20% skuldalækkun 4. apríl 2013 07:00 Eitt brýnasta viðfangsefnið er að lækka skuldir heimilanna í landinu. Þær stökkbreyttust og hækkuðu með verðbólgunni og á sama tíma lækkaði markaðsverð húsnæðis. Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til duga skammt. Þess vegna er svo mikilvægt að ráðast til atlögu við skuldavandann. Ekki með ímynduðum hókus pókus aðgerðum. Heldur með raunverulegum aðgerðum, sem búið er að reikna út til hlítar og við vitum að muni virka fyrir almenning. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögur, sem við höfum undirbúið vel og fela í sér 20% lækkun á skuldum. Þetta eru útfærðar og raunhæfar tillögur sem hægt er að hrinda í framkvæmd mjög hratt. Tillögur sem fela í sér að fimmta hver króna af skuldum fólks falli brott, eru tillögur sem munu hafa gríðarleg áhrif á hag heimilanna í landinu. Það er ómótmælanlegt.Út á hvað ganga tillögurnar En hvernig virka þessar tillögur? Þær eru í rauninni tvíþættar: 1. Einstaklingar fá allt að 40 þúsund krónur á mánuði í sérstakan skattaafslátt vegna afborgana af íbúðaláni. Skattaafslátturinn fer beint inn á höfuðstól lánsins til lækkunar. Öllum stendur þessi leið til boða. Þetta lækkar skuldir fólks þar sem þessi skattalegi ávinningur sem fólk fær, fer til þess að greiða inn á lánið, sem lækkar það og dregur þess vegna úr skuldabyrðinni strax, varanlega og til frambúðar. 2. Hitt atriðið skiptir líka mjög miklu máli. Við leggjum til að opnað verði fyrir fólk að greiða séreignasparnað sem það aflar sér, bæði launþegaframlagið og atvinnurekendaframlagið, beint inn á lánin sín. Þetta hefur sömu áhrif. Lánið lækkar strax og varanlega til frambúðar. Þarna er mikinn ávinning að hafa. Fjármunir sem greiddir eru í dag inn á séreignalífeyrissparnað, eru skattfrjálsir þegar þeir eru greiddir inn. Þegar þeir eru teknir út, greiðast af þeim fullir skattar. Með því að ráðstafa þeim inn á húseignina til lækkunar á lánum, losna menn í rauninni við þessa skatta, en búa sér til eign í húsnæðinu. Það er það sem við almennt höfum flest gert í gegnum tíðina og þarna er verið að búa okkur til möguleika í því með þessum hætti.Gagnast skuldugum heimilum og eru framkvæmanlegar strax. En hverjum gagnast þessar ráðstafanir? Svarið er öllum skuldugum heimilum. En hlutfallslega munar mestu fyrir þá sem hafa tiltölulega lægri tekjur og ekki ofurskuldir, vegna þess að við höfum rætt um að skattaafslátturinn geti ekki orðið umfram 40 þúsund krónur. Þetta er þess vegna tekjujafnandi aðgerð, þvert á það sem einstaka pólitískir andstæðingar hafa sagt. En hversu framkvæmanlegar eru þessar tillögur? Þær eru mjög vel framkvæmanlegar. Kostnaður fyrir ríkissjóð verður ekki meiri en svo að við það verður vel ráðið. Þetta eru ekki óraunhæf gylliboð, enda sjá aðrir um þá pakka. Við höfum lagt áherslu á að reikna áhrifin fyrir almenning til hlítar og skoða hvort þessar tillögur skili árangri og séu framkvæmanlegar tafarlaust. Við vitum að þessar tillögur skila umtalsverðum ávinningi fyrir almenning; 20% skuldalækkun er hlutur sem um munar. Og við vitum að þær eru framkvæmanlegar og það strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Eitt brýnasta viðfangsefnið er að lækka skuldir heimilanna í landinu. Þær stökkbreyttust og hækkuðu með verðbólgunni og á sama tíma lækkaði markaðsverð húsnæðis. Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til duga skammt. Þess vegna er svo mikilvægt að ráðast til atlögu við skuldavandann. Ekki með ímynduðum hókus pókus aðgerðum. Heldur með raunverulegum aðgerðum, sem búið er að reikna út til hlítar og við vitum að muni virka fyrir almenning. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögur, sem við höfum undirbúið vel og fela í sér 20% lækkun á skuldum. Þetta eru útfærðar og raunhæfar tillögur sem hægt er að hrinda í framkvæmd mjög hratt. Tillögur sem fela í sér að fimmta hver króna af skuldum fólks falli brott, eru tillögur sem munu hafa gríðarleg áhrif á hag heimilanna í landinu. Það er ómótmælanlegt.Út á hvað ganga tillögurnar En hvernig virka þessar tillögur? Þær eru í rauninni tvíþættar: 1. Einstaklingar fá allt að 40 þúsund krónur á mánuði í sérstakan skattaafslátt vegna afborgana af íbúðaláni. Skattaafslátturinn fer beint inn á höfuðstól lánsins til lækkunar. Öllum stendur þessi leið til boða. Þetta lækkar skuldir fólks þar sem þessi skattalegi ávinningur sem fólk fær, fer til þess að greiða inn á lánið, sem lækkar það og dregur þess vegna úr skuldabyrðinni strax, varanlega og til frambúðar. 2. Hitt atriðið skiptir líka mjög miklu máli. Við leggjum til að opnað verði fyrir fólk að greiða séreignasparnað sem það aflar sér, bæði launþegaframlagið og atvinnurekendaframlagið, beint inn á lánin sín. Þetta hefur sömu áhrif. Lánið lækkar strax og varanlega til frambúðar. Þarna er mikinn ávinning að hafa. Fjármunir sem greiddir eru í dag inn á séreignalífeyrissparnað, eru skattfrjálsir þegar þeir eru greiddir inn. Þegar þeir eru teknir út, greiðast af þeim fullir skattar. Með því að ráðstafa þeim inn á húseignina til lækkunar á lánum, losna menn í rauninni við þessa skatta, en búa sér til eign í húsnæðinu. Það er það sem við almennt höfum flest gert í gegnum tíðina og þarna er verið að búa okkur til möguleika í því með þessum hætti.Gagnast skuldugum heimilum og eru framkvæmanlegar strax. En hverjum gagnast þessar ráðstafanir? Svarið er öllum skuldugum heimilum. En hlutfallslega munar mestu fyrir þá sem hafa tiltölulega lægri tekjur og ekki ofurskuldir, vegna þess að við höfum rætt um að skattaafslátturinn geti ekki orðið umfram 40 þúsund krónur. Þetta er þess vegna tekjujafnandi aðgerð, þvert á það sem einstaka pólitískir andstæðingar hafa sagt. En hversu framkvæmanlegar eru þessar tillögur? Þær eru mjög vel framkvæmanlegar. Kostnaður fyrir ríkissjóð verður ekki meiri en svo að við það verður vel ráðið. Þetta eru ekki óraunhæf gylliboð, enda sjá aðrir um þá pakka. Við höfum lagt áherslu á að reikna áhrifin fyrir almenning til hlítar og skoða hvort þessar tillögur skili árangri og séu framkvæmanlegar tafarlaust. Við vitum að þessar tillögur skila umtalsverðum ávinningi fyrir almenning; 20% skuldalækkun er hlutur sem um munar. Og við vitum að þær eru framkvæmanlegar og það strax.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun