Framtíðaröryggi þjóðarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Reglulega yfir vetrartímann kemur óveður á Íslandi með tilheyrandi vandræðum í samgöngum og samskiptum milli svæða. Fyrir nokkrum vikum gekk slíkt veður yfir vestanvert landið – langsamlega verst á Vestfjörðum – og afhjúpaði veikleika í samfélagi okkar. Þeir veikleikar áttu reyndar ekki að koma nokkrum á óvart. Það hefur verið umræða um það í langan tíma að raforkukerfið, fjarskiptakerfið og samgöngukerfið væru illa stödd á Vestfjörðum. Það sama má segja um Norðausturland, stóran hluta Austfjarða, um dreifbýlið frá Markarfljóti austur að Hornafirði og litlu skárra er ástandið á Snæfellsnesi, í Húnavatnssýslunum og öðru dreifbýli á Íslandi. Í kjölfar slíks óveðurs er gjarnan tekin umræða á Alþingi um bráðaúrlausnir. Í stað þeirrar umræðu, sem ævinlega skilar þeirri niðurstöðu um að allir eru sammála um nauðsyn úrbóta, ættum við kannski frekar að spyrja okkur af hverju það gerist aldrei neitt. Raforkuöryggi Þrátt fyrir afsakanir um erfitt efnahagsástand síðastliðin fjögur ár hefur í orði verið vilji stjórnvalda að tryggja grunnþjónustu um land allt. Þrátt fyrir það verður að segjast eins og er að ríkisstjórnin hefur ekki gert mikið til þess að laga þetta. Til að mynda hefur ekkert verið gert varðandi afhendingaröryggi raforku og smánarleg hænuskref tekin til jöfnunar raforkuverðs. Við stöndum í sömu sporum og við stóðum í fyrir fjórum árum. Við framsóknarmenn höfum lagt fram raunhæfar tillögur um fulla jöfnun, þær eru sambærilegar leiðir og farnar eru við jöfnun olíuverðs og síma. Á þær hefur ekki verið hlustað. Fjarskipti Varðandi fjarskiptakerfið hafa opnast möguleikar á að hægt sé að ljósleiðaravæða landið fyrir mun lægri upphæðir en áður þekktust. Annars vegar með ljósneti í bæjum og hins vegar með að tengja öll lögbýli landsins með ljósleiðara í jörðu. Kostnaður er áætlaður um 4,5-5 milljarðar. Ríkisstjórnin ætti að hafa frumkvæði að því að kalla saman fjarskiptafyrirtækin og leggja áherslur á að nýta Fjarskiptasjóð í slíkt verkefni. Fyrir þessu höfum við framsóknarmenn talað. Með samstarfi þessara aðila ásamt sveitarfélögunum væri hægt að ljósleiðaravæða landið á nokkrum árum. Hægt væri að forgangsraða verkefninu þannig að þau landsvæði sem erfiðast standa séu fyrst í röðinni. Samgöngur Verkefnin í samgöngumálum eru mörg hver þannig að stór hluti af þeim úrbótum sem nauðsynleg eru munu taka lengri tíma. En þá væri réttast að forgangsraða til að tryggja grunnþjónustu innan og milli svæða með þeim hætti að fólk geti nýtt sér t.a.m. heilbrigðisþjónustu í heimabyggð og geti komist á stærri sjúkrahús sé þörf á því. Víða er pottur brotinn í þessum málaflokki. Þannig má nefna að t.d. Vestmannaeyingar hafa ekki sjúkraflugvél hjá sér þó vitað sé að oft er hægt að fljúga frá Eyjum þó ekki sé hægt að lenda. Þá er kostnaður fjögurra manna fjölskyldu við að ferðast með Herjólfi til Þorlákshafnar með bíl tæplega 40 þúsund krónur. Sambærilegan kostnað má finna vegna flugs fjölskyldna frá Vestfjörðum og Norður-Austurlandi. Ný byggðastefna Við framsóknarmenn vinnum nú að nýrri byggðastefnu sem m.a. sækir fyrirmyndir til Noregs. Þar er skattkerfið notað til að jafna aðstöðumun íbúa landsins gagnvart opinberri þjónustu. Við verðum að taka á flutningskostnaði sem og vaxandi kostnaði við ferðir. Almenningssamgöngur er nauðsynlegt að bæta en einnig þarf að viðurkenna að við búum í dreifbýlu landi þar sem einkabílinn er oft eina farartækið. Til að jafna þann mun má taka upp skattaívilnanir vegna ferða til og frá vinnu. Undirritaður lagði slíkt mál fram á dögunum á Alþingi – markmiðið er að styrkja atvinnusvæðin sem allir flokkar vilja stækka og jafna aðstöðumun íbúanna. Þá þarf í nýrri byggðastefnu að tryggja öllum aðgang að grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, öldrunarmála og menntamála. Um nýja byggðastefnu þarf að ríkja víðtæk sátt. Við erum fámenn þjóð í stóru landi. Snúum nú bökum saman – öll þjóðin – í að tryggja búsetujafnrétti og jafnræði allra þegna landsins gagnvart opinberri þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Reglulega yfir vetrartímann kemur óveður á Íslandi með tilheyrandi vandræðum í samgöngum og samskiptum milli svæða. Fyrir nokkrum vikum gekk slíkt veður yfir vestanvert landið – langsamlega verst á Vestfjörðum – og afhjúpaði veikleika í samfélagi okkar. Þeir veikleikar áttu reyndar ekki að koma nokkrum á óvart. Það hefur verið umræða um það í langan tíma að raforkukerfið, fjarskiptakerfið og samgöngukerfið væru illa stödd á Vestfjörðum. Það sama má segja um Norðausturland, stóran hluta Austfjarða, um dreifbýlið frá Markarfljóti austur að Hornafirði og litlu skárra er ástandið á Snæfellsnesi, í Húnavatnssýslunum og öðru dreifbýli á Íslandi. Í kjölfar slíks óveðurs er gjarnan tekin umræða á Alþingi um bráðaúrlausnir. Í stað þeirrar umræðu, sem ævinlega skilar þeirri niðurstöðu um að allir eru sammála um nauðsyn úrbóta, ættum við kannski frekar að spyrja okkur af hverju það gerist aldrei neitt. Raforkuöryggi Þrátt fyrir afsakanir um erfitt efnahagsástand síðastliðin fjögur ár hefur í orði verið vilji stjórnvalda að tryggja grunnþjónustu um land allt. Þrátt fyrir það verður að segjast eins og er að ríkisstjórnin hefur ekki gert mikið til þess að laga þetta. Til að mynda hefur ekkert verið gert varðandi afhendingaröryggi raforku og smánarleg hænuskref tekin til jöfnunar raforkuverðs. Við stöndum í sömu sporum og við stóðum í fyrir fjórum árum. Við framsóknarmenn höfum lagt fram raunhæfar tillögur um fulla jöfnun, þær eru sambærilegar leiðir og farnar eru við jöfnun olíuverðs og síma. Á þær hefur ekki verið hlustað. Fjarskipti Varðandi fjarskiptakerfið hafa opnast möguleikar á að hægt sé að ljósleiðaravæða landið fyrir mun lægri upphæðir en áður þekktust. Annars vegar með ljósneti í bæjum og hins vegar með að tengja öll lögbýli landsins með ljósleiðara í jörðu. Kostnaður er áætlaður um 4,5-5 milljarðar. Ríkisstjórnin ætti að hafa frumkvæði að því að kalla saman fjarskiptafyrirtækin og leggja áherslur á að nýta Fjarskiptasjóð í slíkt verkefni. Fyrir þessu höfum við framsóknarmenn talað. Með samstarfi þessara aðila ásamt sveitarfélögunum væri hægt að ljósleiðaravæða landið á nokkrum árum. Hægt væri að forgangsraða verkefninu þannig að þau landsvæði sem erfiðast standa séu fyrst í röðinni. Samgöngur Verkefnin í samgöngumálum eru mörg hver þannig að stór hluti af þeim úrbótum sem nauðsynleg eru munu taka lengri tíma. En þá væri réttast að forgangsraða til að tryggja grunnþjónustu innan og milli svæða með þeim hætti að fólk geti nýtt sér t.a.m. heilbrigðisþjónustu í heimabyggð og geti komist á stærri sjúkrahús sé þörf á því. Víða er pottur brotinn í þessum málaflokki. Þannig má nefna að t.d. Vestmannaeyingar hafa ekki sjúkraflugvél hjá sér þó vitað sé að oft er hægt að fljúga frá Eyjum þó ekki sé hægt að lenda. Þá er kostnaður fjögurra manna fjölskyldu við að ferðast með Herjólfi til Þorlákshafnar með bíl tæplega 40 þúsund krónur. Sambærilegan kostnað má finna vegna flugs fjölskyldna frá Vestfjörðum og Norður-Austurlandi. Ný byggðastefna Við framsóknarmenn vinnum nú að nýrri byggðastefnu sem m.a. sækir fyrirmyndir til Noregs. Þar er skattkerfið notað til að jafna aðstöðumun íbúa landsins gagnvart opinberri þjónustu. Við verðum að taka á flutningskostnaði sem og vaxandi kostnaði við ferðir. Almenningssamgöngur er nauðsynlegt að bæta en einnig þarf að viðurkenna að við búum í dreifbýlu landi þar sem einkabílinn er oft eina farartækið. Til að jafna þann mun má taka upp skattaívilnanir vegna ferða til og frá vinnu. Undirritaður lagði slíkt mál fram á dögunum á Alþingi – markmiðið er að styrkja atvinnusvæðin sem allir flokkar vilja stækka og jafna aðstöðumun íbúanna. Þá þarf í nýrri byggðastefnu að tryggja öllum aðgang að grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, öldrunarmála og menntamála. Um nýja byggðastefnu þarf að ríkja víðtæk sátt. Við erum fámenn þjóð í stóru landi. Snúum nú bökum saman – öll þjóðin – í að tryggja búsetujafnrétti og jafnræði allra þegna landsins gagnvart opinberri þjónustu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun