Körfubolti

NBA í nótt: Vængbrotið Bulls-lið skellti meisturunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Meistarar Miami Heat töpuðu óvænt í nótt og þá hafði NY Knicks betur gegn Brooklyn Nets í fyrsta New York-borgarslag tímabilsins.

Chicago gerði sér lítið fyrir og vann Miami, 107-87, en fyrrnefnda liðið hafði tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. Liðið er vitaskuld án Derrick Rose sem meiddist á hné fyrir fáeinum vikum síðan og spilar ekki meira þetta tímabilið.

Carlos Boozer skoraði 27 stig fyrir Chicago og Luol Deng bætti við 20. Sigurinn var nokkuð þægilegur fyrir Chicago sem náði snemma tökum á leiknum. Forystan varð mest 25 stig í þriðja leikhluta en Miami náði þó að minnka forystuna í tólf stig í þeim fjórða. Nær komst Miami ekki.

Leikmenn Bulls settu niður tíu af nítján þriggja stiga tilraunum í leiknum og tóku 49 fráköst alls en leikmenn Miami aðeins 27.

LeBron James skoraði 21 stig fyrir meistarana en þetta var annað tap Miami í röð.



New York Knicks vann Brooklyn Nets, 113-83. Knicks hafði tapað níu leikjum í röð og var því sigurinn í nótt kærkominn.

Carmelo Anthony var með nítján stig og tíu fráköst fyrir Knicks en Brook Lopez með 24 stig og níu fráköst fyrir Brooklyn.

Bæði lið borgarinnar hafa verið slök í vetur og samanlagt aðeins unnið níu af 36 leikjum sínum á tímabilinu.



LA Clippers vann Memphis, 101-81, þar sem varamennirnir Darren Collison og Jamal Crawford skoruðu fimmtán stig hvor fyrir sigurliðið. Chris Paul var einnig með fimmtán stig en bætti við átta stoðsendingum.

Úrslit næturinnar:

Brooklyn - New York 83-113

Memphis - LA Clippers 81-101

Chicago - Miami 107-87

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×