Handbolti

Hverju breyta nýju mennirnir hjá Val?

Orri Freyr Gíslason.
Orri Freyr Gíslason. Mynd/Stefán
Fyrsti leikur N1-deildar karla í handbolta eftir HM-hléið fer fram í Austurbergi klukkan 16.00 í dag þegar ÍR tekur á móti Val. Umferðin klárast síðan með þremur leikjum á mánudagskvöldið.

Valsmenn sitja í botnsæti deildarinnar eftir að hafa náð aðeins í eitt stig í síðustu fimm leikjum ársins 2012 en ÍR-ingar gáfu líka aðeins eftir í síðustu leikjum fyrir jól.

Valsmenn hafa safnað liði í fríinu. Liðið fékk línumanninn Orra Frey Gíslason heim frá Viborg í Danmörku og skyttuna Nikola Dokic frá Crvena Zvezda. Þá hefur Hjalti Þór Pálmason einnig skipt úr FH yfir í Val. Nú er að sjá hvort nýju mennirnir á Hlíðarenda nái að rífa Valsliðið upp úr fallsætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×