Erlendi risinn á bak við íslenska nafnið Viðar Þorkelsson skrifar 18. apríl 2013 06:00 Ágreiningur er milli Valitor og Samkeppniseftirlitsins um túlkun samkeppnislaga varðandi starfsemi fyrirtækisins á árunum 2007-2008. Þar hefur m.a. verið litið framhjá þeirri staðreynd að Valitor var ekki í beinni í samkeppni við Kortaþjónustuna í færsluhirðingu* á þessum tíma, heldur við erlenda risann á bak við íslenska nafnið. Það vekur undrun að hér skuli kosið að láta sem eftirfarandi samhengi skipti engu máli. Skandinavíska færsluhirðingarfyrirtækið Teller (áður PBS) er eitt af stærstu fyrirtækjum sinnar tegundar í Evrópu og er velta Teller um 15 sinnum meiri en velta Valitor. Teller dafnar vel í skjóli yfirgnæfandi markaðshlutdeildar í Danmörku með fulltingi yfirvalda þar í landi og er að auki með yfirburðastöðu á mörkuðunum í Noregi og Finnlandi. Árið 2002 hélt þetta erlenda risafyrirtæki innreið sína á íslenska markaðinn, ekki þó undir eigin nafni heldur undir nafninu Kortaþjónustan, sem var í raun söluskrifstofa fyrir Teller hér á landi. Allar færslur voru að sjálfsögðu sendar úr landi til Danmerkur enda var Teller hinn raunverulegi færsluhirðir en ekki Kortaþjónustan. Munurinn á íslenskum færsluhirðingarfyrirtækjum og erlendum kom svo vel í ljós þegar mest á reyndi í kjölfar hrunsins 2008 og flestar dyr lokuðust á Íslendinga. Þá tókst Valitor og Borgun með erfiðismunum að halda uppi eðlilegri þjónustu og gera reglulega upp við sína viðskiptavini. Teller lét sig hins vegar ekki varða meira um íslenska hagsmuni en svo að röskun, jafnvel upp á margar vikur, varð á greiðslum til hérlendra fyrirtækja með tilheyrandi afleiðingum fyrir sum þeirra.Holur hljómur Það hefur því holan hljóm þegar Kortaþjónustan kvartar sáran undan samkeppninni við Valitor eins og kom fram nýverið í fréttatilkynningu Kortaþjónustunnar. Sannleikurinn er nefnilega sá að Valitor keppti ekki við Kortaþjónustuna í færsluhirðingu 2007-2008 heldur við erlenda risann, Teller, á bak við íslenska nafnið. Hinn raunverulegi keppinautur, Teller, hefur á hinn bóginn aldrei kvartað undan samkeppninni við Valitor enda ekki undan neinu að kvarta í samkeppni við 15 sinnum minna fyrirtæki. Samkeppniseftirlitið virðist hins vegar enn ekki hafa áttað sig á þessu sjónarspili og hefur gengið langt í að vernda hagsmuni erlenda risans á kostnað Valitor. Þó að skýrt liggi fyrir að Valitor, Teller og Borgun voru einu fyrirtækin sem kepptu á íslenska færsluhirðingarmarkaðnum á umræddum tíma, kýs Samkeppniseftirlitið einatt að stilla söluskrifstofunni, Kortaþjónustunni, upp sem keppinaut Valitor en ekki hinum raunverulega keppinaut, risanum Teller. Í Danmörku eru öfgarnar í hina áttina. Þar slá yfirvöld skjaldborg um yfirgnæfandi markaðshlutdeild óskabarnsins Teller á danska markaðnum og kannski táknrænt að sjálfur Seðlabankinn danski á hlut í fyrirtækinu. Erlendum fyrirtækjum, hverju nafni sem þau nefnast, er gert nær ómögulegt að taka þátt í samkeppni á heimamarkaði Teller, enda telja dönsk yfirvöld þjóðhagslega afar mikilvægt að hafa mjög öflugan innlendan færsluhirði í landinu. Í Danmörku hefur Teller um 85% markaðshlutdeild í færsluhirðingu en til samanburðar hefur Valitor rúmlega 40% markaðshlutdeild í færsluhirðingu á sínum heimamarkaði á Íslandi. Því er við að bæta að Valitor hefur kært Teller fyrir ólöglegar viðskiptahindranir á danska markaðnum en félagið hefur rekið þar eigin skrifstofu frá árinu 2008. Valitor fagnar allri samkeppni sem er á jafnréttisgrunni. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að sömu reglur gildi um alþjóðlega samkeppni í öllum löndum evrópska efnahagssvæðisins þ.m.t. á Íslandi og í Danmörku. * Færsluhirðing er þjónusta sem felst í því að miðla færslum milli korthafa og söluaðila (t.d. verslana). Færsluhirðirinn veitir söluaðilum heimild til að taka við greiðslum með greiðslukortum, tekur við færslum þeirra og greiðir þær út til söluaðila á uppgjörsdegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ágreiningur er milli Valitor og Samkeppniseftirlitsins um túlkun samkeppnislaga varðandi starfsemi fyrirtækisins á árunum 2007-2008. Þar hefur m.a. verið litið framhjá þeirri staðreynd að Valitor var ekki í beinni í samkeppni við Kortaþjónustuna í færsluhirðingu* á þessum tíma, heldur við erlenda risann á bak við íslenska nafnið. Það vekur undrun að hér skuli kosið að láta sem eftirfarandi samhengi skipti engu máli. Skandinavíska færsluhirðingarfyrirtækið Teller (áður PBS) er eitt af stærstu fyrirtækjum sinnar tegundar í Evrópu og er velta Teller um 15 sinnum meiri en velta Valitor. Teller dafnar vel í skjóli yfirgnæfandi markaðshlutdeildar í Danmörku með fulltingi yfirvalda þar í landi og er að auki með yfirburðastöðu á mörkuðunum í Noregi og Finnlandi. Árið 2002 hélt þetta erlenda risafyrirtæki innreið sína á íslenska markaðinn, ekki þó undir eigin nafni heldur undir nafninu Kortaþjónustan, sem var í raun söluskrifstofa fyrir Teller hér á landi. Allar færslur voru að sjálfsögðu sendar úr landi til Danmerkur enda var Teller hinn raunverulegi færsluhirðir en ekki Kortaþjónustan. Munurinn á íslenskum færsluhirðingarfyrirtækjum og erlendum kom svo vel í ljós þegar mest á reyndi í kjölfar hrunsins 2008 og flestar dyr lokuðust á Íslendinga. Þá tókst Valitor og Borgun með erfiðismunum að halda uppi eðlilegri þjónustu og gera reglulega upp við sína viðskiptavini. Teller lét sig hins vegar ekki varða meira um íslenska hagsmuni en svo að röskun, jafnvel upp á margar vikur, varð á greiðslum til hérlendra fyrirtækja með tilheyrandi afleiðingum fyrir sum þeirra.Holur hljómur Það hefur því holan hljóm þegar Kortaþjónustan kvartar sáran undan samkeppninni við Valitor eins og kom fram nýverið í fréttatilkynningu Kortaþjónustunnar. Sannleikurinn er nefnilega sá að Valitor keppti ekki við Kortaþjónustuna í færsluhirðingu 2007-2008 heldur við erlenda risann, Teller, á bak við íslenska nafnið. Hinn raunverulegi keppinautur, Teller, hefur á hinn bóginn aldrei kvartað undan samkeppninni við Valitor enda ekki undan neinu að kvarta í samkeppni við 15 sinnum minna fyrirtæki. Samkeppniseftirlitið virðist hins vegar enn ekki hafa áttað sig á þessu sjónarspili og hefur gengið langt í að vernda hagsmuni erlenda risans á kostnað Valitor. Þó að skýrt liggi fyrir að Valitor, Teller og Borgun voru einu fyrirtækin sem kepptu á íslenska færsluhirðingarmarkaðnum á umræddum tíma, kýs Samkeppniseftirlitið einatt að stilla söluskrifstofunni, Kortaþjónustunni, upp sem keppinaut Valitor en ekki hinum raunverulega keppinaut, risanum Teller. Í Danmörku eru öfgarnar í hina áttina. Þar slá yfirvöld skjaldborg um yfirgnæfandi markaðshlutdeild óskabarnsins Teller á danska markaðnum og kannski táknrænt að sjálfur Seðlabankinn danski á hlut í fyrirtækinu. Erlendum fyrirtækjum, hverju nafni sem þau nefnast, er gert nær ómögulegt að taka þátt í samkeppni á heimamarkaði Teller, enda telja dönsk yfirvöld þjóðhagslega afar mikilvægt að hafa mjög öflugan innlendan færsluhirði í landinu. Í Danmörku hefur Teller um 85% markaðshlutdeild í færsluhirðingu en til samanburðar hefur Valitor rúmlega 40% markaðshlutdeild í færsluhirðingu á sínum heimamarkaði á Íslandi. Því er við að bæta að Valitor hefur kært Teller fyrir ólöglegar viðskiptahindranir á danska markaðnum en félagið hefur rekið þar eigin skrifstofu frá árinu 2008. Valitor fagnar allri samkeppni sem er á jafnréttisgrunni. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að sömu reglur gildi um alþjóðlega samkeppni í öllum löndum evrópska efnahagssvæðisins þ.m.t. á Íslandi og í Danmörku. * Færsluhirðing er þjónusta sem felst í því að miðla færslum milli korthafa og söluaðila (t.d. verslana). Færsluhirðirinn veitir söluaðilum heimild til að taka við greiðslum með greiðslukortum, tekur við færslum þeirra og greiðir þær út til söluaðila á uppgjörsdegi.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun