Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Sigrar í jafnréttismálum Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 22. janúar 2013 07:00 Hugsjónin um jafnrétti kynjanna er einn af hornsteinum ríkisstjórnarinnar. Til að tryggja að jafnréttismálin séu jafnan til umræðu í breiðum hópi ráðherra úr báðum stjórnarflokkunum er starfrækt sérstök ráðherranefnd um jafnrétti kynjanna undir forystu forsætisráðherra. Aldrei áður hefur jafnréttismálum verið gert jafn hátt undir höfði af nokkurri ríkisstjórn hér á landi. Einstök frammistaða Íslands á þessu sviði — og vaxandi árangur ár frá ári — hefur verið staðfestur af fjöldamörgun alþjóðastofnunum. Þeirra þekktust er Alþjóða efnahagsráðið sem hefur skipað Íslandi fjögur ár í röð í efsta sæti í mælingum sínum á jafnrétti í heiminum.Fallnir múrar – brotin glerþök Jafnrétti kynjanna snýst ekki bara um lagabókstaf og formleg réttindi heldur ekki síður um hvort konur eigi jafnan aðgang að völdum og hafi jöfn áhrif á mótun samfélagsins. Þar höfum við þurft að fella múra og rjúfa glerþök. Í fyrsta skipti í Íslandssögunni gerðist það á þessu kjörtímabili að hlutur kynjanna í ráðherraembættum varð jafn og í fyrsta skipti gegna konur embættum fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Með lagabreytingum á árinu 2010 var konum ruddur vegurinn að stórauknum hlut í stjórnum hlutafélaga og lífeyrissjóða með lögum um 40% kynjakvóta sem taka gildi í september á þessu ári. Áhrifa þessarar lagabreytingar er þegar farið að gæta og konum í fararbroddi í atvinnulífinu fer fjölgandi. Núverandi ríkisstjórn er sú fyrsta í sögunni sem nær lögbundnum hlut kynjanna í nefndum og ráðum á vegum stjórnvalda.Launamunur kynjanna Þó dregið hafi úr launamun kynjanna á kjörtímabilinu er þar mikið verk óunnið. Búið er að taka á kynbundnum launamun í öllum ráðuneytum og nýlega var samþykkt ítarleg framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna sem inniheldur enn fleiri róttækar aðgerðir á sviði launajafnréttis. Starfandi er aðgerðahópur á vegum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem samræmir aðgerðir í þeim efnum og vinnur að innleiðingu jafnlaunastaðals sem nú er tilbúinn, en unnið hefur verið að á undanförnum árum.Ný sókn er hafin Með skýrri forgangsröðun ríkisstjórnarinnar var staðinn vörður um almannaþjónustuna og atvinnu kvenna og nú er það efnahagslega svigrúm sem skapast hefur nýtt til nýrrar sóknar m.a. til að hækka aftur fæðingarorlofsgreiðslur, barnabætur og lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Þá hafa styrkveitingar hafist að nýju úr Jafnréttissjóði, sem var tímabundið lagður til hliðar í kjölfar kreppunnar.Gegn kynbundnu ofbeldi Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi hefur frá fyrsta degi verið á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Unnið hefur verið eftir fyrstu aðgerðaáætlun Íslands gegn mansali, alþjóðlegir samningar gegn mansali og gegn kynferðislegri misnotkun á börnum hafa verið fullgiltir og Evrópuráðssamningur gegn kynbundnu ofbeldi undirritaður af Íslands hálfu. Ákvæði sem heimila brottflutning ofbeldismanna af heimili, hin svokallaða austurríska leið, hafa verið leidd í lög. Kaup á vændi hafa verið gerð refsiverð og nektarstaðir bannaðir. Stutt hefur verið fjárhagslega við aðgerðir grasrótarsamtaka, s.s. stofnun Kristínarhúss og kaup Kvennaathvarfs á stærra húsnæði og á þremur árum verður 114 milljónum króna varið til vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þá eru aðeins fáeinir dagar síðan ríkisstjórnin setti á fót samráðshóp til þess að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þannig vinnast sigrarnir í jafnréttismálum, hver á fætur öðrum, undir forystu okkar jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Hugsjónin um jafnrétti kynjanna er einn af hornsteinum ríkisstjórnarinnar. Til að tryggja að jafnréttismálin séu jafnan til umræðu í breiðum hópi ráðherra úr báðum stjórnarflokkunum er starfrækt sérstök ráðherranefnd um jafnrétti kynjanna undir forystu forsætisráðherra. Aldrei áður hefur jafnréttismálum verið gert jafn hátt undir höfði af nokkurri ríkisstjórn hér á landi. Einstök frammistaða Íslands á þessu sviði — og vaxandi árangur ár frá ári — hefur verið staðfestur af fjöldamörgun alþjóðastofnunum. Þeirra þekktust er Alþjóða efnahagsráðið sem hefur skipað Íslandi fjögur ár í röð í efsta sæti í mælingum sínum á jafnrétti í heiminum.Fallnir múrar – brotin glerþök Jafnrétti kynjanna snýst ekki bara um lagabókstaf og formleg réttindi heldur ekki síður um hvort konur eigi jafnan aðgang að völdum og hafi jöfn áhrif á mótun samfélagsins. Þar höfum við þurft að fella múra og rjúfa glerþök. Í fyrsta skipti í Íslandssögunni gerðist það á þessu kjörtímabili að hlutur kynjanna í ráðherraembættum varð jafn og í fyrsta skipti gegna konur embættum fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Með lagabreytingum á árinu 2010 var konum ruddur vegurinn að stórauknum hlut í stjórnum hlutafélaga og lífeyrissjóða með lögum um 40% kynjakvóta sem taka gildi í september á þessu ári. Áhrifa þessarar lagabreytingar er þegar farið að gæta og konum í fararbroddi í atvinnulífinu fer fjölgandi. Núverandi ríkisstjórn er sú fyrsta í sögunni sem nær lögbundnum hlut kynjanna í nefndum og ráðum á vegum stjórnvalda.Launamunur kynjanna Þó dregið hafi úr launamun kynjanna á kjörtímabilinu er þar mikið verk óunnið. Búið er að taka á kynbundnum launamun í öllum ráðuneytum og nýlega var samþykkt ítarleg framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna sem inniheldur enn fleiri róttækar aðgerðir á sviði launajafnréttis. Starfandi er aðgerðahópur á vegum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem samræmir aðgerðir í þeim efnum og vinnur að innleiðingu jafnlaunastaðals sem nú er tilbúinn, en unnið hefur verið að á undanförnum árum.Ný sókn er hafin Með skýrri forgangsröðun ríkisstjórnarinnar var staðinn vörður um almannaþjónustuna og atvinnu kvenna og nú er það efnahagslega svigrúm sem skapast hefur nýtt til nýrrar sóknar m.a. til að hækka aftur fæðingarorlofsgreiðslur, barnabætur og lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Þá hafa styrkveitingar hafist að nýju úr Jafnréttissjóði, sem var tímabundið lagður til hliðar í kjölfar kreppunnar.Gegn kynbundnu ofbeldi Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi hefur frá fyrsta degi verið á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Unnið hefur verið eftir fyrstu aðgerðaáætlun Íslands gegn mansali, alþjóðlegir samningar gegn mansali og gegn kynferðislegri misnotkun á börnum hafa verið fullgiltir og Evrópuráðssamningur gegn kynbundnu ofbeldi undirritaður af Íslands hálfu. Ákvæði sem heimila brottflutning ofbeldismanna af heimili, hin svokallaða austurríska leið, hafa verið leidd í lög. Kaup á vændi hafa verið gerð refsiverð og nektarstaðir bannaðir. Stutt hefur verið fjárhagslega við aðgerðir grasrótarsamtaka, s.s. stofnun Kristínarhúss og kaup Kvennaathvarfs á stærra húsnæði og á þremur árum verður 114 milljónum króna varið til vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þá eru aðeins fáeinir dagar síðan ríkisstjórnin setti á fót samráðshóp til þess að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þannig vinnast sigrarnir í jafnréttismálum, hver á fætur öðrum, undir forystu okkar jafnaðarmanna.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun