20% skuldalækkun 4. apríl 2013 07:00 Eitt brýnasta viðfangsefnið er að lækka skuldir heimilanna í landinu. Þær stökkbreyttust og hækkuðu með verðbólgunni og á sama tíma lækkaði markaðsverð húsnæðis. Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til duga skammt. Þess vegna er svo mikilvægt að ráðast til atlögu við skuldavandann. Ekki með ímynduðum hókus pókus aðgerðum. Heldur með raunverulegum aðgerðum, sem búið er að reikna út til hlítar og við vitum að muni virka fyrir almenning. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögur, sem við höfum undirbúið vel og fela í sér 20% lækkun á skuldum. Þetta eru útfærðar og raunhæfar tillögur sem hægt er að hrinda í framkvæmd mjög hratt. Tillögur sem fela í sér að fimmta hver króna af skuldum fólks falli brott, eru tillögur sem munu hafa gríðarleg áhrif á hag heimilanna í landinu. Það er ómótmælanlegt.Út á hvað ganga tillögurnar En hvernig virka þessar tillögur? Þær eru í rauninni tvíþættar: 1. Einstaklingar fá allt að 40 þúsund krónur á mánuði í sérstakan skattaafslátt vegna afborgana af íbúðaláni. Skattaafslátturinn fer beint inn á höfuðstól lánsins til lækkunar. Öllum stendur þessi leið til boða. Þetta lækkar skuldir fólks þar sem þessi skattalegi ávinningur sem fólk fær, fer til þess að greiða inn á lánið, sem lækkar það og dregur þess vegna úr skuldabyrðinni strax, varanlega og til frambúðar. 2. Hitt atriðið skiptir líka mjög miklu máli. Við leggjum til að opnað verði fyrir fólk að greiða séreignasparnað sem það aflar sér, bæði launþegaframlagið og atvinnurekendaframlagið, beint inn á lánin sín. Þetta hefur sömu áhrif. Lánið lækkar strax og varanlega til frambúðar. Þarna er mikinn ávinning að hafa. Fjármunir sem greiddir eru í dag inn á séreignalífeyrissparnað, eru skattfrjálsir þegar þeir eru greiddir inn. Þegar þeir eru teknir út, greiðast af þeim fullir skattar. Með því að ráðstafa þeim inn á húseignina til lækkunar á lánum, losna menn í rauninni við þessa skatta, en búa sér til eign í húsnæðinu. Það er það sem við almennt höfum flest gert í gegnum tíðina og þarna er verið að búa okkur til möguleika í því með þessum hætti.Gagnast skuldugum heimilum og eru framkvæmanlegar strax. En hverjum gagnast þessar ráðstafanir? Svarið er öllum skuldugum heimilum. En hlutfallslega munar mestu fyrir þá sem hafa tiltölulega lægri tekjur og ekki ofurskuldir, vegna þess að við höfum rætt um að skattaafslátturinn geti ekki orðið umfram 40 þúsund krónur. Þetta er þess vegna tekjujafnandi aðgerð, þvert á það sem einstaka pólitískir andstæðingar hafa sagt. En hversu framkvæmanlegar eru þessar tillögur? Þær eru mjög vel framkvæmanlegar. Kostnaður fyrir ríkissjóð verður ekki meiri en svo að við það verður vel ráðið. Þetta eru ekki óraunhæf gylliboð, enda sjá aðrir um þá pakka. Við höfum lagt áherslu á að reikna áhrifin fyrir almenning til hlítar og skoða hvort þessar tillögur skili árangri og séu framkvæmanlegar tafarlaust. Við vitum að þessar tillögur skila umtalsverðum ávinningi fyrir almenning; 20% skuldalækkun er hlutur sem um munar. Og við vitum að þær eru framkvæmanlegar og það strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt brýnasta viðfangsefnið er að lækka skuldir heimilanna í landinu. Þær stökkbreyttust og hækkuðu með verðbólgunni og á sama tíma lækkaði markaðsverð húsnæðis. Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til duga skammt. Þess vegna er svo mikilvægt að ráðast til atlögu við skuldavandann. Ekki með ímynduðum hókus pókus aðgerðum. Heldur með raunverulegum aðgerðum, sem búið er að reikna út til hlítar og við vitum að muni virka fyrir almenning. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögur, sem við höfum undirbúið vel og fela í sér 20% lækkun á skuldum. Þetta eru útfærðar og raunhæfar tillögur sem hægt er að hrinda í framkvæmd mjög hratt. Tillögur sem fela í sér að fimmta hver króna af skuldum fólks falli brott, eru tillögur sem munu hafa gríðarleg áhrif á hag heimilanna í landinu. Það er ómótmælanlegt.Út á hvað ganga tillögurnar En hvernig virka þessar tillögur? Þær eru í rauninni tvíþættar: 1. Einstaklingar fá allt að 40 þúsund krónur á mánuði í sérstakan skattaafslátt vegna afborgana af íbúðaláni. Skattaafslátturinn fer beint inn á höfuðstól lánsins til lækkunar. Öllum stendur þessi leið til boða. Þetta lækkar skuldir fólks þar sem þessi skattalegi ávinningur sem fólk fær, fer til þess að greiða inn á lánið, sem lækkar það og dregur þess vegna úr skuldabyrðinni strax, varanlega og til frambúðar. 2. Hitt atriðið skiptir líka mjög miklu máli. Við leggjum til að opnað verði fyrir fólk að greiða séreignasparnað sem það aflar sér, bæði launþegaframlagið og atvinnurekendaframlagið, beint inn á lánin sín. Þetta hefur sömu áhrif. Lánið lækkar strax og varanlega til frambúðar. Þarna er mikinn ávinning að hafa. Fjármunir sem greiddir eru í dag inn á séreignalífeyrissparnað, eru skattfrjálsir þegar þeir eru greiddir inn. Þegar þeir eru teknir út, greiðast af þeim fullir skattar. Með því að ráðstafa þeim inn á húseignina til lækkunar á lánum, losna menn í rauninni við þessa skatta, en búa sér til eign í húsnæðinu. Það er það sem við almennt höfum flest gert í gegnum tíðina og þarna er verið að búa okkur til möguleika í því með þessum hætti.Gagnast skuldugum heimilum og eru framkvæmanlegar strax. En hverjum gagnast þessar ráðstafanir? Svarið er öllum skuldugum heimilum. En hlutfallslega munar mestu fyrir þá sem hafa tiltölulega lægri tekjur og ekki ofurskuldir, vegna þess að við höfum rætt um að skattaafslátturinn geti ekki orðið umfram 40 þúsund krónur. Þetta er þess vegna tekjujafnandi aðgerð, þvert á það sem einstaka pólitískir andstæðingar hafa sagt. En hversu framkvæmanlegar eru þessar tillögur? Þær eru mjög vel framkvæmanlegar. Kostnaður fyrir ríkissjóð verður ekki meiri en svo að við það verður vel ráðið. Þetta eru ekki óraunhæf gylliboð, enda sjá aðrir um þá pakka. Við höfum lagt áherslu á að reikna áhrifin fyrir almenning til hlítar og skoða hvort þessar tillögur skili árangri og séu framkvæmanlegar tafarlaust. Við vitum að þessar tillögur skila umtalsverðum ávinningi fyrir almenning; 20% skuldalækkun er hlutur sem um munar. Og við vitum að þær eru framkvæmanlegar og það strax.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun