Instagram fer á fullt í samkeppni við Snapchat Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. desember 2013 09:16 Það var einn af stofnendum Instagram, Kevin Systrom, sem kynnti þennan nýja möguleika. mynd/AFP Instagram kynnti í gær nýja þjónustu fyrir notendur. Nú verður hægt að senda myndir og myndbönd í einkaskilaboðum á Instagram. Nýi möguleikinn sem nefnist Instagram Direct gerir noetndum kleift að senda myndir og myndbönd í einkaskilaboðum til allt að 15 manns í einu. Frá þessu er meðal annars sagt frá á Time. Það var einn af stofnendum Instagram, Kevin Systrom, sem kynnti þennan nýja möguleika. Sendandi og viðtakendur myndanna geta skipst á skilaboðum fyrir neðan myndina og eins og á Facebook sést þegar og hvenær viðtakandinn opnar skilaboðin. Með þessum nýja möguleika má segja að Insagram sé farið í beina samkeppni við Snapchat. En ólíkt Snapchat skilaboðunum munu Instagram myndirnar ekki hverfa eftir nokkrar sekúndur. Það er talið að Instagram muni síðar bæta við möguleikum eins og að teikna eða skrifa inn á myndir sem eru sendar eins og nú er hægt að gera á Snapchat. Það verður þó ekki hægt að senda hverjum sem er myndir og myndbönd heldur geta aðeins vinir sent hver öðrum. Það er því óþarfi að hafa áhyggjur af klúrum myndum frá ókunnugu fólki. Instagram er nú í eigu Facebook sem keypti fyrirtækið í apríl síðastliðnum fyrir um 127 milljarða króna. Instagram fór upphaflega í lofið í október 2010 og var hugsað fyrir iPhone en síðar Android síma. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hét því við kaupin að Instagram yrði áfram þróað þannig að fleiri gætu notað það. Þetta þykir eðlileg og skynsamlega framvinda hjá Instagram en með tilkomu Snapchat urðu myndir og myndbönd í einkaskilaboðum ansi vinsæl. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Instagram kynnti í gær nýja þjónustu fyrir notendur. Nú verður hægt að senda myndir og myndbönd í einkaskilaboðum á Instagram. Nýi möguleikinn sem nefnist Instagram Direct gerir noetndum kleift að senda myndir og myndbönd í einkaskilaboðum til allt að 15 manns í einu. Frá þessu er meðal annars sagt frá á Time. Það var einn af stofnendum Instagram, Kevin Systrom, sem kynnti þennan nýja möguleika. Sendandi og viðtakendur myndanna geta skipst á skilaboðum fyrir neðan myndina og eins og á Facebook sést þegar og hvenær viðtakandinn opnar skilaboðin. Með þessum nýja möguleika má segja að Insagram sé farið í beina samkeppni við Snapchat. En ólíkt Snapchat skilaboðunum munu Instagram myndirnar ekki hverfa eftir nokkrar sekúndur. Það er talið að Instagram muni síðar bæta við möguleikum eins og að teikna eða skrifa inn á myndir sem eru sendar eins og nú er hægt að gera á Snapchat. Það verður þó ekki hægt að senda hverjum sem er myndir og myndbönd heldur geta aðeins vinir sent hver öðrum. Það er því óþarfi að hafa áhyggjur af klúrum myndum frá ókunnugu fólki. Instagram er nú í eigu Facebook sem keypti fyrirtækið í apríl síðastliðnum fyrir um 127 milljarða króna. Instagram fór upphaflega í lofið í október 2010 og var hugsað fyrir iPhone en síðar Android síma. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hét því við kaupin að Instagram yrði áfram þróað þannig að fleiri gætu notað það. Þetta þykir eðlileg og skynsamlega framvinda hjá Instagram en með tilkomu Snapchat urðu myndir og myndbönd í einkaskilaboðum ansi vinsæl.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira