Menntamálin í forgang Skúli Helgason skrifar 11. apríl 2013 07:00 Velferðarmál, ekki síst heilbrigðismál og menntamál, verðskulda mun meiri umræðu en verið hefur í kosningabaráttunni. Við jafnaðarmenn viljum að menntamálin fái aukinn forgang í íslenskum stjórnmálum enda er öflugt menntakerfi forsenda velferðar heimilanna og fjölbreytts atvinnulífs.Á forsendum nemenda Margt er prýðisvel gert í íslensku skólakerfi og þúsundir kennara vinna mikilvægt starf á hverjum degi um land allt. Við þurfum hins vegar að mæta af krafti ákveðnum áskorunum, ekki síst þeirri að brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum er með því mesta sem þekkist í Evrópu – þriðjungur nemenda hættir án þess að ljúka námi og það er óviðunandi sóun á mannauði og fjármunum. Verk- og tækninám fer halloka fyrir bóknámi í skólakerfinu og fjárveitingar til framhaldsskóla og háskóla eru of lágar borið saman við Norðurlöndin og meirihluta ríkja innan OECD. Samfylkingin vill bregðast við þessu með því að takast á við brotthvarf með forvörnum og skimun strax í grunnskólum, bjóða persónubundna námskrá fyrir þá sem eru í „áhættuhópum“, auka fjölbreytni í kennslu og áherslu á verklegt nám og verkefnabundið nám. Mikilvægt er að öllum nemendum standi til boða námsráðgjöf og síðar starfsráðgjöf. Auka þarf fjárveitingar til framhaldsskóla og háskóla samhliða aðgerðum sem auka samvinnu, verkaskiptingu og sameiningu háskóla, ef og þegar hún skilar bættu skólastarfi og skynsamlegri nýtingu fjármuna.Áhersla á verk-, tækni- og listnám Lengi hefur verið talað um þörfina fyrir aukið verk- og tækninám, en minna orðið úr raunverulegum breytingum á forgangsröðun og viðhorfum í samfélaginu og skólakerfinu. Samfylkingin hefur mótað aðgerðaáætlun um eflingu verk-, tækni- og listnáms, sem m.a. felur í sér hvatningarátak með kynningu á fjölbreyttum valkostum í slíku námi, markvissa vinnu gegn fordómum í garð þessara greina, aukið vægi þeirra á öllum skólastigum, svo sem með verklegu námi í smiðjum um land allt í samstarfi við atvinnulífið o.m.fl. Samfylkingin vill bæta námslánakerfið, hækka grunnframfærslu námslána og breyta fjórðungi lána í styrk. Samfylkingin er síðan eini flokkurinn sem leggur áherslu á að taka upp að nýju samtímagreiðslur námslána og leysa þar með námsmenn undan þeirri kvöð að þurfa að taka yfirdráttarlán í bönkum meðan þeir bíða eftir útborgun námslána. Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi það fyrirkomulag illu heilli fyrir 20 árum og það kostar námsmenn stórar fúlgur á hverju ári, auk þess að fela í sér óeðlilega ríkisaðstoð við fjármálastofnanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Skúli Helgason Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Velferðarmál, ekki síst heilbrigðismál og menntamál, verðskulda mun meiri umræðu en verið hefur í kosningabaráttunni. Við jafnaðarmenn viljum að menntamálin fái aukinn forgang í íslenskum stjórnmálum enda er öflugt menntakerfi forsenda velferðar heimilanna og fjölbreytts atvinnulífs.Á forsendum nemenda Margt er prýðisvel gert í íslensku skólakerfi og þúsundir kennara vinna mikilvægt starf á hverjum degi um land allt. Við þurfum hins vegar að mæta af krafti ákveðnum áskorunum, ekki síst þeirri að brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum er með því mesta sem þekkist í Evrópu – þriðjungur nemenda hættir án þess að ljúka námi og það er óviðunandi sóun á mannauði og fjármunum. Verk- og tækninám fer halloka fyrir bóknámi í skólakerfinu og fjárveitingar til framhaldsskóla og háskóla eru of lágar borið saman við Norðurlöndin og meirihluta ríkja innan OECD. Samfylkingin vill bregðast við þessu með því að takast á við brotthvarf með forvörnum og skimun strax í grunnskólum, bjóða persónubundna námskrá fyrir þá sem eru í „áhættuhópum“, auka fjölbreytni í kennslu og áherslu á verklegt nám og verkefnabundið nám. Mikilvægt er að öllum nemendum standi til boða námsráðgjöf og síðar starfsráðgjöf. Auka þarf fjárveitingar til framhaldsskóla og háskóla samhliða aðgerðum sem auka samvinnu, verkaskiptingu og sameiningu háskóla, ef og þegar hún skilar bættu skólastarfi og skynsamlegri nýtingu fjármuna.Áhersla á verk-, tækni- og listnám Lengi hefur verið talað um þörfina fyrir aukið verk- og tækninám, en minna orðið úr raunverulegum breytingum á forgangsröðun og viðhorfum í samfélaginu og skólakerfinu. Samfylkingin hefur mótað aðgerðaáætlun um eflingu verk-, tækni- og listnáms, sem m.a. felur í sér hvatningarátak með kynningu á fjölbreyttum valkostum í slíku námi, markvissa vinnu gegn fordómum í garð þessara greina, aukið vægi þeirra á öllum skólastigum, svo sem með verklegu námi í smiðjum um land allt í samstarfi við atvinnulífið o.m.fl. Samfylkingin vill bæta námslánakerfið, hækka grunnframfærslu námslána og breyta fjórðungi lána í styrk. Samfylkingin er síðan eini flokkurinn sem leggur áherslu á að taka upp að nýju samtímagreiðslur námslána og leysa þar með námsmenn undan þeirri kvöð að þurfa að taka yfirdráttarlán í bönkum meðan þeir bíða eftir útborgun námslána. Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi það fyrirkomulag illu heilli fyrir 20 árum og það kostar námsmenn stórar fúlgur á hverju ári, auk þess að fela í sér óeðlilega ríkisaðstoð við fjármálastofnanir.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar