Stjórnarskráin er enn á floti Árni Þór Sigurðsson skrifar 17. apríl 2013 07:30 Margir eru vonsviknir yfir lyktum stjórnarskrármálsins á því þingi sem nú er nýlokið. Aðrir leggja meira kapp á önnur mál eins og gengur. Ég er í hópi þeirra sem vildu svo gjarnan sjá veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, á þeim grunni sem stjórnlagaráð vann og kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. En er ástæða til að örvænta um breytingar á stjórnarskrá? Svo tel ég ekki vera. Breytingar á stjórnarskrá er flókið ferli og það er eðlilegt um slíka grundvallarlöggjöf. Hins vegar var rík krafa í samfélaginu í kjölfar hrunsins að gerðar yrðu gagngerar breytingar á stjórnarskránni, með nýjum mannréttindaákvæðum, endurskoðun stjórnskipunarinnar, ákvæðum um auðlindir í þjóðareigu, jöfnun atkvæðisréttar, þjóðaratkvæðagreiðslum o.fl. Við í Vinstri grænum studdum þær stjórnarfarsumbætur sem unnar voru af þjóðfundi, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráði, þótt vissulega séu skiptar skoðanir um einstaka útfærslur. Þegar málið kom til kasta Alþingis varð ljóst að talsverð andstaða var við tillögur stjórnlagaráðs, fyrst og fremst af hálfu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Núverandi stjórnskipun gerir kröfu um að breytingar á stjórnarskrá séu samþykktar á tveimur þingum með alþingiskosningum á milli. Þess vegna var mikilvægt að ná sem breiðastri samstöðu um stjórnarskrárbreytingarnar, því ef næsta þing samþykkir þær ekki, hefði verið til lítils barist. Það er í þessu samhengi sem þess var freistað að ná fram tilteknum breytingum nú og tryggja áframhaldandi vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili, á þeim grunni sem unnið hefur verið. Að knýja fram breytingar með minnsta meirihluta, jafnvel með því að stöðva umræðu um málið á Alþingi, hefði verið ávísun á að breytingarnar hefðu ekki náð fram á næsta þingi. Þá fyrst hefði málið raunverulega dáið drottni sínum. Þetta er blákaldur raunveruleikinn sem menn verða að horfast í augu við, þótt sárt sé. Í mínum huga var það ekki góður kostur. Tillaga formanna Vinstri grænna, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar um að á næsta kjörtímabili væri heimilt að gera breytingar á stjórnarskránni án þess að það tæki endilega heilt kjörtímabil var þess vegna nauðsynleg til að tryggja málinu framhaldslíf. Nú er deilt um hvort svokallaður samþykkisþröskuldur, þ.e. 40% kosningabærra manna þurfi að samþykkja breytingar, sé eðlilegur eða sanngjarn. Hann er vissulega hár en þó lægri en nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar höfðu lagt til, sem var 50%. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði lagt til 25%. Hér var því um ákveðna málamiðlun að ræða. Vinstri græn munu beita sér fyrir því að stjórnarskrármálið verði strax tekið upp á nýju þingi og unnið áfram með þær tillögur að nýrri stjórnarskrá sem fyrir liggja, með það að markmiði að unnt verði að kjósa um þær, t.d. samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2014. Það ætti að tryggja góða þátttöku og miðað við reynslu okkar á Íslandi, þar sem kosningaþátttaka er almennt í kringum 80%, þýðir 40% samþykkisþröskuldur í raun samþykki einfalds meirihluta. Það er alls ekki óviðráðanlegt. Þess vegna er stjórnarskrármálið enn á floti, en til þess þarf að tryggja að þeir flokkar sem helst hafa beitt sér gegn nýrri stjórnarskrá, fái ekki stöðu til þess að stöðva málið. Við Vinstri græn viljum hiklaust halda málinu áfram og tryggja þjóðinni nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margir eru vonsviknir yfir lyktum stjórnarskrármálsins á því þingi sem nú er nýlokið. Aðrir leggja meira kapp á önnur mál eins og gengur. Ég er í hópi þeirra sem vildu svo gjarnan sjá veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, á þeim grunni sem stjórnlagaráð vann og kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. En er ástæða til að örvænta um breytingar á stjórnarskrá? Svo tel ég ekki vera. Breytingar á stjórnarskrá er flókið ferli og það er eðlilegt um slíka grundvallarlöggjöf. Hins vegar var rík krafa í samfélaginu í kjölfar hrunsins að gerðar yrðu gagngerar breytingar á stjórnarskránni, með nýjum mannréttindaákvæðum, endurskoðun stjórnskipunarinnar, ákvæðum um auðlindir í þjóðareigu, jöfnun atkvæðisréttar, þjóðaratkvæðagreiðslum o.fl. Við í Vinstri grænum studdum þær stjórnarfarsumbætur sem unnar voru af þjóðfundi, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráði, þótt vissulega séu skiptar skoðanir um einstaka útfærslur. Þegar málið kom til kasta Alþingis varð ljóst að talsverð andstaða var við tillögur stjórnlagaráðs, fyrst og fremst af hálfu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Núverandi stjórnskipun gerir kröfu um að breytingar á stjórnarskrá séu samþykktar á tveimur þingum með alþingiskosningum á milli. Þess vegna var mikilvægt að ná sem breiðastri samstöðu um stjórnarskrárbreytingarnar, því ef næsta þing samþykkir þær ekki, hefði verið til lítils barist. Það er í þessu samhengi sem þess var freistað að ná fram tilteknum breytingum nú og tryggja áframhaldandi vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili, á þeim grunni sem unnið hefur verið. Að knýja fram breytingar með minnsta meirihluta, jafnvel með því að stöðva umræðu um málið á Alþingi, hefði verið ávísun á að breytingarnar hefðu ekki náð fram á næsta þingi. Þá fyrst hefði málið raunverulega dáið drottni sínum. Þetta er blákaldur raunveruleikinn sem menn verða að horfast í augu við, þótt sárt sé. Í mínum huga var það ekki góður kostur. Tillaga formanna Vinstri grænna, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar um að á næsta kjörtímabili væri heimilt að gera breytingar á stjórnarskránni án þess að það tæki endilega heilt kjörtímabil var þess vegna nauðsynleg til að tryggja málinu framhaldslíf. Nú er deilt um hvort svokallaður samþykkisþröskuldur, þ.e. 40% kosningabærra manna þurfi að samþykkja breytingar, sé eðlilegur eða sanngjarn. Hann er vissulega hár en þó lægri en nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar höfðu lagt til, sem var 50%. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði lagt til 25%. Hér var því um ákveðna málamiðlun að ræða. Vinstri græn munu beita sér fyrir því að stjórnarskrármálið verði strax tekið upp á nýju þingi og unnið áfram með þær tillögur að nýrri stjórnarskrá sem fyrir liggja, með það að markmiði að unnt verði að kjósa um þær, t.d. samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2014. Það ætti að tryggja góða þátttöku og miðað við reynslu okkar á Íslandi, þar sem kosningaþátttaka er almennt í kringum 80%, þýðir 40% samþykkisþröskuldur í raun samþykki einfalds meirihluta. Það er alls ekki óviðráðanlegt. Þess vegna er stjórnarskrármálið enn á floti, en til þess þarf að tryggja að þeir flokkar sem helst hafa beitt sér gegn nýrri stjórnarskrá, fái ekki stöðu til þess að stöðva málið. Við Vinstri græn viljum hiklaust halda málinu áfram og tryggja þjóðinni nýja stjórnarskrá.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun