Handbolti

Steinunn skoraði tólf mörk í Mosfellsbænum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steinunn Snorradóttir.
Steinunn Snorradóttir. Mynd/Daníel
Steinunn Snorradóttir fór fyrir liði FH í tveggja marka sigri á Aftureldingu, 26-24, þegar liðið mættust í Mosfellsbænum í dag í Olís-deild kvenna í handbolta.

Steinunn skoraði 12 af 26 mörkum FH-liðsins sem þurfti að hafa fyrir sigrinum á botnliðinu. Þetta var annar sigur Hafnarfjarðarliðsins í röð og liðið er nú í sjötta sæti deildarinnar.

Steinunn er 21 árs hornamaður sem hefur verið að skora mikið fyrir FH-liðið á þessu tímabili. Steinunn er nú komin með 54 mörk í 8 leikjum eða 6,8 mörk að meðaltali í leik.



Afturelding - FH 24-26 (9-15)

Mörk Aftureldingar: Hekla Daðadóttir 6, Sara Kristjánsdóttir 6, Telma Frímannsdóttir 5, Íris Sigurðardóttir 2, Vigdís Brandsdóttir 2, Monika Budai 1, Ragnhildur Hjartardóttir 1, Nóra Csakovics 1.

Mörk FH: Steinunn Snorradóttir 12, Aníta Mjöll Ægisdóttir 5, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 2, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 1, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×