Það er ekki lýðræði á Íslandi Guðrún Edda Reynisdóttir skrifar 11. apríl 2013 07:00 Þessi grein er hluti af verkefni sem nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands fengu úthlutað. Það er okkar hjartans mál að rödd unga fólksins í landinu fái að heyrast. Þess vegna viljum við að kjörgengi verði lækkað niður í 16 ára aldur. Í samfélaginu hafa verið uppi þau rök að 16 ára ungmenni hafi ekki þroska til þess að kjósa um hagsmuni þjóðarinnar. Hver ber hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti? Allir eru með mismunandi skoðanir á því hvað sé rétta leiðin. Okkar skoðun er sú að 16 og 17 ára einstaklingar hafi rétt á sinni skoðun alveg eins og maður eða kona á miðjum aldri. Við teljum að allir einstaklingar 16 ára og eldri geti kosið eftir sinni tilfinningu og skoðunum og að lægri kosningaaldur myndi ýta undir áhuga og virkja lýðræðið enn þá betur. Lægri kosningaaldur hefði jákvæð áhrif á þroska og vitsmuni ungmenna og þau yrðu fyrr að ábyrgum þátttakendum í samfélaginu. Ef miðað væri við 16 ára aldur væri það líka á ábyrgð stjórnmálaafla að höfða til yngri kjósenda og þar af leiðandi ætti svokallað lýðræði að verða öflugra. Gera má ráð fyrir því að ef þeir sem væru 16 ára mættu kjósa myndu stjórnmálamenn byrja á að ræða meira og betur málefni unga fólksins og reyna að höfða til þess fyrir kosningar. Ef kjörgengi væri miðað við 16 ára aldur yrði fræðsla um lýðræði og kosningarétt meiri í skólum landsins og samfélaginu öllu. Ef við tölum út frá náttúrauðlindum þá spyrjum við, af hverju eiga þeir sem yngri eru ekki að fá að kjósa? Málefnin sem kosið er um eiga eftir að snerta ungt fólk meira en nokkurn tímann þau sem eru á miðjum aldri, því við kjósum um framtíðina og unga fólkið er framtíðin. Það er þessi aldur sem mun síðan taka við landinu og það er mikilvægt að þau fái að taka þátt í mótun framtíðarinnar. Eftir 16 ára aldur er ekki lengur skólaskylda á Íslandi og það eru alltaf einstaklingar sem fara út á vinnumarkaðinn strax eftir grunnskóla. Þeir einstaklingar sem fara að vinna þurfa að borga skatta eins og við hin, kaupa í matinn og greiða af húsnæði (leiga/kaup). Í dag hafa þau ekkert um það að segja í hvað þeirra skattpeningar fara eða um hvaða málefni og umbætur er kosið. Í 12. og 13. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem nýverið er orðinn lög á Íslandi, segir að tryggja skuli að barn hafi rétt til þess að láta frjálslega í ljós eigin skoðanir á öllum málum sem þau varða. Út frá þessum lögum má túlka að ungmenni á Íslandi eigi að fá að kjósa. Sáttmálinn var samþykktur á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989, undirritaður fyrir Íslands hönd 1990, fullgiltur árið 1992 og lögfestur 2013. 12. gr. 1. Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. 2. Vegna þessa skal barni einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi sem barnið varðar, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeigandi stofnunar, á þann hátt sem samræmist reglum í lögum um málsmeðferð. 13. gr. 1. Barn á rétt til að láta í ljós skoðanir sínar, og felur það í sér rétt til að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra, annaðhvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista eða eftir hvers kyns öðrum leiðum að vali þess. 2. Láta má rétt þennan sæta vissum takmörkunum, en þó aðeins að því marki sem mælt er fyrir í lögum og er nauðsynlegt a) til þess að virða réttindi eða mannorð annarra, eða b) til að gæta öryggis þjóðarinnar eða allsherjarreglu (fr. ordre public), eða heilbrigðis almennings eða siðgæðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessi grein er hluti af verkefni sem nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands fengu úthlutað. Það er okkar hjartans mál að rödd unga fólksins í landinu fái að heyrast. Þess vegna viljum við að kjörgengi verði lækkað niður í 16 ára aldur. Í samfélaginu hafa verið uppi þau rök að 16 ára ungmenni hafi ekki þroska til þess að kjósa um hagsmuni þjóðarinnar. Hver ber hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti? Allir eru með mismunandi skoðanir á því hvað sé rétta leiðin. Okkar skoðun er sú að 16 og 17 ára einstaklingar hafi rétt á sinni skoðun alveg eins og maður eða kona á miðjum aldri. Við teljum að allir einstaklingar 16 ára og eldri geti kosið eftir sinni tilfinningu og skoðunum og að lægri kosningaaldur myndi ýta undir áhuga og virkja lýðræðið enn þá betur. Lægri kosningaaldur hefði jákvæð áhrif á þroska og vitsmuni ungmenna og þau yrðu fyrr að ábyrgum þátttakendum í samfélaginu. Ef miðað væri við 16 ára aldur væri það líka á ábyrgð stjórnmálaafla að höfða til yngri kjósenda og þar af leiðandi ætti svokallað lýðræði að verða öflugra. Gera má ráð fyrir því að ef þeir sem væru 16 ára mættu kjósa myndu stjórnmálamenn byrja á að ræða meira og betur málefni unga fólksins og reyna að höfða til þess fyrir kosningar. Ef kjörgengi væri miðað við 16 ára aldur yrði fræðsla um lýðræði og kosningarétt meiri í skólum landsins og samfélaginu öllu. Ef við tölum út frá náttúrauðlindum þá spyrjum við, af hverju eiga þeir sem yngri eru ekki að fá að kjósa? Málefnin sem kosið er um eiga eftir að snerta ungt fólk meira en nokkurn tímann þau sem eru á miðjum aldri, því við kjósum um framtíðina og unga fólkið er framtíðin. Það er þessi aldur sem mun síðan taka við landinu og það er mikilvægt að þau fái að taka þátt í mótun framtíðarinnar. Eftir 16 ára aldur er ekki lengur skólaskylda á Íslandi og það eru alltaf einstaklingar sem fara út á vinnumarkaðinn strax eftir grunnskóla. Þeir einstaklingar sem fara að vinna þurfa að borga skatta eins og við hin, kaupa í matinn og greiða af húsnæði (leiga/kaup). Í dag hafa þau ekkert um það að segja í hvað þeirra skattpeningar fara eða um hvaða málefni og umbætur er kosið. Í 12. og 13. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem nýverið er orðinn lög á Íslandi, segir að tryggja skuli að barn hafi rétt til þess að láta frjálslega í ljós eigin skoðanir á öllum málum sem þau varða. Út frá þessum lögum má túlka að ungmenni á Íslandi eigi að fá að kjósa. Sáttmálinn var samþykktur á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989, undirritaður fyrir Íslands hönd 1990, fullgiltur árið 1992 og lögfestur 2013. 12. gr. 1. Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. 2. Vegna þessa skal barni einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi sem barnið varðar, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeigandi stofnunar, á þann hátt sem samræmist reglum í lögum um málsmeðferð. 13. gr. 1. Barn á rétt til að láta í ljós skoðanir sínar, og felur það í sér rétt til að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra, annaðhvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista eða eftir hvers kyns öðrum leiðum að vali þess. 2. Láta má rétt þennan sæta vissum takmörkunum, en þó aðeins að því marki sem mælt er fyrir í lögum og er nauðsynlegt a) til þess að virða réttindi eða mannorð annarra, eða b) til að gæta öryggis þjóðarinnar eða allsherjarreglu (fr. ordre public), eða heilbrigðis almennings eða siðgæðis.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun