Við erum þjóðin Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 18. mars 2013 06:00 Okkur er tamt að tala um ríkið, sveitarfélögin, atvinnurekendurna og launþegana sem óskylda og andstæða hópa. Það er kannski ekki skrýtið eins og kerfið virkar. Ríkið sker nú niður í öllu kerfinu og leggur auknar álögur á fólk og fyrirtæki til að standa undir skuldbindingum. Sveitarfélögin hafa hækkað fasteignagjöld og ýmis önnur gjöld og lækkað þjónustustig til að standa undir skuldbindingum. Fyrirtæki hækka vöru og þjónustu til að standa undir skuldbindingum. Fólkið í landinu, fjölskyldurnar, sem þurfa líka að standa undir skuldbindingum hafa auk þess þurft að taka á sig óverðskuldaðar fjárhagsbirgðar m.a. í formi skatta til að greiða skuldir sem fjármálafyrirtæki og starfsmenn þeirra komu okkur í.Skuldirnar hækka launin ekki Þrátt fyrir verri þjónustu og hærra vöruverð hafa launin ekki hækkað að sama skapi. Þvert á móti hefur kaupmáttur rýrnað svo um munar og umtalsverð lífskjaraskerðing átt sér stað. Í hvert skipti sem gjöld, þjónusta og vöruverð hækka, hækka verðtryggðu lánin okkar. Peningamaskína tekur peninga sjálfvirkt úr báðum vösunum hjá fólki og fjölskyldum algerlega óháð launahækkunum. Á sama tíma niðurgreiðir ríkið vexti fyrir fjármagnseigendur í formi vaxtabóta. Bankarnir græða sem aldrei fyrr.Dögun fyrir fólkið og samfélagið Dögun vill breyta þessu. Dögun vill vinna fyrir heimilin í landinu og fólkið. Dögun vill m.a.: Afnema verðtryggingu á lánum til einstaklinga og setja lög um raunhæfa lágmarksframfærslu. Leiðrétta stökkbreytt lán heimilanna. Setja þak á vexti húsnæðislána. Aðskilja viðskipta- og fjárfestingabanka. Þannig verða heimilin betur í stakk búin til að greiða í sameiginlegan sjóð ríkisins og að kaupa þjónustu og vörur af fyrirtækjum í landinu. Rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna batnar og álag á félagslega kerfið og ríkiskassann minnkar. Ávinningur til heilla fyrir alla. Dögun fyrir ríkið, sveitarfélögin, fyrirtækin og fólkið. Dögun fyrir þig. xT.isHverjir erum við Við erum fólkið sem vinnur hjá ríki og sveitarfélögum og fyrirtækjum. Við erum alþingismenn. Við erum atvinnurekendur. Við erum launþegar. Við erum fólkið sem stjórnar þjóðfélaginu og höldum því uppi og setjum leikreglurnar. Við erum fólkið sem rekur heilbrigðiskerfið og sækjum þangað þjónustu. Við erum fólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Við erum íbúar sveitarfélaganna. Við erum fólkið sem vinnum í menntakerfinu og menntum börnin okkar. Við erum fólkið sem verður gamalt og fer á öldrunarstofnanir. Við erum fólkið sem á lífeyrissjóðina. Við erum líka fólkið sem á fjármálastofnanir. Við erum fjölskyldufólkið í landinu og viljum eiga góð samskipti við hvert annað og allan heiminn.Málið snýst um okkur Málið snýst ekki um aðra. Það snýst um okkur. Það eru ekki einhverjir aðrir. Það erum við. Við erum 321.857 Íslendingar og við erum samábyrg um að snúa dæminu við á braut farsældar fyrir okkur öll en ekki bara fyrir suma. Hverfum frá sérhagsmunapólitík sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Hverfum frá ríkispólitík Samfylkingar og Vinstri Grænna. Setjum hagsmuni heildarinnar og almannaheill í forgang. Þangað stefnir Dögun. Dögun vill breyta áherslunum og kerfinu og jafna lífskjör fólksins. Þannig hagnast allir. Við viljum réttlæti, sanngirni og lýðræði fyrir okkur öll; heimilin, fjölskyldurnar og fólkið. Við erum fólkið og viljum breyta samfélaginu með ykkur. Saman getum við það ef þið standið með okkur. Vertu með. xT.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Okkur er tamt að tala um ríkið, sveitarfélögin, atvinnurekendurna og launþegana sem óskylda og andstæða hópa. Það er kannski ekki skrýtið eins og kerfið virkar. Ríkið sker nú niður í öllu kerfinu og leggur auknar álögur á fólk og fyrirtæki til að standa undir skuldbindingum. Sveitarfélögin hafa hækkað fasteignagjöld og ýmis önnur gjöld og lækkað þjónustustig til að standa undir skuldbindingum. Fyrirtæki hækka vöru og þjónustu til að standa undir skuldbindingum. Fólkið í landinu, fjölskyldurnar, sem þurfa líka að standa undir skuldbindingum hafa auk þess þurft að taka á sig óverðskuldaðar fjárhagsbirgðar m.a. í formi skatta til að greiða skuldir sem fjármálafyrirtæki og starfsmenn þeirra komu okkur í.Skuldirnar hækka launin ekki Þrátt fyrir verri þjónustu og hærra vöruverð hafa launin ekki hækkað að sama skapi. Þvert á móti hefur kaupmáttur rýrnað svo um munar og umtalsverð lífskjaraskerðing átt sér stað. Í hvert skipti sem gjöld, þjónusta og vöruverð hækka, hækka verðtryggðu lánin okkar. Peningamaskína tekur peninga sjálfvirkt úr báðum vösunum hjá fólki og fjölskyldum algerlega óháð launahækkunum. Á sama tíma niðurgreiðir ríkið vexti fyrir fjármagnseigendur í formi vaxtabóta. Bankarnir græða sem aldrei fyrr.Dögun fyrir fólkið og samfélagið Dögun vill breyta þessu. Dögun vill vinna fyrir heimilin í landinu og fólkið. Dögun vill m.a.: Afnema verðtryggingu á lánum til einstaklinga og setja lög um raunhæfa lágmarksframfærslu. Leiðrétta stökkbreytt lán heimilanna. Setja þak á vexti húsnæðislána. Aðskilja viðskipta- og fjárfestingabanka. Þannig verða heimilin betur í stakk búin til að greiða í sameiginlegan sjóð ríkisins og að kaupa þjónustu og vörur af fyrirtækjum í landinu. Rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna batnar og álag á félagslega kerfið og ríkiskassann minnkar. Ávinningur til heilla fyrir alla. Dögun fyrir ríkið, sveitarfélögin, fyrirtækin og fólkið. Dögun fyrir þig. xT.isHverjir erum við Við erum fólkið sem vinnur hjá ríki og sveitarfélögum og fyrirtækjum. Við erum alþingismenn. Við erum atvinnurekendur. Við erum launþegar. Við erum fólkið sem stjórnar þjóðfélaginu og höldum því uppi og setjum leikreglurnar. Við erum fólkið sem rekur heilbrigðiskerfið og sækjum þangað þjónustu. Við erum fólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Við erum íbúar sveitarfélaganna. Við erum fólkið sem vinnum í menntakerfinu og menntum börnin okkar. Við erum fólkið sem verður gamalt og fer á öldrunarstofnanir. Við erum fólkið sem á lífeyrissjóðina. Við erum líka fólkið sem á fjármálastofnanir. Við erum fjölskyldufólkið í landinu og viljum eiga góð samskipti við hvert annað og allan heiminn.Málið snýst um okkur Málið snýst ekki um aðra. Það snýst um okkur. Það eru ekki einhverjir aðrir. Það erum við. Við erum 321.857 Íslendingar og við erum samábyrg um að snúa dæminu við á braut farsældar fyrir okkur öll en ekki bara fyrir suma. Hverfum frá sérhagsmunapólitík sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Hverfum frá ríkispólitík Samfylkingar og Vinstri Grænna. Setjum hagsmuni heildarinnar og almannaheill í forgang. Þangað stefnir Dögun. Dögun vill breyta áherslunum og kerfinu og jafna lífskjör fólksins. Þannig hagnast allir. Við viljum réttlæti, sanngirni og lýðræði fyrir okkur öll; heimilin, fjölskyldurnar og fólkið. Við erum fólkið og viljum breyta samfélaginu með ykkur. Saman getum við það ef þið standið með okkur. Vertu með. xT.is
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun