Mannauðsflóttinn frá Íslandi Karen Elísabet Halldórsdóttir skrifar 11. apríl 2013 07:00 Ein mesta ógnin við mögulegan vöxt íslensks efnahags og versta afleiðing efnahagshrunsins er landflóttinn, mannauðstapið. Frá árinu 2009 hafa um 2,7% þjóðarinnar flutt af landi brott, sem er gífurlega hátt hlutfall af ekki stærri eyþjóð. Alltof margir hafa ákveðið að hag sínum sé betur borgið annars staðar. Sumir fóru vegna þess að þeir sáu ekki fram úr skuldum, misstu vinnuna, lækkuðu í tekjum, vegna versnandi vinnuumhverfis og síðast en ekki síst vegna þess að þeir höfðu ekki trú á aðgerðum stjórnvalda til þess að byggja hér upp trúverðuga framtíð. Við vitum af hryllilegum staðreyndum þess efnis að hér séu heilu stéttirnar að hverfa úr landi, nefni hér sérfræðilækna sérstaklega. Ríkisstjórnin hefur útskýrt þetta sem minnkandi atvinnuleysi á Íslandi. Ég útskýri þetta sem sjúkt atvinnulíf og blóðtöku sem ekki verður unað við öllu lengur. Ég tel að þessir brottfluttu Íslendingar eigi það meira og minna sameiginlegt að bíða eftir því að aðstæður breytist „heima“ svo þeir geti snúið aftur. Hér vill fólk eiga heima og bera sín bein. Hér bíðum við eftir því að fá ástvinina okkar heim. Til þess þurfa aðstæður að breytast. Hér þarf fjárfesting að fara af stað svo að atvinnutækifærum fjölgi og síðast en ekki síst atvinnuöryggi aukist. Eins og staðan er í dag eru mörg fyrirtæki orðin þreytt á óhóflegri skattastefnu ríkisins og því skekkta samkeppnisumhverfi sem hér ríkir vegna afskrifta tiltekinna fyrirtækja. Það er ekki sjálfgefið að einstaklingar séu í atvinnurekstri því ábyrgðin sem því fylgir er ekki fyrir hvern sem er og oft vanmetin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið með raunhæfar lausnir fyrir einstaklinga og heimili. Við ætlum, líkt og aðrir flokkar, ekki að gefa tommu eftir í samningaviðræðum við vogunarsjóðina. Ef þetta svigrúm myndast sem fólk vonast eftir munum við að sjálfsögðu nýta það til góðra verka heimilunum og samfélaginu öllu til góða. Ekki skortir hugmyndirnar um nauðsynleg verkefni sem þarf að ráðast í. Við gefum okkur niðurstöðuna samt sem áður ekki fyrir fram þar sem það er einfaldlega óábyrgt. Í Sjálfstæðisflokknum er einvalalið einstaklinga sem hæfastir eru til þess að leiða slíkar samningaviðræður þjóðinni til heilla. Merkjum X við D. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ein mesta ógnin við mögulegan vöxt íslensks efnahags og versta afleiðing efnahagshrunsins er landflóttinn, mannauðstapið. Frá árinu 2009 hafa um 2,7% þjóðarinnar flutt af landi brott, sem er gífurlega hátt hlutfall af ekki stærri eyþjóð. Alltof margir hafa ákveðið að hag sínum sé betur borgið annars staðar. Sumir fóru vegna þess að þeir sáu ekki fram úr skuldum, misstu vinnuna, lækkuðu í tekjum, vegna versnandi vinnuumhverfis og síðast en ekki síst vegna þess að þeir höfðu ekki trú á aðgerðum stjórnvalda til þess að byggja hér upp trúverðuga framtíð. Við vitum af hryllilegum staðreyndum þess efnis að hér séu heilu stéttirnar að hverfa úr landi, nefni hér sérfræðilækna sérstaklega. Ríkisstjórnin hefur útskýrt þetta sem minnkandi atvinnuleysi á Íslandi. Ég útskýri þetta sem sjúkt atvinnulíf og blóðtöku sem ekki verður unað við öllu lengur. Ég tel að þessir brottfluttu Íslendingar eigi það meira og minna sameiginlegt að bíða eftir því að aðstæður breytist „heima“ svo þeir geti snúið aftur. Hér vill fólk eiga heima og bera sín bein. Hér bíðum við eftir því að fá ástvinina okkar heim. Til þess þurfa aðstæður að breytast. Hér þarf fjárfesting að fara af stað svo að atvinnutækifærum fjölgi og síðast en ekki síst atvinnuöryggi aukist. Eins og staðan er í dag eru mörg fyrirtæki orðin þreytt á óhóflegri skattastefnu ríkisins og því skekkta samkeppnisumhverfi sem hér ríkir vegna afskrifta tiltekinna fyrirtækja. Það er ekki sjálfgefið að einstaklingar séu í atvinnurekstri því ábyrgðin sem því fylgir er ekki fyrir hvern sem er og oft vanmetin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið með raunhæfar lausnir fyrir einstaklinga og heimili. Við ætlum, líkt og aðrir flokkar, ekki að gefa tommu eftir í samningaviðræðum við vogunarsjóðina. Ef þetta svigrúm myndast sem fólk vonast eftir munum við að sjálfsögðu nýta það til góðra verka heimilunum og samfélaginu öllu til góða. Ekki skortir hugmyndirnar um nauðsynleg verkefni sem þarf að ráðast í. Við gefum okkur niðurstöðuna samt sem áður ekki fyrir fram þar sem það er einfaldlega óábyrgt. Í Sjálfstæðisflokknum er einvalalið einstaklinga sem hæfastir eru til þess að leiða slíkar samningaviðræður þjóðinni til heilla. Merkjum X við D.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun