Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Lýðræðið í öndvegi Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 9. febrúar 2013 06:00 Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG tók við stjórn landsins 1. febrúar 2009 þótti brýnt að huga vel að mannréttindum, lýðræðisumbótum og umbótum á sjálfu stjórnkerfinu. Í kjölfar bankahrunsins varð meðal annars að komast til botns í því hvort og þá hvers vegna opinberar eftirlitsstofnanir og stjórnmálin höfðu brugðist með örlagaríkum afleiðingum. Helstu stofnanir samfélagsins voru rúnar trausti og grunsemdir um spillingu og klíkuskap voru miklar.Breyttir og betri siðir Um misbeitingu valdsins eru til ágæt dæmi. Árið 2003 voru samþykkt umdeild lög sem veittu þingmönnum, ráðherrum, forseta Íslands, dómurum og æðstu embættismönnum forréttindi um lífeyrisgreiðslur. Þau veittu rýmri réttindi en almenningur nýtur til þess að hverfa frá störfum áður en tilskyldum eftirlaunaaldri er náð. Jafnframt gátu ofangreindir hópar haldið fullum lífeyrisréttindum þótt svo að þeir gegndu samtímis öðrum störfum fyrir hið opinbera. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarflokkanna var að fella þessi lög úr gildi. Meðal siðmenntaðra þjóða þykir eðlilegt og sjálfsagt að upplýsingar um fjárframlög til stjórnmálaflokka og frambjóðenda séu opinberar og öllum aðgengilegar. Þessi háttur er hafður á meðal annars til að koma í veg fyrir dulin áhrifakaup auðmanna sem ógnað geta lýðræðinu. Ísland hafði dregið lappirnar í þessum efnum til ársins 2006 þegar ný lög um fjármál stjórnmálaflokka voru loks samþykkt. Fljótlega eftir fjármálahrunið gekkst núverandi ríkisstjórn fyrir því að fjárframlög til stjórnmálaflokka og frambjóðenda yrðu gerð opinber aftur til ársins 2005. Það leiddi meðal annars í ljós há framlög föllnu bankanna til einstakra stjórnmálaflokka og frambjóðenda. Margar aðgerðir af þessum toga láta ekki mikið yfir sér en fela þó í sér miklar umbætur og heilbrigðari og gagnsærri stjórnsýslu. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa verið innleiddar siðareglur fyrir ráðherra og starfsmenn Stjórnarráðs Íslands. Tilgangur þeirra er að auka traust á stjórnsýslunni og veita leiðsögn um hvers konar háttalag hæfir starfsmönnum hennar og æðstu stjórnendum. Með breytingum á lögum og reglum hefur dregið úr hættu á að geðþótti ráði við embættisveitingar. Óheimilt er nú að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda. Hæfisnefndir fjalla nú auk þess um allar ráðningar æðstu stjórnenda innan Stjórnarráðs Íslands.Faglegri stjórnun Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur verið ráðist í umfangsmestu breytingar á Stjórnarráðinu í sögu lýðveldisins. Þessar breytingar voru meðal annars gerðar í kjölfar ábendinga í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ráðuneytum hefur verið fækkað úr 12 í 8 og breytingar samfara fækkuninni eiga að skila faglegri og skilvirkari þjónustu. Samhliða hefur stofnunum ríkisins einnig fækkað um rúmlega 30 og er nú fjöldi þeirra um 190. Við höfum fetað leiðina til gagnsærra og opnara þjóðfélags. Endurskoðuð upplýsingalög, sem tóku gildi nýverið, eru varða á þeirri leið. Þau ná nú einnig til upplýsingagjafar fyrirtækja sem eru að meirihluta í opinberri eigu eins og t.d. Landsvirkjun. Breytingarnar auðvelda jafnframt almenningi að óska upplýsinga og fá greið svör við spurningum. Meginatriðið er að við höfum fullan vilja til þess að mæta kröfum um greiðan aðgang almennings að upplýsingum, enda er það einn af hornsteinum lýðræðisins.Mannréttindi Vorið 2010 var ákveðið með lögum að greiða sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum fyrir börn. Lögin kveða á um bætur allt að 6 milljónum króna til handa einstaklingum sem urðu fyrir varanlegum skaða vegna illrar meðferðar eða ofbeldis á tilteknum stofnunum eða heimilum. Stórt skref í réttindabaráttu samkynhneigðra var tekið árið 2010 þegar Alþingi samþykkti að ein hjúskaparlög skyldu gilda um allra, burtséð frá kyni eða kynhneigð. Óhætt er að segja að Ísland hafi nú skipað sér í fremstu röð að því er réttindi samkynhneigðra varðar. Nefna má að í fyrra voru samþykkt lög sem bæta réttarstöðu transfólks, þ.e. fólks sem á við kynáttunarvanda að stríða. Íslenskt táknmál er nú móðurmál þeirra sem ekki hafa næga heyrn til að tileinka sér íslenska tungu til daglegra samskipta. Þetta var lögfest fyrir að verða tveimur árum og er nú íslenskt táknmál fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra. Fleira má nefna sem snertir mannréttindi. Unnið er að endurskoðun laga um hælisleitendur og réttindi útlendinga hér á landi. Réttindagæsla fyrir fatlaða hefur verið leidd í lög. Þeir eiga nú meðal annars rétt á persónulegum talsmanni sem gætir hagsmuna þeirra.Staða stjórnarskrármálsins Frá árinu 2009 hafa umræður á Alþingi um stjórnarskrána tekið meiri tíma en flest önnur mál í sögu lýðveldisins. Vinnan utan þingsins frá þjóðfundi til þjóðaratkvæðagreiðslu er einnig gríðarleg um mikilvæg atriði frumvarpsins sem stjórnlagaráð skilaði af sér. Önnur umræða um þetta mikilvæga mál er þegar hafin og Alþingi hefur allar forsendur til að leiða málið til lykta með farsælum hætti. Ég vona að úthaldið bresti ekki á lokasprettinum þegar mikið ríður á að allir, sem stutt hafa málið á Alþingi, standi saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG tók við stjórn landsins 1. febrúar 2009 þótti brýnt að huga vel að mannréttindum, lýðræðisumbótum og umbótum á sjálfu stjórnkerfinu. Í kjölfar bankahrunsins varð meðal annars að komast til botns í því hvort og þá hvers vegna opinberar eftirlitsstofnanir og stjórnmálin höfðu brugðist með örlagaríkum afleiðingum. Helstu stofnanir samfélagsins voru rúnar trausti og grunsemdir um spillingu og klíkuskap voru miklar.Breyttir og betri siðir Um misbeitingu valdsins eru til ágæt dæmi. Árið 2003 voru samþykkt umdeild lög sem veittu þingmönnum, ráðherrum, forseta Íslands, dómurum og æðstu embættismönnum forréttindi um lífeyrisgreiðslur. Þau veittu rýmri réttindi en almenningur nýtur til þess að hverfa frá störfum áður en tilskyldum eftirlaunaaldri er náð. Jafnframt gátu ofangreindir hópar haldið fullum lífeyrisréttindum þótt svo að þeir gegndu samtímis öðrum störfum fyrir hið opinbera. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarflokkanna var að fella þessi lög úr gildi. Meðal siðmenntaðra þjóða þykir eðlilegt og sjálfsagt að upplýsingar um fjárframlög til stjórnmálaflokka og frambjóðenda séu opinberar og öllum aðgengilegar. Þessi háttur er hafður á meðal annars til að koma í veg fyrir dulin áhrifakaup auðmanna sem ógnað geta lýðræðinu. Ísland hafði dregið lappirnar í þessum efnum til ársins 2006 þegar ný lög um fjármál stjórnmálaflokka voru loks samþykkt. Fljótlega eftir fjármálahrunið gekkst núverandi ríkisstjórn fyrir því að fjárframlög til stjórnmálaflokka og frambjóðenda yrðu gerð opinber aftur til ársins 2005. Það leiddi meðal annars í ljós há framlög föllnu bankanna til einstakra stjórnmálaflokka og frambjóðenda. Margar aðgerðir af þessum toga láta ekki mikið yfir sér en fela þó í sér miklar umbætur og heilbrigðari og gagnsærri stjórnsýslu. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa verið innleiddar siðareglur fyrir ráðherra og starfsmenn Stjórnarráðs Íslands. Tilgangur þeirra er að auka traust á stjórnsýslunni og veita leiðsögn um hvers konar háttalag hæfir starfsmönnum hennar og æðstu stjórnendum. Með breytingum á lögum og reglum hefur dregið úr hættu á að geðþótti ráði við embættisveitingar. Óheimilt er nú að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda. Hæfisnefndir fjalla nú auk þess um allar ráðningar æðstu stjórnenda innan Stjórnarráðs Íslands.Faglegri stjórnun Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur verið ráðist í umfangsmestu breytingar á Stjórnarráðinu í sögu lýðveldisins. Þessar breytingar voru meðal annars gerðar í kjölfar ábendinga í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ráðuneytum hefur verið fækkað úr 12 í 8 og breytingar samfara fækkuninni eiga að skila faglegri og skilvirkari þjónustu. Samhliða hefur stofnunum ríkisins einnig fækkað um rúmlega 30 og er nú fjöldi þeirra um 190. Við höfum fetað leiðina til gagnsærra og opnara þjóðfélags. Endurskoðuð upplýsingalög, sem tóku gildi nýverið, eru varða á þeirri leið. Þau ná nú einnig til upplýsingagjafar fyrirtækja sem eru að meirihluta í opinberri eigu eins og t.d. Landsvirkjun. Breytingarnar auðvelda jafnframt almenningi að óska upplýsinga og fá greið svör við spurningum. Meginatriðið er að við höfum fullan vilja til þess að mæta kröfum um greiðan aðgang almennings að upplýsingum, enda er það einn af hornsteinum lýðræðisins.Mannréttindi Vorið 2010 var ákveðið með lögum að greiða sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum fyrir börn. Lögin kveða á um bætur allt að 6 milljónum króna til handa einstaklingum sem urðu fyrir varanlegum skaða vegna illrar meðferðar eða ofbeldis á tilteknum stofnunum eða heimilum. Stórt skref í réttindabaráttu samkynhneigðra var tekið árið 2010 þegar Alþingi samþykkti að ein hjúskaparlög skyldu gilda um allra, burtséð frá kyni eða kynhneigð. Óhætt er að segja að Ísland hafi nú skipað sér í fremstu röð að því er réttindi samkynhneigðra varðar. Nefna má að í fyrra voru samþykkt lög sem bæta réttarstöðu transfólks, þ.e. fólks sem á við kynáttunarvanda að stríða. Íslenskt táknmál er nú móðurmál þeirra sem ekki hafa næga heyrn til að tileinka sér íslenska tungu til daglegra samskipta. Þetta var lögfest fyrir að verða tveimur árum og er nú íslenskt táknmál fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra. Fleira má nefna sem snertir mannréttindi. Unnið er að endurskoðun laga um hælisleitendur og réttindi útlendinga hér á landi. Réttindagæsla fyrir fatlaða hefur verið leidd í lög. Þeir eiga nú meðal annars rétt á persónulegum talsmanni sem gætir hagsmuna þeirra.Staða stjórnarskrármálsins Frá árinu 2009 hafa umræður á Alþingi um stjórnarskrána tekið meiri tíma en flest önnur mál í sögu lýðveldisins. Vinnan utan þingsins frá þjóðfundi til þjóðaratkvæðagreiðslu er einnig gríðarleg um mikilvæg atriði frumvarpsins sem stjórnlagaráð skilaði af sér. Önnur umræða um þetta mikilvæga mál er þegar hafin og Alþingi hefur allar forsendur til að leiða málið til lykta með farsælum hætti. Ég vona að úthaldið bresti ekki á lokasprettinum þegar mikið ríður á að allir, sem stutt hafa málið á Alþingi, standi saman.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun