Liðsstyrkur Guðbjartur Hannesson skrifar 17. janúar 2013 06:00 Nú um áramót hófst átaksverkefnið Liðsstyrkur sem er samstarfsverkefni velferðarráðuneytisins, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda. Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013 til þátttöku að nýju á vinnumarkaði. Öllum í þessum hópi verður boðið tímabundið starf eða starfsendurhæfing á þessu ári skrái þeir sig til þátttöku í átakið á www.lidsstyrkur.is. Megininntak þessa umfangsmesta atvinnuátaksverkefnis sem ráðist hefur verið í er þannig vinna fyrir vinnufæra og vinnufúsa á sama tíma og þeim sem eru óvinnufærir er boðin atvinnutengd starfsendurhæfing. Heildarkostnaður Atvinnuleysistryggingasjóðs við verkefnið er áætlaður 2,7 milljarðar króna. Reiknað er með að um 60% einstaklinga í þessum hópi þiggi starfstilboð svo skapa þarf 2.200 tímabundin ný störf fyrir langtímaatvinnuleitendur á þessu ári. Sveitarfélög munu bjóða 660 störf, ríkið 220 störf og almenni vinnumarkaðurinn 1.320 störf. Markmið Liðsstyrks er að enginn falli af atvinnuleysisbótum án þess að fá tilboð um starf. Atvinnuleysistryggingasjóður niðurgreiðir stofnkostnað atvinnurekenda við ný störf fyrir þennan hóp tímabundið og nemur styrkur með hverri ráðningu grunnatvinnuleysisbótum ásamt 8% framlagi í lífeyrissjóð, samtals 186.417 kr. á mánuði. Atvinnurekandi gerir síðan hefðbundinn ráðningarsamning við atvinnuleitanda og greiðir honum laun samkvæmt kjarasamningi. Skilyrðin: 1.Ráðning viðkomandi atvinnuleitanda feli í sér fjölgun starfsfólks. 2.Fyrirtæki hafi að minnsta kosti einn starfsmann á launaskrá. 3.Fyrirtæki hafi síðastliðna sex mánuði ekki sagt upp starfsmönnum sem gegnt höfðu starfinu sem ráða á til. 4.Ráðning feli ekki í sér verulega röskun á samkeppni innan atvinnugreinar á viðkomandi svæði. 5.Staðfesting á launagreiðslu til starfsmanns samkvæmt kjarasamningi fylgi með reikningi til Vinnumálastofnunar vegna greiðslu styrks á grundvelli samnings um Liðsstyrk. Með þessu metnaðarfulla átaki hafa ríkið og hagsmunaaðilar á vinnumarkaði sameinast með einstökum hætti til að tryggja langtímaatvinnulausum tækifæri til að komast inn á vinnumarkaðinn að nýju. Samstarf sem þetta er óþekkt í nágrannalöndum okkar og ljóst að gríðarmikil vinna er fram undan til að ná þessu metnaðarfulla markmiði. Forsenda árangurs er gott samstarf aðilanna sem hrinda hér sameiginlega af stað þjóðarátaki gegn langtímaatvinnuleysi. Ég vil þakka samtökum launafólks, Samtökum atvinnulífsins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir gott samstarf við undirbúning og framkvæmd þessa verkefnis sem sýnir hverju hægt er að áorka þegar unnið er sameiginlega að úrlausn samfélagslegra mála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Nú um áramót hófst átaksverkefnið Liðsstyrkur sem er samstarfsverkefni velferðarráðuneytisins, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda. Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013 til þátttöku að nýju á vinnumarkaði. Öllum í þessum hópi verður boðið tímabundið starf eða starfsendurhæfing á þessu ári skrái þeir sig til þátttöku í átakið á www.lidsstyrkur.is. Megininntak þessa umfangsmesta atvinnuátaksverkefnis sem ráðist hefur verið í er þannig vinna fyrir vinnufæra og vinnufúsa á sama tíma og þeim sem eru óvinnufærir er boðin atvinnutengd starfsendurhæfing. Heildarkostnaður Atvinnuleysistryggingasjóðs við verkefnið er áætlaður 2,7 milljarðar króna. Reiknað er með að um 60% einstaklinga í þessum hópi þiggi starfstilboð svo skapa þarf 2.200 tímabundin ný störf fyrir langtímaatvinnuleitendur á þessu ári. Sveitarfélög munu bjóða 660 störf, ríkið 220 störf og almenni vinnumarkaðurinn 1.320 störf. Markmið Liðsstyrks er að enginn falli af atvinnuleysisbótum án þess að fá tilboð um starf. Atvinnuleysistryggingasjóður niðurgreiðir stofnkostnað atvinnurekenda við ný störf fyrir þennan hóp tímabundið og nemur styrkur með hverri ráðningu grunnatvinnuleysisbótum ásamt 8% framlagi í lífeyrissjóð, samtals 186.417 kr. á mánuði. Atvinnurekandi gerir síðan hefðbundinn ráðningarsamning við atvinnuleitanda og greiðir honum laun samkvæmt kjarasamningi. Skilyrðin: 1.Ráðning viðkomandi atvinnuleitanda feli í sér fjölgun starfsfólks. 2.Fyrirtæki hafi að minnsta kosti einn starfsmann á launaskrá. 3.Fyrirtæki hafi síðastliðna sex mánuði ekki sagt upp starfsmönnum sem gegnt höfðu starfinu sem ráða á til. 4.Ráðning feli ekki í sér verulega röskun á samkeppni innan atvinnugreinar á viðkomandi svæði. 5.Staðfesting á launagreiðslu til starfsmanns samkvæmt kjarasamningi fylgi með reikningi til Vinnumálastofnunar vegna greiðslu styrks á grundvelli samnings um Liðsstyrk. Með þessu metnaðarfulla átaki hafa ríkið og hagsmunaaðilar á vinnumarkaði sameinast með einstökum hætti til að tryggja langtímaatvinnulausum tækifæri til að komast inn á vinnumarkaðinn að nýju. Samstarf sem þetta er óþekkt í nágrannalöndum okkar og ljóst að gríðarmikil vinna er fram undan til að ná þessu metnaðarfulla markmiði. Forsenda árangurs er gott samstarf aðilanna sem hrinda hér sameiginlega af stað þjóðarátaki gegn langtímaatvinnuleysi. Ég vil þakka samtökum launafólks, Samtökum atvinnulífsins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir gott samstarf við undirbúning og framkvæmd þessa verkefnis sem sýnir hverju hægt er að áorka þegar unnið er sameiginlega að úrlausn samfélagslegra mála.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar