Í Facebook-færslu Google segir að blikktæknin sé mögulega upphafið að einhverju mun stærra og taka þeir dæmi um hvernig tæknin gæti nýst í framtíðinni.
Til dæmis væri mögulegt að greiða leigubílafargjald með því að depla öðru auganu í átt að mælinum. Eða blikka í átt að skóm í búðarglugga og fá þá senda í sinni stærð heim að dyrum.