur unnu fyrr í dag þriggja marka sigur á HK og eru nú einu stigi á eftir Garðbæingum. Bæði lið eru ósigruð til þessa í deildinni.

Grótta er í þriðja sæti með fimmtán stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni. Grótta hafði í dag betur gegn FH í Hafnarfirði, 36-22.

FH - Grótta 22-36 (10-17)

Mörk FH: Aníta Mjöll Ægisdóttir 4, Ingibjörg Pálmadóttir 4, Steinunn Snorradóttir 3, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 2, Hind Hannesdóttir 2, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 2, Rakel Sigurðardóttir 2, Elín Ósk Jóhannsdóttir 1, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 1, Steinunn Guðjónsdóttir 1.

Mörk Gróttu: Unnur Ómarsdóttir 7, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 6, Sunna María Einarsdóttir 6, Eva Björk Davíðsdóttir 5, Sóley Arnarsdóttir 3, Ásthildur Friðgeirsdóttir 3, Guðríður Ósk Jónsdóttir 2, Lene Burmo 2, Guðný Hjaltadóttir 2.

Stjarnan - Selfoss 32-18




Fleiri fréttir

Sjá meira


×