Meiri sykur? Katrín Jakobsdóttir skrifar 21. janúar 2013 06:00 Mörgum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er tíðrætt um að stefna þeirra felist í að „stækka kökuna“. Það er ekki að ástæðulausu að þegar þessir herramenn eru spurðir um hvernig allt verði betra undir þeirra stjórn verða þeir jafnan mjög loðnir í tali og grípa til myndlíkinga. Þessi tiltekna hefur þó þann kost að óvart upplýsir hún allan sannleikann um hvers er von undir stjórn þessara manna.Endalaust sykurát Flestum finnast kökur góðar. En að sama skapi vita allir í nútímasamfélagi að kökur eru ekki sérlega holl fæða. Það eru til ýmsar leiðir til lífsgæða en endalaust sykurát er ekki ein þeirra. Pólitík hægrimanna snýst hins vegar um endalaust sykurát. Arðrán á náttúrunni, útsala á auðlindum, bóluhagkerfi þar sem ríkið styrkir getulaus fyrirtæki til að þenja sig út tímabundið, sala ríkiseigna, þetta voru lausnirnar fyrir hrun og sjálfstæðismenn hafa ekkert að bjóða nema áframhald á því sama. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ráku samfélagið á sínum tíma með þeim hætti að það leit út fyrir að hér væri mikill hagvöxtur. En hann reyndist innantómur. Hitaeiningarnar í þessum hagvexti voru aðeins sykur og meiri sykur og hann reyndist vond næring til framtíðar. Nákvæmlega sama er í boði núna. Fleiri álver, meiri einkavæðing, fleiri ríkisstyrkir til einkavina. Það er leitun að stjórnmálaöflum sem hafa orðið sér jafn rækilega til skammar og þeim sem stýrðu Íslandi á fyrsta áratug 21. aldar og eru þó svo bíræfin að mæta aftur til leiks og lofa engu öðru en að endurtaka sama leik, nákvæmlega eins.Engin bætiefni Til þess að veita þessum flokkum brautargengi þurfa menn að trúa því býsna ákaft að hér hafi aldrei orðið neitt hrun og engin kreppa heldur. Því að það sem þeir bjóða fram í næstu kosningum eru engin bætiefni heldur innantóm orka. Ekkert annað. Sama neyslupólitíkin og fór með þjóðina á hausinn haustið 2008. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mörgum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er tíðrætt um að stefna þeirra felist í að „stækka kökuna“. Það er ekki að ástæðulausu að þegar þessir herramenn eru spurðir um hvernig allt verði betra undir þeirra stjórn verða þeir jafnan mjög loðnir í tali og grípa til myndlíkinga. Þessi tiltekna hefur þó þann kost að óvart upplýsir hún allan sannleikann um hvers er von undir stjórn þessara manna.Endalaust sykurát Flestum finnast kökur góðar. En að sama skapi vita allir í nútímasamfélagi að kökur eru ekki sérlega holl fæða. Það eru til ýmsar leiðir til lífsgæða en endalaust sykurát er ekki ein þeirra. Pólitík hægrimanna snýst hins vegar um endalaust sykurát. Arðrán á náttúrunni, útsala á auðlindum, bóluhagkerfi þar sem ríkið styrkir getulaus fyrirtæki til að þenja sig út tímabundið, sala ríkiseigna, þetta voru lausnirnar fyrir hrun og sjálfstæðismenn hafa ekkert að bjóða nema áframhald á því sama. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ráku samfélagið á sínum tíma með þeim hætti að það leit út fyrir að hér væri mikill hagvöxtur. En hann reyndist innantómur. Hitaeiningarnar í þessum hagvexti voru aðeins sykur og meiri sykur og hann reyndist vond næring til framtíðar. Nákvæmlega sama er í boði núna. Fleiri álver, meiri einkavæðing, fleiri ríkisstyrkir til einkavina. Það er leitun að stjórnmálaöflum sem hafa orðið sér jafn rækilega til skammar og þeim sem stýrðu Íslandi á fyrsta áratug 21. aldar og eru þó svo bíræfin að mæta aftur til leiks og lofa engu öðru en að endurtaka sama leik, nákvæmlega eins.Engin bætiefni Til þess að veita þessum flokkum brautargengi þurfa menn að trúa því býsna ákaft að hér hafi aldrei orðið neitt hrun og engin kreppa heldur. Því að það sem þeir bjóða fram í næstu kosningum eru engin bætiefni heldur innantóm orka. Ekkert annað. Sama neyslupólitíkin og fór með þjóðina á hausinn haustið 2008.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun