Framtíðaröryggi þjóðarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Reglulega yfir vetrartímann kemur óveður á Íslandi með tilheyrandi vandræðum í samgöngum og samskiptum milli svæða. Fyrir nokkrum vikum gekk slíkt veður yfir vestanvert landið – langsamlega verst á Vestfjörðum – og afhjúpaði veikleika í samfélagi okkar. Þeir veikleikar áttu reyndar ekki að koma nokkrum á óvart. Það hefur verið umræða um það í langan tíma að raforkukerfið, fjarskiptakerfið og samgöngukerfið væru illa stödd á Vestfjörðum. Það sama má segja um Norðausturland, stóran hluta Austfjarða, um dreifbýlið frá Markarfljóti austur að Hornafirði og litlu skárra er ástandið á Snæfellsnesi, í Húnavatnssýslunum og öðru dreifbýli á Íslandi. Í kjölfar slíks óveðurs er gjarnan tekin umræða á Alþingi um bráðaúrlausnir. Í stað þeirrar umræðu, sem ævinlega skilar þeirri niðurstöðu um að allir eru sammála um nauðsyn úrbóta, ættum við kannski frekar að spyrja okkur af hverju það gerist aldrei neitt. Raforkuöryggi Þrátt fyrir afsakanir um erfitt efnahagsástand síðastliðin fjögur ár hefur í orði verið vilji stjórnvalda að tryggja grunnþjónustu um land allt. Þrátt fyrir það verður að segjast eins og er að ríkisstjórnin hefur ekki gert mikið til þess að laga þetta. Til að mynda hefur ekkert verið gert varðandi afhendingaröryggi raforku og smánarleg hænuskref tekin til jöfnunar raforkuverðs. Við stöndum í sömu sporum og við stóðum í fyrir fjórum árum. Við framsóknarmenn höfum lagt fram raunhæfar tillögur um fulla jöfnun, þær eru sambærilegar leiðir og farnar eru við jöfnun olíuverðs og síma. Á þær hefur ekki verið hlustað. Fjarskipti Varðandi fjarskiptakerfið hafa opnast möguleikar á að hægt sé að ljósleiðaravæða landið fyrir mun lægri upphæðir en áður þekktust. Annars vegar með ljósneti í bæjum og hins vegar með að tengja öll lögbýli landsins með ljósleiðara í jörðu. Kostnaður er áætlaður um 4,5-5 milljarðar. Ríkisstjórnin ætti að hafa frumkvæði að því að kalla saman fjarskiptafyrirtækin og leggja áherslur á að nýta Fjarskiptasjóð í slíkt verkefni. Fyrir þessu höfum við framsóknarmenn talað. Með samstarfi þessara aðila ásamt sveitarfélögunum væri hægt að ljósleiðaravæða landið á nokkrum árum. Hægt væri að forgangsraða verkefninu þannig að þau landsvæði sem erfiðast standa séu fyrst í röðinni. Samgöngur Verkefnin í samgöngumálum eru mörg hver þannig að stór hluti af þeim úrbótum sem nauðsynleg eru munu taka lengri tíma. En þá væri réttast að forgangsraða til að tryggja grunnþjónustu innan og milli svæða með þeim hætti að fólk geti nýtt sér t.a.m. heilbrigðisþjónustu í heimabyggð og geti komist á stærri sjúkrahús sé þörf á því. Víða er pottur brotinn í þessum málaflokki. Þannig má nefna að t.d. Vestmannaeyingar hafa ekki sjúkraflugvél hjá sér þó vitað sé að oft er hægt að fljúga frá Eyjum þó ekki sé hægt að lenda. Þá er kostnaður fjögurra manna fjölskyldu við að ferðast með Herjólfi til Þorlákshafnar með bíl tæplega 40 þúsund krónur. Sambærilegan kostnað má finna vegna flugs fjölskyldna frá Vestfjörðum og Norður-Austurlandi. Ný byggðastefna Við framsóknarmenn vinnum nú að nýrri byggðastefnu sem m.a. sækir fyrirmyndir til Noregs. Þar er skattkerfið notað til að jafna aðstöðumun íbúa landsins gagnvart opinberri þjónustu. Við verðum að taka á flutningskostnaði sem og vaxandi kostnaði við ferðir. Almenningssamgöngur er nauðsynlegt að bæta en einnig þarf að viðurkenna að við búum í dreifbýlu landi þar sem einkabílinn er oft eina farartækið. Til að jafna þann mun má taka upp skattaívilnanir vegna ferða til og frá vinnu. Undirritaður lagði slíkt mál fram á dögunum á Alþingi – markmiðið er að styrkja atvinnusvæðin sem allir flokkar vilja stækka og jafna aðstöðumun íbúanna. Þá þarf í nýrri byggðastefnu að tryggja öllum aðgang að grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, öldrunarmála og menntamála. Um nýja byggðastefnu þarf að ríkja víðtæk sátt. Við erum fámenn þjóð í stóru landi. Snúum nú bökum saman – öll þjóðin – í að tryggja búsetujafnrétti og jafnræði allra þegna landsins gagnvart opinberri þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Reglulega yfir vetrartímann kemur óveður á Íslandi með tilheyrandi vandræðum í samgöngum og samskiptum milli svæða. Fyrir nokkrum vikum gekk slíkt veður yfir vestanvert landið – langsamlega verst á Vestfjörðum – og afhjúpaði veikleika í samfélagi okkar. Þeir veikleikar áttu reyndar ekki að koma nokkrum á óvart. Það hefur verið umræða um það í langan tíma að raforkukerfið, fjarskiptakerfið og samgöngukerfið væru illa stödd á Vestfjörðum. Það sama má segja um Norðausturland, stóran hluta Austfjarða, um dreifbýlið frá Markarfljóti austur að Hornafirði og litlu skárra er ástandið á Snæfellsnesi, í Húnavatnssýslunum og öðru dreifbýli á Íslandi. Í kjölfar slíks óveðurs er gjarnan tekin umræða á Alþingi um bráðaúrlausnir. Í stað þeirrar umræðu, sem ævinlega skilar þeirri niðurstöðu um að allir eru sammála um nauðsyn úrbóta, ættum við kannski frekar að spyrja okkur af hverju það gerist aldrei neitt. Raforkuöryggi Þrátt fyrir afsakanir um erfitt efnahagsástand síðastliðin fjögur ár hefur í orði verið vilji stjórnvalda að tryggja grunnþjónustu um land allt. Þrátt fyrir það verður að segjast eins og er að ríkisstjórnin hefur ekki gert mikið til þess að laga þetta. Til að mynda hefur ekkert verið gert varðandi afhendingaröryggi raforku og smánarleg hænuskref tekin til jöfnunar raforkuverðs. Við stöndum í sömu sporum og við stóðum í fyrir fjórum árum. Við framsóknarmenn höfum lagt fram raunhæfar tillögur um fulla jöfnun, þær eru sambærilegar leiðir og farnar eru við jöfnun olíuverðs og síma. Á þær hefur ekki verið hlustað. Fjarskipti Varðandi fjarskiptakerfið hafa opnast möguleikar á að hægt sé að ljósleiðaravæða landið fyrir mun lægri upphæðir en áður þekktust. Annars vegar með ljósneti í bæjum og hins vegar með að tengja öll lögbýli landsins með ljósleiðara í jörðu. Kostnaður er áætlaður um 4,5-5 milljarðar. Ríkisstjórnin ætti að hafa frumkvæði að því að kalla saman fjarskiptafyrirtækin og leggja áherslur á að nýta Fjarskiptasjóð í slíkt verkefni. Fyrir þessu höfum við framsóknarmenn talað. Með samstarfi þessara aðila ásamt sveitarfélögunum væri hægt að ljósleiðaravæða landið á nokkrum árum. Hægt væri að forgangsraða verkefninu þannig að þau landsvæði sem erfiðast standa séu fyrst í röðinni. Samgöngur Verkefnin í samgöngumálum eru mörg hver þannig að stór hluti af þeim úrbótum sem nauðsynleg eru munu taka lengri tíma. En þá væri réttast að forgangsraða til að tryggja grunnþjónustu innan og milli svæða með þeim hætti að fólk geti nýtt sér t.a.m. heilbrigðisþjónustu í heimabyggð og geti komist á stærri sjúkrahús sé þörf á því. Víða er pottur brotinn í þessum málaflokki. Þannig má nefna að t.d. Vestmannaeyingar hafa ekki sjúkraflugvél hjá sér þó vitað sé að oft er hægt að fljúga frá Eyjum þó ekki sé hægt að lenda. Þá er kostnaður fjögurra manna fjölskyldu við að ferðast með Herjólfi til Þorlákshafnar með bíl tæplega 40 þúsund krónur. Sambærilegan kostnað má finna vegna flugs fjölskyldna frá Vestfjörðum og Norður-Austurlandi. Ný byggðastefna Við framsóknarmenn vinnum nú að nýrri byggðastefnu sem m.a. sækir fyrirmyndir til Noregs. Þar er skattkerfið notað til að jafna aðstöðumun íbúa landsins gagnvart opinberri þjónustu. Við verðum að taka á flutningskostnaði sem og vaxandi kostnaði við ferðir. Almenningssamgöngur er nauðsynlegt að bæta en einnig þarf að viðurkenna að við búum í dreifbýlu landi þar sem einkabílinn er oft eina farartækið. Til að jafna þann mun má taka upp skattaívilnanir vegna ferða til og frá vinnu. Undirritaður lagði slíkt mál fram á dögunum á Alþingi – markmiðið er að styrkja atvinnusvæðin sem allir flokkar vilja stækka og jafna aðstöðumun íbúanna. Þá þarf í nýrri byggðastefnu að tryggja öllum aðgang að grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, öldrunarmála og menntamála. Um nýja byggðastefnu þarf að ríkja víðtæk sátt. Við erum fámenn þjóð í stóru landi. Snúum nú bökum saman – öll þjóðin – í að tryggja búsetujafnrétti og jafnræði allra þegna landsins gagnvart opinberri þjónustu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun