Óþarfir leiðtogar Pawel Bartoszek skrifar 15. mars 2013 06:00 Suður-Afríka Óvissa ríkir nú í Suður-Afríku í kjölfar frétta af hrakandi heilsu hins 95 ára gamla leiðtoga landsins, Nelsons Mandela. Hafin er hatrömm barátta innan flokks Mandela, Afríska þjóðarráðsins, um hver eigi að taka við af honum. „Við erum hrædd,“ sagði hin 24 ára gamla Abri frá Höfðaborg. „Við höfum aldrei haft annan leiðtoga. Við getum ekki hugsað okkur líf með einhverjum öðrum forseta.“ Margir fréttaskýrendur óttast um framtíð lýðræðis í landinu. Sumir óttast að kynþáttastríð kunni að breiðast út, jafnvel að hvíti minnihlutinn reyni að hrifsa til sín völd á ný og endurvekja aðskilnaðarstefnuna. Aðrir óttast hið þveröfuga: miklar ofsóknir á hendur hvítu fólki. Í stuttu máli sagt veit enginn hvað næstu mánuðir muni bera í skauti sér. Bresk stjórnvöld hafa hvatt þegna sína til takmarka ferðalög til landsins. …Nei, bíddu við, það er ekki alveg þannig. Nelson Mandela var við völd á árunum 1994-1999. Síðan þá hefur Suður-Afríka haft tvo forseta. Þótt ríkið glími eins og önnur ríki við ýmsan vanda, þótt ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að Afríska þjóðarráðið hafi of ráðandi stöðu á pólitíska sviðinu (flokkurinn fær enn 65% fylgi í kosningum), er óhætt að fullyrða að umskiptin úr kynþáttaaðskilnaði yfir í lýðræði hafi almennt heppnast vel. Auðvitað hefði Nelson Mandela getað náð jafnmörgum kjörtímabilum og Hugo Chavez. En lýðræðið í Suður-Afríku myndi ekki hafa gott af því. Tékkland Herinn er í viðbragðsstöðu eftir andlát Vaclavs Havel, forseta Tékklands, og skólar hafa verið lokaðir í viku. Havel var afar vinsæll heima fyrir þótt hann hafi stundum verið gagnrýndur á alþjóðavettvangi fyrir meinta einræðistilburði. Hann lagði til stjórnarskrárbreytingar árið 2007 sem gerðu honum kleift að ná endurkjöri til ársins 2014. Fastlega var gert ráð fyrir að hann myndi sigra þær kosningar einnig en lungnakrabbameinið kom í veg fyrir það. Algjör óvissa ríkir nú um pólitíska framtíð landsins og óljóst er hver muni fylla það tóm sem andlát Havels skilur eftir sig en Havel sjálfur lét vera að útnefna eftirmann. Helstu leiðtogar í tékkneskum stjórnmálum mærðu hann í bak og fyrir við minningarathöfn í gærkvöldi. Þegar er farið að tala um hann sem „hinn eilífa forseta“. Stjórnmálaástandið er þó afar tvísýnt og meðal annars kom til átaka við útför hans. Sumir óttast að tékkneskt lýðræði kunni að vera í hættu. …Nei, bíddu þetta var ekki þannig. Venesúela Herinn var kallaður út og lögregla sett í viðbragðsstöðu eftir andlát hins vinsæla en umdeilda Hugos Chavez, forseta Venesúela. Chavez náði fyrst kjöri árið 1998. Hann setti landinu nýja stjórnarskrá ári síðar. Hann reyndi svo í tvígang að breyta henni til að afnema takmörk á fjölda kjörtímabila og tókst það í seinna skiptið. Hann náði svo kjöri í fjórða sinn í október og kjörtímabil hans átti að hefjast í janúar. Stjórnarskrá Venesúela segir að ef kjörinn forseti deyr áður en hann nær að sverja embættiseið sinn eigi þingforseti að taka við. Deyi forseti eftir athöfnina taki varaforsetinn við. Hugo Chavez var of lasinn til að mæta í eigin setningarathöfn 10. janúar svo henni var frestað. Engu að síður var varaforsetinn (ekki þingforsetinn) látinn taka við. Boða átti til kosninga innan við þrjátíu dögum frá andláti forsetans. Chavez dó 5. mars. Kosningarnar verða 14. apríl, eða 40 dögum eftir andlátið. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessum og öðrum tilraunum stjórnmálamanna úr flokki Chavez til að beygja stjórnskipan landsins sér í hag. Nú ætla ég ekki að kalla Chavez einræðisherra, því ég hugsa að þann titil verðskuldi hann ekki. Honum tókst meira segja að tapa kosningum (um stjórnarskrárbreytingar árið 2007), nokkuð sem besti vinur hans Castro hefur ekki enn afrekað. En leiðtogar verða metnir eftir því hvernig þeir skilja við lönd sín. Í þeim samanburði er ekki annað hægt en að dást að mönnum eins og Mandela og Havel. Sumir virðast kunna það betur en aðrir að hætta að vera vinsælir leiðtogar og verða bara vinsælir menn. Helst óþarfir líka. Því það er stundum yndislegast og best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Suður-Afríka Óvissa ríkir nú í Suður-Afríku í kjölfar frétta af hrakandi heilsu hins 95 ára gamla leiðtoga landsins, Nelsons Mandela. Hafin er hatrömm barátta innan flokks Mandela, Afríska þjóðarráðsins, um hver eigi að taka við af honum. „Við erum hrædd,“ sagði hin 24 ára gamla Abri frá Höfðaborg. „Við höfum aldrei haft annan leiðtoga. Við getum ekki hugsað okkur líf með einhverjum öðrum forseta.“ Margir fréttaskýrendur óttast um framtíð lýðræðis í landinu. Sumir óttast að kynþáttastríð kunni að breiðast út, jafnvel að hvíti minnihlutinn reyni að hrifsa til sín völd á ný og endurvekja aðskilnaðarstefnuna. Aðrir óttast hið þveröfuga: miklar ofsóknir á hendur hvítu fólki. Í stuttu máli sagt veit enginn hvað næstu mánuðir muni bera í skauti sér. Bresk stjórnvöld hafa hvatt þegna sína til takmarka ferðalög til landsins. …Nei, bíddu við, það er ekki alveg þannig. Nelson Mandela var við völd á árunum 1994-1999. Síðan þá hefur Suður-Afríka haft tvo forseta. Þótt ríkið glími eins og önnur ríki við ýmsan vanda, þótt ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að Afríska þjóðarráðið hafi of ráðandi stöðu á pólitíska sviðinu (flokkurinn fær enn 65% fylgi í kosningum), er óhætt að fullyrða að umskiptin úr kynþáttaaðskilnaði yfir í lýðræði hafi almennt heppnast vel. Auðvitað hefði Nelson Mandela getað náð jafnmörgum kjörtímabilum og Hugo Chavez. En lýðræðið í Suður-Afríku myndi ekki hafa gott af því. Tékkland Herinn er í viðbragðsstöðu eftir andlát Vaclavs Havel, forseta Tékklands, og skólar hafa verið lokaðir í viku. Havel var afar vinsæll heima fyrir þótt hann hafi stundum verið gagnrýndur á alþjóðavettvangi fyrir meinta einræðistilburði. Hann lagði til stjórnarskrárbreytingar árið 2007 sem gerðu honum kleift að ná endurkjöri til ársins 2014. Fastlega var gert ráð fyrir að hann myndi sigra þær kosningar einnig en lungnakrabbameinið kom í veg fyrir það. Algjör óvissa ríkir nú um pólitíska framtíð landsins og óljóst er hver muni fylla það tóm sem andlát Havels skilur eftir sig en Havel sjálfur lét vera að útnefna eftirmann. Helstu leiðtogar í tékkneskum stjórnmálum mærðu hann í bak og fyrir við minningarathöfn í gærkvöldi. Þegar er farið að tala um hann sem „hinn eilífa forseta“. Stjórnmálaástandið er þó afar tvísýnt og meðal annars kom til átaka við útför hans. Sumir óttast að tékkneskt lýðræði kunni að vera í hættu. …Nei, bíddu þetta var ekki þannig. Venesúela Herinn var kallaður út og lögregla sett í viðbragðsstöðu eftir andlát hins vinsæla en umdeilda Hugos Chavez, forseta Venesúela. Chavez náði fyrst kjöri árið 1998. Hann setti landinu nýja stjórnarskrá ári síðar. Hann reyndi svo í tvígang að breyta henni til að afnema takmörk á fjölda kjörtímabila og tókst það í seinna skiptið. Hann náði svo kjöri í fjórða sinn í október og kjörtímabil hans átti að hefjast í janúar. Stjórnarskrá Venesúela segir að ef kjörinn forseti deyr áður en hann nær að sverja embættiseið sinn eigi þingforseti að taka við. Deyi forseti eftir athöfnina taki varaforsetinn við. Hugo Chavez var of lasinn til að mæta í eigin setningarathöfn 10. janúar svo henni var frestað. Engu að síður var varaforsetinn (ekki þingforsetinn) látinn taka við. Boða átti til kosninga innan við þrjátíu dögum frá andláti forsetans. Chavez dó 5. mars. Kosningarnar verða 14. apríl, eða 40 dögum eftir andlátið. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessum og öðrum tilraunum stjórnmálamanna úr flokki Chavez til að beygja stjórnskipan landsins sér í hag. Nú ætla ég ekki að kalla Chavez einræðisherra, því ég hugsa að þann titil verðskuldi hann ekki. Honum tókst meira segja að tapa kosningum (um stjórnarskrárbreytingar árið 2007), nokkuð sem besti vinur hans Castro hefur ekki enn afrekað. En leiðtogar verða metnir eftir því hvernig þeir skilja við lönd sín. Í þeim samanburði er ekki annað hægt en að dást að mönnum eins og Mandela og Havel. Sumir virðast kunna það betur en aðrir að hætta að vera vinsælir leiðtogar og verða bara vinsælir menn. Helst óþarfir líka. Því það er stundum yndislegast og best.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar