Okkur er ekki treystandi Mikael Torfason skrifar 9. mars 2013 06:00 Við sem samfélag eigum í miklum erfiðleikum með hvernig við bregðumst við kynferðisofbeldi gegn börnum. Í gær birtum við í Fréttablaðinu viðtöl við ungmenni sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Þau sögðu reynslu sína ekki góða af kerfinu okkar: „Þetta er mjög hrottaleg meðferð sem þetta opinbera kerfi er að veita þessum einstaklingum sem verða fyrir ofbeldi," sagði tvítugur piltur sem var misnotaður af frænda sínum þegar hann var níu ára gamall. Hann segist feginn því að fjölskyldan hafi ekki kært og að mál hans hafi verið útkljáð innan fjölskyldunnar. Í fyrradag settist þessi ungi drengur niður með ráðherrum ríkisstjórnarinnar ásamt öðrum krökkum sem sögðu frá reynslu sinni. Sögur krakkanna voru sláandi en það sem sló fyrrnefndan pilt mest voru sögur hinna krakkanna af kerfinu. Honum fannst eins og þau hefðu gengið í gegnum helvíti. Sjálfur sagði hann að Barnahús hefði hjálpað sér mest og undir það tók átján ára stúlka sem við ræddum einnig við í blaðinu í gær. Hún sagði nauðgara eins og vitsugur úr skáldsögum um Harry Potter og að Barnahús væri verndargaldurinn sem kenndi henni að hjálpa sér sjálf. Ástæðan fyrir því að fyrrnefndir krakkar rufu þögnina svo hetjulega í gær og settust á fund með ríkisstjórninni var útgáfa á skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Skýrslan er full af tillögum til úrbóta en ljóst er að okkur sem samfélagi er varla treystandi fyrir þessum málaflokki eins og staðan er. Börnin óttast kerfið og treysta því ekki. Það vantraust er ekki úr lausu lofti gripið. Stofnanir okkar standa sig ekki nógu vel. Við höfum verið allt of lin. Samfélagið hefur brugðist þessum börnum og þúsundum annarra. Á hverjum virkum degi hið minnsta berst lögreglu tilkynning eða kæra um kyferðisbrot. Í fyrra tók Fréttablaðið saman tölur frá 2009-2011, en þar kom fram að 1.374 mál voru tilkynnt til lögreglu en aðeins var ákært í 71 máli á þessu tímabili. Í 29 af þeim málum var sýknað í héraðsdómi, en það merkir að sýknað er í 40% af málunum (næstum í annað hvert sinn sem ákært er). Sem verður að teljast með ólíkindum þar sem dómarar dæma í um 9 af hverjum 10 málum samkvæmt nýlegri úttekt. Er þá nema von að börnin vantreysti okkur? Hvað þá þegar margar af okkar helstu stofnunum hafa brugðist börnum aftur og aftur. Heilu samfélögin hafna börnum sem rofið hafa þögnina og sagt frá alvarlegum kynferðisbrotum. Jafnvel þegar játning liggur fyrir og dómur í ofanálag vilja heilu bæjarfélögin ekki horfast í augu við glæpina. Trúarstofnanir á borð við þjóðkirkjuna og Kaþólsku kirkjuna og KFUM og fleiri hafa brugðist börnum og öðrum sem orðið hafa fyrir kynferðisbrotum. Trekk í trekk. Við verðum að takast á við þennan málaflokk í dag. Það gengur heldur ekki að við sem samfélag getum ekki einu sinni þolað umræðu um málaflokkinn nema brotin séu löngu fyrnd. Ef við pössum okkur ekki megum við eiga von á að lesa um hrottaleg mál í fjölmiðlum eftir 20 og 30 ár. Mál sem eru að gerast í dag en verða ekki að fréttum fyrr en áratugir hafa liðið. Nú er nóg komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Við sem samfélag eigum í miklum erfiðleikum með hvernig við bregðumst við kynferðisofbeldi gegn börnum. Í gær birtum við í Fréttablaðinu viðtöl við ungmenni sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Þau sögðu reynslu sína ekki góða af kerfinu okkar: „Þetta er mjög hrottaleg meðferð sem þetta opinbera kerfi er að veita þessum einstaklingum sem verða fyrir ofbeldi," sagði tvítugur piltur sem var misnotaður af frænda sínum þegar hann var níu ára gamall. Hann segist feginn því að fjölskyldan hafi ekki kært og að mál hans hafi verið útkljáð innan fjölskyldunnar. Í fyrradag settist þessi ungi drengur niður með ráðherrum ríkisstjórnarinnar ásamt öðrum krökkum sem sögðu frá reynslu sinni. Sögur krakkanna voru sláandi en það sem sló fyrrnefndan pilt mest voru sögur hinna krakkanna af kerfinu. Honum fannst eins og þau hefðu gengið í gegnum helvíti. Sjálfur sagði hann að Barnahús hefði hjálpað sér mest og undir það tók átján ára stúlka sem við ræddum einnig við í blaðinu í gær. Hún sagði nauðgara eins og vitsugur úr skáldsögum um Harry Potter og að Barnahús væri verndargaldurinn sem kenndi henni að hjálpa sér sjálf. Ástæðan fyrir því að fyrrnefndir krakkar rufu þögnina svo hetjulega í gær og settust á fund með ríkisstjórninni var útgáfa á skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Skýrslan er full af tillögum til úrbóta en ljóst er að okkur sem samfélagi er varla treystandi fyrir þessum málaflokki eins og staðan er. Börnin óttast kerfið og treysta því ekki. Það vantraust er ekki úr lausu lofti gripið. Stofnanir okkar standa sig ekki nógu vel. Við höfum verið allt of lin. Samfélagið hefur brugðist þessum börnum og þúsundum annarra. Á hverjum virkum degi hið minnsta berst lögreglu tilkynning eða kæra um kyferðisbrot. Í fyrra tók Fréttablaðið saman tölur frá 2009-2011, en þar kom fram að 1.374 mál voru tilkynnt til lögreglu en aðeins var ákært í 71 máli á þessu tímabili. Í 29 af þeim málum var sýknað í héraðsdómi, en það merkir að sýknað er í 40% af málunum (næstum í annað hvert sinn sem ákært er). Sem verður að teljast með ólíkindum þar sem dómarar dæma í um 9 af hverjum 10 málum samkvæmt nýlegri úttekt. Er þá nema von að börnin vantreysti okkur? Hvað þá þegar margar af okkar helstu stofnunum hafa brugðist börnum aftur og aftur. Heilu samfélögin hafna börnum sem rofið hafa þögnina og sagt frá alvarlegum kynferðisbrotum. Jafnvel þegar játning liggur fyrir og dómur í ofanálag vilja heilu bæjarfélögin ekki horfast í augu við glæpina. Trúarstofnanir á borð við þjóðkirkjuna og Kaþólsku kirkjuna og KFUM og fleiri hafa brugðist börnum og öðrum sem orðið hafa fyrir kynferðisbrotum. Trekk í trekk. Við verðum að takast á við þennan málaflokk í dag. Það gengur heldur ekki að við sem samfélag getum ekki einu sinni þolað umræðu um málaflokkinn nema brotin séu löngu fyrnd. Ef við pössum okkur ekki megum við eiga von á að lesa um hrottaleg mál í fjölmiðlum eftir 20 og 30 ár. Mál sem eru að gerast í dag en verða ekki að fréttum fyrr en áratugir hafa liðið. Nú er nóg komið.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun