Þegar stjórnmálamaður þegir Heimir Eyvindarson skrifar 4. apríl 2013 07:00 Þegar stjórnmálamaður þegir er hann yfirleitt bara að bíða eftir því að komast að. Sjaldgæfara er að menn hlusti í alvörunni á það sem „andstæðingurinn" hefur að segja. Björt framtíð vill breyta umræðuhefð íslenskra stjórnmála og hvetur til þess að fólk tali saman af virðingu og láti af skítkasti og níði. Ekkert skítkast er raunar eina kosningaloforð flokksins. Sumum finnst það léttvægt markmið í stjórnmálabaráttu að hvetja til bættra samskipta, en það getur svo sannarlega skipt máli. Eitt mikilvægasta viðfangsefni næstu ríkisstjórnar verður að finna skynsamlega lausn á skuldavanda heimilanna. Brýnt er að vel takist til og því lykilatriði að allar leiðir sem nefndar hafa verið – og eiga jafnvel eftir að koma fram – verði skoðaðar með opnum huga. Við höfum ekki efni á því að þingmenn þrátti um það fram eftir næsta kjörtímabili hvaða leið skuli fara og hver hafi fattað upp á hverju. Því miður er það þó svo að allnokkrar líkur eru á að svo verðì. Hversu oft höfum við ekki séð stjórnmálamenn afgreiða tillögur annarra sem argasta bull og þvætting. Án þess að skoða þær að neinu marki.Hægt að gera betur Leiðtogar fráfarandi ríkisstjórnar hafa verið fastir í þessu gamla stjórnmálafari og iðulega skellt skollaeyrum við ábendingum sem ekki koma úr þeirra ranni. Þeim hefði til að mynda betur borið gæfa til að hlusta á þá sem bentu á augljósa galla 110% leiðarinnar, sem kostaði í kringum 50 milljarða og gagnaðist fáum. Nema lánastofnunum, því með henni var tryggt að fólk sem hefði kannski betur látið stofnununum eftir eignir sínar gat haldið áfram að borga. Um stund. Ekki var heldur hlustað á þá sem bentu á nauðsyn þess að setja þak á verðbætur. Þess vegna eru þær skuldir sem færðar voru niður í 110% markið að nálgast fyrra horf. Jafnvel gott betur. Flöt 20% leiðrétting hefði vitanlega farið sömu leið, ef gripið hefði verið til þess ráðs án þess að þaksetja verðbætur. Það er ljóst að hægt er að gera betur í að laga stöðu heimilanna. Bankarnir stefna hraðbyri inn í nýtt góðæri og geta hæglega komið betur til móts við lántakendur. Staða Íbúðalánasjóðs er hins vegar öllu verri, en einhvern veginn verður samt að koma til móts við þá sem eiga lán sín þar. Það er hins vegar engin lausn að færa niður skuldir en breyta í engu umhverfinu sem við búum við. Fyrsta skrefið er að tala saman. Hlustum á hvert annað með opnum huga. Það gildir einu hvaðan góðar hugmyndir koma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar stjórnmálamaður þegir er hann yfirleitt bara að bíða eftir því að komast að. Sjaldgæfara er að menn hlusti í alvörunni á það sem „andstæðingurinn" hefur að segja. Björt framtíð vill breyta umræðuhefð íslenskra stjórnmála og hvetur til þess að fólk tali saman af virðingu og láti af skítkasti og níði. Ekkert skítkast er raunar eina kosningaloforð flokksins. Sumum finnst það léttvægt markmið í stjórnmálabaráttu að hvetja til bættra samskipta, en það getur svo sannarlega skipt máli. Eitt mikilvægasta viðfangsefni næstu ríkisstjórnar verður að finna skynsamlega lausn á skuldavanda heimilanna. Brýnt er að vel takist til og því lykilatriði að allar leiðir sem nefndar hafa verið – og eiga jafnvel eftir að koma fram – verði skoðaðar með opnum huga. Við höfum ekki efni á því að þingmenn þrátti um það fram eftir næsta kjörtímabili hvaða leið skuli fara og hver hafi fattað upp á hverju. Því miður er það þó svo að allnokkrar líkur eru á að svo verðì. Hversu oft höfum við ekki séð stjórnmálamenn afgreiða tillögur annarra sem argasta bull og þvætting. Án þess að skoða þær að neinu marki.Hægt að gera betur Leiðtogar fráfarandi ríkisstjórnar hafa verið fastir í þessu gamla stjórnmálafari og iðulega skellt skollaeyrum við ábendingum sem ekki koma úr þeirra ranni. Þeim hefði til að mynda betur borið gæfa til að hlusta á þá sem bentu á augljósa galla 110% leiðarinnar, sem kostaði í kringum 50 milljarða og gagnaðist fáum. Nema lánastofnunum, því með henni var tryggt að fólk sem hefði kannski betur látið stofnununum eftir eignir sínar gat haldið áfram að borga. Um stund. Ekki var heldur hlustað á þá sem bentu á nauðsyn þess að setja þak á verðbætur. Þess vegna eru þær skuldir sem færðar voru niður í 110% markið að nálgast fyrra horf. Jafnvel gott betur. Flöt 20% leiðrétting hefði vitanlega farið sömu leið, ef gripið hefði verið til þess ráðs án þess að þaksetja verðbætur. Það er ljóst að hægt er að gera betur í að laga stöðu heimilanna. Bankarnir stefna hraðbyri inn í nýtt góðæri og geta hæglega komið betur til móts við lántakendur. Staða Íbúðalánasjóðs er hins vegar öllu verri, en einhvern veginn verður samt að koma til móts við þá sem eiga lán sín þar. Það er hins vegar engin lausn að færa niður skuldir en breyta í engu umhverfinu sem við búum við. Fyrsta skrefið er að tala saman. Hlustum á hvert annað með opnum huga. Það gildir einu hvaðan góðar hugmyndir koma.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun